Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. júli 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. 30. júlí Dagurinn 30. júli 1975 mun jafnan verða tal- inn merkur i sögu Evrópu, þótt enn sé of snemmt að fullyrða, að hann marki þau þátta- skil, sem flestir vona, að hann geri. Þá koma saman i Helsingfors leiðtogar þrjátiu og þriggja Evrópurikja, ásamt forseta Banda- rikjanna og forsætisráðherra Kanada til að ljúka störfum öryggisráðstefnu Evrópu, sem hófst á sama stað fyrir réttum tveimur árum. Siðan hefur verið unnið látlaust að þvi að móta eins konar sáttmála um öryggi, frið og sambúð i Evrópu. Það verk hefur kostað mikla vinnu og þrautseigju, þar sem allt varð að samþykkja einróma. Að sjálfsögðu munu þeir, sem ekki eru bjart- sýnismenn, benda á, að oft hafi meiriháttar ráðstefnur verið haldnar og hátiðlegir alþjóð- legir samningar verið undirritaðir, en árang- urinn ekki orðið mikill að sama skapi. Sagan geti endurtekið sig einu sinni enn að þessu leyti. Vissulega er rétt, að menn haldi áfram vöku sinni og biði enn meiri árangurs enda skiptir mestu hvernig framkvæmd sáttmálans verður. En af mörgum ástæðum eru horfur nú á margan hátt betri en oftast áður. Nú koma menn ekki saman að loknu striði meira og minna háðir áhrifum þess. Frá striðslokum eru liðnir þrir áratugir, og á þeim tima hefur smátt og smátt verið að skapast og mótast traustur grundvöllur, sem öryggi, friður og góð sambúð eiga að geta byggzt á. Meira en helming þessa tima hefur spennan, sem var um skeið, verið að minnka hægt og hægt, en þó markvist. öryggisráðstefnan er staðfesting þessarar þróunar og ætti að vera vænleg til að treysta hana og tryggja framhald hennar. Þess vegna glæðir hún vonir og óskir, sem virðast nú hafa meiri möguleika til að verða að veruleika en áður. Sá metingur hefur ekki mikið til sins máls, hvort þessi eða hinn aðilinn hagnist á störfum ráðstefnunnar. Þar gætir lika mjög mismun- andi röksemda. Sumir segja t.d., að ráðstefnan muni verða til að styrkja völd Sovétrikjanna i Austur-Evrópu. Aðrir benda hins vegar á, að minnkandi spenna og aukið samstarf i Evrópu muni auka olnbogarými og sjálfstæði banda- lagsþjóða Rússa. Þannig má deila um einstök atriði fram og aftur. ómótmælanlegt er þó það, að það er hagur allra, ef friðurinn styrkist og öryggið eykst. Það verða menn að vona, að verði árangur öryggisráðstefnunnar. Einhverjum kann að þykja það undarlegt, að Bandarikin og Kanada taka þátt i ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu, þar sem þessi riki tilheyra annarri heimsálfu. Þetta er þó tvimælalaust rétt ráðið. Þessi riki eru svo nátengd Evrópu á margan hátt, að eðlilegt er að böndin milli þeirra og Evrópu styrkist. Samvinna þjóða i Evrópu og Norður-Ameriku á ekki aðeins að verða þeim til góðs, heldur allri heimsbyggðinni, þegar henni er beitt til að auka frið og öryggi. Þegar leiðtogafundinum i Helsingfors lýkur, munu augu margra beinast enn meira til Vinar en áður, þar sem rætt er um samdrátt herafla i Evrópu. Þar mun ekki sizt koma i ljós, hvort sá árangur verður af öryggisráðstefnunni, sem menn gera sér nú vonir um. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wilson talar fyrstur á leiðtogafundinum Brézjnef verður þrettándi ræðumaðurinn MIKIL athygli beinist þegar að leiðtogafundinum, sem kemur saman i Helsingfors á miðvikudaginn kemur til að ljúka formlega störfum ráð- stefnunnar um öryggi og sam- starf Evrópuþjóða. Þetta mun verða mesti leiðtogafundur, sem haldinn hefur verið i Evrópu, en þar mæta ekki að- eins æðstu menn þrjátiu og þriggja Evrópurikja, heldur einnig forseti Bandarikjanna og forsætisráðherra Kanada. Samanlagt er reiknað með þvi, að fulltrúar á fundinum, starfslið hans og blaðamenn, sem sækja hann, skipti þrem- ur til fjórum þúsundum. Formlegt verkefni fundarins er að leggja blessun sina á niðurstöður embættismanna- fundarins, sem hefur staðið yfir i næstum tvö ár i Genf. Mikilvægi fundarins verður hins vegar fólgið i þeim við- ræðum, sem fara fram milli hinna einstöku leiðtoga að tjaldabaki, og þó einkum milli þeirra Brézjnefs og Fords. Gert er ráð fyrir, að allir leiðtogarnir ávarpi fundinn, en ekki er reiknað með þvi, að ávörpin verði neitt sérstak- lega söguleg. Samkomulag náðist ekki um ræðulistann og varð þvi að draga um ræðu- mennina. Bretar gengu þar með sigur af hólmi og verður Wilson þvi fyrstur ræðumanna i hinum almennu umræðum. Rússar drógu 13. sætið, en Bandarikjamenn 26. AÐ VISSU leyti má lita á samkomulag það, sem fund- urinn mun staðfesta, sem eins konar friðarsamninga i Evrópu. Enn hafa ekki verið gerðir formlegir friðarsamn- ingar i Evrópu eftir siðari heimsstyrjöldina. Fyrst eftir striðslokin lögðu Rússar mikið kapp á, að slikir samningar yrðu gerðir, en af þvi varð ekki. Þá komu Rússar fram með hugmyndina um sérstaka öryggisráðstefnu Evrópu- rikja. Það mun hafa verið Molatoff, sem bar hana fyrst formlega fram 1954. Henni var hafnað af vesturveldunum, m.a. vegna þess, að Bandarik- in áttu aðeins að hafa áheyrnarfulltrúa á ráðstefn- unni. Af hálfu rikjanna i Aust- ur-Evrópu var haldið áfram að hvetja til slikrar ráðstefnu, en án beinnar þátttöku Bahda- rikjanna og Kanada. Tillagan fékk fyrst verulegan hljóm- grunn, þegar Kekkonen forseti tók hana upp á arma sina og Finnar buðust til þess 1969 að verða gestgjafar slikrar ráð- stefnu, þar sem Bandarikin og Kanada yrðu einnig fullgildir þátttakendur. Eftir þetta tók hugmyndinni að aukast fylgi vestantjalds. Það mun hafa Podgorny að sæma Kekkonen ismálum Evrópu verið Per Hækkerup, sem tók fyrstur ráðherra i Natoriki undir tillögu Finna. Til fram- kvæmda kom þó ekki fyrr en eftir för Nixons til Moskvu i mai 1972. Þá náðist um það samkomulag milli Bandarikj- anna og Sovétrikjanna, að kalla saman ráðstefnu Evrópurikja, ásamt Banda- rikjunum og Kanada, sem fjallaði um öryggi og sam- vinnu þjóða i Evrópu. Hinn 22. nóvember 1972 kom saman undirbúningsnefnd, sem var skipuð fulltrúum allra Evrópurikja, (nema Albaniu.) Bandarikjanna og Kanada. Nefnd þessi lauk störfum 7. júli 1973 og hafði þá náð sam- komulagi um vinnutilhögun og dagskrá ráðstefnunnar. Sam- kvæmt tillögum hennar skyldi ráðstefnan skiptast i þrjá áfanga. Fyrsti áfangi yrði fundur utanrikisráðherra um- ræddra rikja, þar sem dag- skrá ráðstefnunnar yrði form- lega samþykkt. Annar áfangi yrði fundur embættismanna frá viðkomandi rikjum, þar sem fjallað yrði um ályktanir ráðstefnunnar og þær undir- búnar til formlegrar af- greiðslu. Siðasti áfanginn yrði svo fundur æðstu manna ráð- stefnunnar, þar sem tillögur embættismannafundarins yrðu endanlega samþykktar. I samræmi við þetta, var utan- rikisráðherrafundurinn hald- inn i Helsingfors i júli 1973 og þar gengið endanlega frá þvi, að samþykkja dagskrána. I framhaldi af þvi hófst svo em- bættismannafundurinn i Genf i september sama ár, og hefur hann staðið stöðugt siðan, að frádregnum stuttum hléum. Fundurinn hefur starfað i þremur aðalnefndum og mörgum undirnefndum, og hafa að staðaldri tekið þátt i honum um 400 manns. Það hefur gert fundinn mjög sein- orðu fyrir forgöngu hans I örygg- virkan, að aldrei hefur verið látið koma til atkvæða- greiðslu, heldur hefur þurft að samþykkja allt einróma. Þvi munaði minnstu, þegar allt virtist orðið klappað og klárt, að Malta kæmi i veg fyrir, að hægt væri að halda leiðtoga- fundinn á tilsettum tima, þvi að Malta kom fram með sér- tillögu, sem snerti vigbúnað við Miðjarðarhafið. SAMNINGUR sá eða yfir- lýsing, sem embættismanna- fundurinn hefur náð sam- komulagi um, er langt plagg, þar sem viða er komið við. Það skiptist i þrjá aðalkafla. Fyrsti kaflinn er eins konar stefnuyfirlýsing um friðhelgi landamæra, um að virða sjálf- stæði einstakra rikja og hlut- ast ekki til um innri mál þeirra. Þá fjallar hann um friðsamlega lausn deilumála og ráðstafanir til að draga úr tortryggni og ótta. Eitt mesta deiluefnið i sambandi við hann, snerist um skyldu rikis til að skýra frá þvi með hæfi- legum fyrirvara, ef riki það flytti verulegan herafla að landamærum annars rikis eða annarra rikja, t.d. i sambandi við heræfingar. Samkomulag náðist um, að það yrði tilkynnt með 21 dags fyrirvara, ef fjöl- mennara lið en 25 þús. manns hefði æfingar á svæði, sem væri innan 300 km frá landa- mærunum. Annar kafli fjallar um efna- hagslegt samstarf, og er þar gert ráð fyrir alls konar ráð- stöfunum til að draga úr höml- um og auka samskiptin á þann hátt. Um þennan kafla varð tiltölulega litill ágreiningur. Þriðji kaflinn fjallaði um mannleg samskipti, eins og ferðalög, frjálsa sölu á blöðum og bókum o.s.frv. I sambandi við hann risu deilur um ýmis atriði, þvi að kommúnistarik- in voru ófús til að draga úr ýmsum hömlum og töldu sum- ar tillögur vestrænu rikjanna ihlutun um innri málefni sin. Samkomulag náðist þó að lok- um um ýmsar stefnuyfir- lýsingar, sem eiga að stuðla að meiri samskiptum milli þjóða i Vestur-Evrópu og Áustur-Evrópu, ef þeim verð- ur framfylgt. Þótt samningar og yfir- lýsingar hafi sitt að segja. skipta þó framkvæmdir mestu. Þvi náðist aö lokum samkomulag um„ að 1977 skvidi kvaddur saman i Belgrad fundur sömu rikja, þar sem fjallað yrði um hvernig tekizt hefði að fylgja fram stefnumörkum ráöstefn- unnar. Þ.Þ. m. Kekkonen býður Ford og Brézjnef til morgunverðar úti I nátt- úrunni. (Sydsvenska Dagbladet)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.