Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 1
Landvélarhf JARÐIGLA ORSOK GRÓDURSKEAAAADA? ASK-Akureyri. — Stööugt er leit- að að skaðvaldi þeim, sem skemmt hefur gróður á um það bil 60 ferkilómetra svæði I Þing- eyjarsýslu. Nýjustu athuganir benda til þess, að ekki sé um að ræða lirfur birkifiðrildisins, heid- ur tegund skyida grasormi þeim, er herjaði á Suðurland fyrr I sum- ar. Viðtal við Friðrik f Olafsson stórmeistara — bls. 5 BH-Reykjavik. — Um næstliðna heigi lá við að illa færi, er kvikn- aði i tjaldi f Langadal I Þórsmörk. Fuðraði tjaldið upp á svipstundu og snarræði hjónanna, sem i tjaldinu voru, forðaði þeim frá stórmeiðslum. Höfðu þau veriö að skipta um gaskút á eldunartæki inni i tjaldinu, er eldurinn gaus upp. Virðist aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að hér er um hættuápil að ræða, og skal enn einu sinni undirstrikað, að menn láti það ekki henda sig að skipta um gaskútana inni i tjaldinu. Það er alltaf eitthvert gas eftir i gamla kútnum, sem streymir Ut við skiptin, og kviknar i um leið og næst er kveikt á eldspýtu. í þvi lilfelli, sem hér um ræðir fuðraði tjaldið upp á augabragði og snar- ræði fólksins við að koma sér út Aö sögn Bjarna Guðleifssonar, tilraunastjóra á Möðruvöllum, fóru hann og Jón Arnason, bú- fræöikandidat, austur i Þingeyj- arsýslu og fannst þá lirfa, sem reyndist vera svokallað rótar- fiðrildi. Taldi Bjarni hugsanlegt, að lirfan hafi herjað á viðinn og fjalldrapann undir snjó sl. vetur. Fiðrildið getur af sér á haustin svokallaða jarðdiglu, en hUn getur svo aftur undir ákveðnum kringumstæðum lifað góðu lifi undir snjó, og étur þá brum fyrr- greindra trjátegunda. Lyng á sama svæði er mjög illa farið og dautt á fjölmörgum stöð- um. Sagði Bjarni það vera næsta stig, reynist hugmyndin um jarð- igluna rétt, að kanna, hvort hUn eigisökina á skemmdum lyngsins ein sér, en tilgátur hafa komið fram um að hér sé um sveppa- gróður að ræða. Ur eldinum, forðaði þvi frá stór- meiðslum eða bana. Sviðnaði hár mannsins, auk þess sem hann brenndist nokkuð á höndum, og verður það að teljast furðu vel sloppið, miðað viö aðstæður. Blaðamaður Tím- ans fór í gær á svæð- in þar sem gróður- skemmdirnar hafa orðið og mun frá- sögn hans með myndum birtast í blaðinu á morgun. NÝTT VEGARSTÆÐI FYRIR BOTNI EYJA- FJARÐAR YFIR AKUREYRARLEIRUR ----> 3 <--- Sluppu naumlega úr logandi tjaldi Garnaveikin breið- ist út í Landeyjum Gsal-Reykja vik — Garnaveiki virðist vera að breiðast út í Land- eyjum, en sem kunnugt er af fréttum, fannst garnaveiki i naut- grip þar fyrir skömmu og I fyrra- dag fannst garnaveiki i kind á öðrum bæ í Landeyjum og er enn fremur talið að fleiri kindur hafi sýkzt. Garnaveiki hefur ekki áður fundizt i Landeyjum. t Rangárvallasýslu varð vart garnaveiki i sauðfé á siðasta ári, en þá voru liöin 9 ár frá þvi gamaveiki var siðast vart þar i sýsiu og að sögn Sigurðar Sig- urðssonar hjá tilraunastöð Há- skólans á Keldum voru menn farnir að vona að tekizt hefði að komast fyrir veikina. Sigurður sagði, að garnaveikin væri lúmskari en menn gerðu sér yfirleitt ljóst, og þar sem yfirleitt bæri lítið á henni, virtist sem menn væm fljótir að gleyma henni. Kindin, sem garnaveikin fannst i nUna er tvævetra, — og sagöi Sigurður, að það benti til þess, að hUn hefði smitazt sem lamb. Sigurður kvað bólusetningu sáuðf jár yfirleitt hafa dugað til að taka fyrir tjón af völdum garna- veiki, en færi svo að lambið smit- aðistáður en það væri bólusett, — virtist bólusetningin hafa tak- markað gildi. Sigurður kvað liklegt að blóð- sýni yrðu tekin Ur öllum nautgrip- um i Landeyjum á vetri kom- anda, til að tina Ur grunsamlega gripi og til að leita að hugsanleg- um smitberum. Kýr eru ekki bólusettar við garnaveiki, þar eð það spillir fyrir baráttu gegn berklum, en sýklar beggja sjúk- dómanna eru af sama flokki. Hvað kindurnar áhrærir er ekk- ert lækningalyf til, eftir að sjúk- dómseinkenni hafa komið fram og sagði Sigurður að sjúka sauð- fénu yrði lógað hið fyrsta. Sigurður sagði, að fylgzt yrði með bæjum í Landeyjum og kannað. hvort garnaveikin hefur borizt til Landeyja. — Það er okkur mikið áhyggju- efni, ef veikin ætlar að breiðast lengra austur á bóginn, — i sveitir þar sem garnaveiki hefur aldrei orðið vart, sagði Sigurður Sigurðs son að lokum. ÞJÓNUSTAN AUKI ENN VIÐ SIG — HLUTUR FRUAA- VINNSLU AAINNKI H.V. Reykjavik. t álitsgerð Iðnþróunarnefndar, sem nU hefur verið lögð fram til umræðu, kem- ur fram spá um mannaflaskipt- ingu milli atvinnugreina á ts- landi, fram til ársins 1985. t spá þessari kemur fram sU skoðun Iðnþróunarnefndar, að aðeins ein atvinnugrein, þjón- KARL BRETA- PRINS ÍHUGAR LAXVEIÐI- FERÐ TIL ÍSLANDS BH-Reykjavik. Karl Breta- prins ihugar nU laxveiðiferð til tslands og mun Hofsá i Vopnafirði vera efst á blaði i huga krónprinsins, en sem kunnugt hefur faðir hans, Filipus prins komið hingað til lands og stundað laxveiöi i Norðurá. Ef af þessai ferð krón- prinsins brezka verður, kemur hann hingað i næsta mánuði og verður þá um einkaheimsókn að ræða. usta, muni auka verulega hlut - fallslegan mannafla sinn á tima- bilinu fram til 1985, að iðnaður muni minnka hlutfallslegan mannafla sinn, svo og frum- vinnsla, sem eru landbUnaöur og fiskveiðar. 1 dag er taliö að mannaflaskipt- ing milli atvinaugreina i landinu sé sem hér segir: Frumvinnsla (landbUnaður og fiskveiöar) noti um 15.0% af heildarmannafla þjóöarinnar. Úrvinnsla (fiskiön- aður, annar iönaður og bygginga- starfsemi) noti um 36.6% mann- aflans og þjónusta (samgöngur, verzlun og viðskipti og önnur þjónusta) noti um 48.4% mannafl- ans. 1 spá sinni um skiptingu mann- aflans árið 1985 setur Iðnþróunar- nefnd upp fjóra möguleika, nokkuð breytilega, en bendir á einn þeirra sem liklegastan. Sá möguleiki felur I sér, að mann- aflahlutur frumvinnslu muni minnka Ur 15.0% I um það bil 11.4%, að mannaflahlutur Ur- vinnslu muni einnig minnka nokkuð, eða Ur 36.6% i um 35.5% af heildar mannafla þjóðarinnar, en að þjónusta muni auka sitt hlutfall Ur 48,4% i 53.1% af heild- inni. Gert er ráð fyrir að framleiðni og rauntekjur vaxi hér áfram, með svipuðum meðalhraða og verið hefur um árabil, eða um 3% á mann á ári. Fleiri fréttir úr álitsgerð Iðnþróunar- nefndar — bls. 6 |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii| Í80 UMSÓKNIR I IUM LEYFI TIL ISÍLDVEIÐANNA I IVIÐ SUÐURLAND' gébé Rvfk — Nýlega er útrunn- inn frestur til umsóknar um sildveiðar fyrir Suðurlandi og að sögn Þórðar Ásgeirssonar skrifstofustjóra i sjávarútvegs- ráðuneytinu, bárust um áttatiu umsóknir. — Enn er ekki búið að taka neina ákvörðun um úthlut- un veiðileyfanna, sagði Þórður, enda er margs að gæta i þvi sambandi. SjávarUtvegsráðuneytið á- kvað að leyfa sildveiðar i herpi- nót fyrir Suðurlandi frá 15. sept- embernk.og er leyfilegur heild- arafli sjö þUsund og fimm hundruð lestir. Ráðuneytið mun skipta þessu magni á einstök skip ef ástæða þykir til. — Veiðileyfin verða bundin á- kveðnum skilyrðum, sagði E Þórður, haft verður náiði samband við SildarUtvegsnefnd §§ og Framleiðslueftirlit sjávaraf- s uröa I þvi sambandi áður en á- = kvörðun verður tekin. Taldi 1 Þórðurof snemmt að geta nokk- = uð sagt um hvenær endanleg á- = kvörðun verður tekin um fjölda = veiðileyfa, en það myndi = taka sinn tima. m Samkvæmt áliti nefndar, sem = sett var á laggirnar i þessu til- = liti, og skilað var til ráðuneytis- E ins, munu veiðileyfin verða = bundin þeim skilyrðum að sildin = veröi söltuð um borð i sildveiði-1 skipunum og verða sett itarleg = ákvæöi um verkun og meðferð = afla. — illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUliliiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.