Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 23. júli 1975. „Rjúkum ekki upp til handa og fóta, þótt fullyrðingum sé kastað fram í fjölmiðlum" — segir róðuneytisstjórinn í heilbrigðisróðuneytinu um ósakanir um lyfseðlasölu lækna Gsal-Reykjavik — Fregnir um að eiturlyfjasjúklingar hafi getað eða geti leitað til nokkura iækna og fengið hjá þeim sterk lyf til neyzlu gegn álitlegri fjárþóknun hafa vakið mikla athygli, — og þvi leitaði Timinn i gærdag til Páls Sigurðssonar ráðuneytis- stjóra i heilbrigðisráðuneytinu og innti hann eftir þvf, hvort ráðu- neytið muni ekki reyna að komast að því, hvort hér sé farið með rétt mál. Ráðuneytisstjórinn svaraði spurningunni á þessa leið: Tölvuúrvinnsla EKKI framkvæmd Þau mistök urðu við umbrot forsfðu Timans i gær, að orð féll niður úr fyrirsögn og gjörbreytt- ist meining hennar þar við. Þetta þýðingarmikla orð var EKKI og átti fyrirsögnin að hljóða svo: „Tölvuúrvinnsla lyfseðla hefur ekki verið framkvæmd i hálft annað ár.” — Það, sem hefur verið gert hér, hefur verið að fylgjast með ákveðnum lyfjum, sem eftirritun- arskyld eru og það hefur verið fylgzt með þeim i mörg ár. Við vitum nokkurn veginn hvaða læknar skrifa slika lyfseðla og hvaða menn fá þá, og bæði núver- andi og fyrrverandi landlæknir hafa allt frá árinu 1969 fylgzt með þessu og talað við lækna, sem hafa skrifað að þvi er talið hefur verið óhóflega mikið af lyf- seðlum. Um það atriði, hvort það sé rétt að einhverj- ir læknar séu að selja slíka lyfseðla á gjaldi sem þeir hafa ekki heimild til, —- það mun ekki verða tekið upp af ráðuneyt- inu að rannsaka það. Ráðuneytisstjórinn sagði, að þeir rykju ekki upp til handa og fóta þó slikum fullyrðingum væri kastað fram i fjölmiðlum. — Slikt er ekki gerlegt, sagði hann. — Þú nefndir, að landlæknir hafi talað við lækna, — þýðir það, að þeir hafi verið áminntir? — Það er spurzt fyrir um það, Eimskipafélaginu veitt einokunar- aðstaða ó kostnað annarra félaga? BH-Reykjavik. — Ég vil lýsa undrun minni á tillögu, sem tveir hafnarstjórnarmenn, þcir Albert Guðmundsson og Guðmundur J. Guðmundsson, hafa borið fram, og þá um lcið á þeirri miklu og skjótu fyrirgreiðslu, sem ætlunin er að veita Eimskipafélagi ts- lands i væntanlegri Sundahöfn, nánar tiltekið á Kleppsbakka. Ég tel, að verið sé með framferði sem þessu að veita Eimskip cin- okunaraðstöðu i höfninni og úti- loka önnur skipafélög, svo sem Hafskip, sem búið var að veita vilyrði fyrir aðstöðu við höfnina. Þannig komst Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins að orði á borgar- stjórnarfundi fyrir skömmu, er hann ræddi aðstööu skipafélaga i Sundahöfn, og tillöguflutning um þau mál er hann kvað með ólik- indum. Benti Kristján Benediktsson á, að örskömmu áður hefðu forráða- menn hafnarinnar látið i ljós á- kveðinn vilja i þá átt að ráðstafa þessu svæði alls ekki til þess að höfnin sjálf hefði eitthvert svæði til eigin ráðstöfunar, heldur til að mæta óskum nýrra aðila, sem óskuðueftir aðstöðu hjá höfninni, t..d. ef stofnað yrði nýtt skipafé- lag. — En nú gerist það, sagði Kristján Benediktsson, að tveir hafnarstjórnarmenn gerast svo af hverju læknirinn skrifi út þessi lyf. Það er leitað upplýsinga um það, hvaða ástæður liggi til þess, að þau eru skrifuð út. í sumum tilvikum er það eðlilegt að þau eru skrifuð út, i öðrum tilvikum hefur landlæknir talið, að það væri ekki rökstutt nógu vel og þá bent viðkomandi á, að hann teldi það. Eins og fram kom I fréttum Tiirfans i gær, hefur tölvuúr- vinnsla eftirritunarskyldra lyf- seðla ekki verið framkvæmd i hálft annað ár, og sýnir það kannski nokkuð um eftirlit með útgáfu lyfseðla. Timinn innti Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra um þetta atriði. — Tölvan hefur að minum dómi verið notuð eins og til hefur verið ætlazt. Hins vegar verður alltaf að vega það og meta, hvað á að láta svona kannanir ná langt, — og það er ekki hægt að hafa svona kannanir stöðugt i gangi. Bæði er, að það væri kostnaðar- samt og eins væri ekki gagn að þvi sem skyldi. Sagði Páll, að lyfjamáladeildin hefði getað gert allar þær kann- anir sem hún hefði óskað eftir að gera og ekki kvaðst hann kannast við það, að kannanir hafi verið stöðvaðar vegna fjárskorts. ,,A þessu timabili siðan lyfjamála- deildin tók til starfa hafa verið gerðar fleiri kannanir á þessu sviði, heldur en nokkurn tima áð- ur,” sagði Páll. Að lokum sagði ráðuneytis- stjórinn, að ekki væri von á þvi, að ráðuneytið aðhefðist neitt sér- staklega vegna þessa máls nú. PELIKANARNIR I SÆDÝRASAFNINU ÞOLDU EKKI ÍS- LENZKA VEÐRÁTTU gébé Rvik — Pelikanarnir tveir, sem Sædýrasafninu i Hafnarfirði bárust að gjöf i júnimánuði sl„ eru nú báðir dauðir. Þetta voru evrópskir hvitir pelfkanar, en tal- ið er að þeir hafi ekki þolað flutn- inginn frá Dýragarðinum i Kaup- mannahöfn og einnig var mjög kalt hér, þegar þeir komu i safnið. Hitabylgja gekk yfir i Kaup- mannahöfn daginn sem pelikan- arnir voru fluttir þaðan með flug- vél til Islands. Hér var þá i kald- ara lagi og er álitið að fuglarnir hafi fengið lungnabólgu. Þrátt fyrir að þeim væru gefin meðöl og að reynt væri að hlúa að þeim eft- ir beztu getu i Sædýrasafninu, lézt karlfuglinn og svo nokkru siðar kvenfuglinn. Það var ritfangaverzlunin Penninn i Reykjavik sem gaf Sæ- dýrasafninu pelikanana, en Penninn hefur Pelican-umboðið á fslandi. Verð fuglanna var um sextiu þúsund krónur. ákafir i tillöguflutningi sinum að veita Eimskip þessa aðstöðu, að ekki er einu sinni vitað til þess, að Eimskip hafi um hana beðið. Hér er um hættulega og vitaverða stefnu i hafnarmálum að ræða. Kristján Benediktsson tók það fram, að það væri sjálfsagt og eðlilegt að veita Eimskip alla þá fyrirgreiðslu og aðstöðu, sem unnt væri að veita. Þetta um- rædda svæði lægi vel við athafna- svæði Eimskips i Sundahöfn. Hins vegar mætti hafnarstjórn aldrei flana að þvi að ráðstafa öllu yfir- ráðasvæði sinu til annarra aðila, þannig að hún geti ekki sinnt ósk- um annarra, nýrra aðila, sem kunna að koma upp. — Þá má benda á það, sagði Kristján Benediktsson, að það svæði, sem Hafskip er helzt bent á i norðurhluta Sundahafnar, verður örugglega ekki nothæft næstu 6—8 árin, þar sem fram- kvæmdir við Kleppsbakkann eru nýhafnar, og þegar þeim er lokið, hefur höfnin skuldbundið sig til að hefja framkvæmdir viö hið nýja athafnasvæði Sambandsins innar við Elliðavoginn. Að visu hefur hafnarstjórn frestað afgreiðslu á tillögu tvi- menninganna, og þess er að vænta að málið verði athugað mjög gaumgæfilega, áður en sú tillaga'verður samþykkt. Fimm læknar hæstu gjaldendur í Suðurlandsumdæmi H. V. Reykjavik. Hæstu gjaldend- ur I Suðurlandsumdæmi, sam- kvæmt skattskrá umdæmisins, sem lögð var fram á mánudag siðastliðinn, eru sem hér segir: Af einstaklingum: I. Heimir Bjarnason, læknir, Hellu, sem á eru lagðar 1.364.065 krónur i tekjuskatt og 505.400 krónur i útsvar. Sam- tals gjöld: 1.869.465 krónur. 2. Magnús Sigurðsson, læknir, ' Eyrarbakka, sem á eru lagðar 1.326.493 krónur i tekjuskatt og 502.400 krónur I útsvar. Sam- tals gjöld: 1.828.893 krónur. 3. Kristján Baldursson, læknir, Selfossi, sem á eru lagðar 1.309.121 krónur i tekjuskatt og 480.100 krónur i útsvar. Sam- tals gjöld: 1.789.221 króna. 4. Isleifur Halldórsson, læknir, Stórólfshvoli, sem á eru lagðar 1.269.044 krónur i tekjuskatt. Upplýsingar um útsvar hans er ekki að finna i skattskrá umdæmisins, þar sem Hvols- vallahreppur sér sjálfur um álagningu útsvars á ibúa hreppsins og þvi verki er ekki lokið enn. 5. Brynleifur Steingrimsson, læknir, Selfossi, sem á eru lagðar 1.189.335 krónur i tekju- skatt og 436.900 krónur i út- svar. Samtals gjöld: 1.626.235 krónur. Af félögum I Suðurlandsum- dæmi er Mjólkurbú Flóamanna gjaldhæst, en i skattskrá um- dæmisins er ekki að finna upplýs- ingar nema um tekjuskatt félaga og fyrirtækja. Aðrar upplýsingar, svo sem um útsvar, aðstöðugjald og launatengd gjöld, liggja ekki fyrir að svo stöddu. Mjólkurbú Flóamanna ber i tekjuskatt samtals 13.162.652 krónur. Næst á eftir Mjólkurbúi Flóa- manna eru tvö fyrirtæki með jafn mikinn tekjuskatt, en þar sem fyrirsjáanlegt er, að skatturinn á eftir að lækka til muna hjá báð- um, eru þær tölur ekki raunhæf- ar. Þetta eru fyrirtækin Stálhýsi h.f. í Hveragerði og Hótel Valhöll á Þingvöllum, en þar sem hvorugt þessara fyrirtækja skil- aði skattskýrslum sinum á rétt- um tima, eru gjöld þeirra áætluð og koma til með að breytast þeg- ar að kærufresti kemur. Næstu félög þar fyrir neðan eru svo með á milli eina og tvær milljónir króna i tekjuskatt. álÐNVAL hyggingaþjónusta BOLHOLTI 4 8-31-55 l-Í.e' 278-33-54 r, harðviS regg- og gólfflísar og fleiri iruflokkar til húsbygginga. r, miðstöðvarofnar, einangrunarplast. teypujórn, þakjórn, dlkiæðning, handrið. kpappi, þakpappalagnir, þéttiefni. yrahurðir, eldhúsinnréttingar, teppi. ing, raftæki, Ijósabúnaður, £.-1 LEITIÐ TILBOÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.