Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 23. júli 1975. Böðvar Guðlaugsson: Sumardvöl í Reykjanesskóla — Brauðiö, smjörið, mysing- inn. Við erum að borða kvöld- matinn i matsalnum i Reykja- nesskóla, og það er drengurinn við borðsendann sem kallar þannig eftir nauðþurftum sin- um. Og það kalla fleiri þvi að fólk er yfirleitt lystugt við þetta borð. Flest köllin eru svona i formi beinnar heimtingar, en öðru hvoru heyrist þó sagt: Gera svo vel að rétta mjólkina, gera svo vel að rétta ostinn, sem sagt kurteisleg beiðni. Við erum niu við borðið, öll dugleg að borða og ómatvönd, yfirleitt. A það reynir nú raunar ekki mikið, þvi að matur er hér ágætur, vel til búinn og snyrti- lega framreiddur. Við erum sem sé mjög vel haldin i mat og drykk. Til þess að segja nánari deili á okkur, skal þess getið, að þessi „við” erum 56 börn úr Höfðaskélanum i Reykjavik og 8 fullorðnar manneskjur. Börnin eru hér i sumardvöl, sum eiga að vera 4 vikur, önnur (og reyndar flest) eiga að vera átta vikur. Fullorðna fólkið er vitan- lega starfsliðið, gæzlufólkið. Ég held þvi hiklaust fram, að þaö fari mjög vel um okkur hér. Aö- búnaður allur er ágætur, mikill og góður matur, vistleg iveru- herbergi, þægilegar kojur. Hér er stór sundlaug, sem eldri börnin a.m.k. stunda dag- lega, hér er fótboltavöllur til reiðu, athafnasvæði til að byggja kofa er hér yfrið nóg. Landslag er hér einkar skemmtilegt, fjörugt fuglalif og mikið um sel. Gönguferðir um nágrennið ættu þvi að geta ver- iðallt að þvi ævintýralegar fyrir borgarbörnin. Þá er hér iþrótta- salur, þar sem við getum fengið að fara i körfubolta, og hand- bolta eða leikfimi. Það er með öðrum orðum heilmikið við að vera hér fyrir alla, sem á annað borð vilja vera við eitthvað. En þvi miður er hér, eins og sjálfsagt alls staðar, til fólk, sem ekki fýsir að hafa neitt sérstakt fyrir stafni, fólk, sem bara hengslast og telur minúturnar milli máltiða. Og það er staðreynd, að sum börnin hafa skrifað eða hringt heim, kvartað um leiðindi og beðið um að fá að koma heima. Mér er þó nær að halda, að að- eins einn drengur hafi þjáðst af leiðindum. Ég held að djúpstæð leiðindi komi fljótlega niður á matarlystinni, og haldi vöku fyrir fólki á kvöldin. En þess verður ekki vart hér, nema hjá þessu eina barni. Kannski óar börnin við þvi, hvað það er langt heim og samgöngur strjálar hingað. Flóabáturinn Fagranes leggst hér að bryggju einu sinni i viku, og vörubill kemur tvisvar i viku með varning og póst. Þá fá einhver af börnunum kannski pakka að heiman, og auðvitað vekur það fögnuð viðtakanda, en jafnframt e.t.v. dálitla heim- þrá, og máske kviknar svolitil öfund hjá þeim, sem engan pakka fá. Nú kunna einhverjir að halda, að hér hafi ekkert verið aðhafzt þennan tima. Það er ekki rétt. Við höfum farið i fótbolta, körfubolta og handbolta, við höfum synt og buslað i lauginni, og við höfum farið i gönguferðir, t.d. niður i fjöru og tint skeljar. Þá hafa risið hér nokkur hús. Að visu fullnægja þau engan veg- inn húsnæðiskröfum tslendinga nú til dags, þetta eru ekki tiu herbergja einbýlishús með inn- byggðum tvöföldum bilskúr. Onei, þessar byggingar ganga lika undir nafninu kofar, en ég gæti bezt trúað, að þær væru eins vinsælar hjá yngri börnun- um, eins og einbýlishúsin hjá fullorðna fólkinu. Kofarnir hafa lika þann mikla kost að vera fljótbyggðir og tiltölulega ódýr- ir, enda ekki háðir neinni byggingarvisitölu. Auk þess má hver sem vill stunda drullu- kökugerð i kofunum, en það grunar mig, að þætti helzt til sóðalegur iðnaður i einbýlishús- unum. Það hefur þvi miður ver- ið heldur kalt i veðri allan þenn- an mánuð, oft talsverður strekkingur, en sólskin flesta daga. Og seint á kvöldin hefur lygnt, og þegar kemur fram á nóttina verður kyrrðin svo djúp, að manni finnst jafnvel trufl- andi hávaði, ef einstaka mófuglskvak rýfur hana öðru hvoru. En það er bezt að tina hér til nokkrar glefsur úr fremur slit- róttri dagbók: „20/6. kl. 24,35 Ég er á næturvakt núna (það var alltaf einhver fullorðinn á næturvakt). Það hefur gengið á ýmsu hér, þrjú börn hafa verið send heim vegna veikinda. Það hefur skapað nokkra erfiðleika og vökur, maður er dálitið syfjaður....Það hefur verið fremur kalt i veðri, en nálega alltaf sólskin, dálitið hvasst oft um miðjan daginn, en lygnir á kvöldin........Börnin eru að vakna annað slagið og þurfa að skreppa á klóið, einkum yngri börnin......Okkur hefur i raun- inni liðið ágætlega hér. Það er fallegt umhverfi, ágætur að- búnaður, gott fæði..:.. t gær fór ég i langa gönguferð með eldri strákunum. Við fundum anda- hreiður, sáum æðarvarp, kriur og seli. Sumir voru með mynda- vélar og festu á filmu það sem þeim fannst markverðast. Við fórum ósköp hægt yfir, stönzuð um öðru hvoru i skjólsælli brekku, og ég las kafla úr spennandi strákabók, eða við röbbuðum saman og sögðum sögur. Agæt ferð.”............ „Sunnud. 5/6. Sundlaugin hér er mikið notuð, hún er stór og vel heit, en dálitið sleip i botninn Ýmislegt hefur verið bardúsað hér: farnar gönguferöir, leikinn fótbolti, iðkað sund, og á föstu- dagskvöldið vár horft á sjónvarp, Töframanninn Blake, auðvitað.... Mánud. 16/6 Gott veður og með hlýjasta móti, mikið sólskin. 1 gær var lika sól- skin, en kaldara. Það var ný ýsa á borðum i hádeginu og plokk- ari i kvöldmat. Agætur matur.” „Mánud. 23/6 Allgott veður fremur litil sól, en þó með hlýrra móti”. „Fimmtud. 26/6 1 dag var sundlaugin hreinsuð, eldri strákarnir unnu mest að þvi undir stjórn tveggja starfs- manna, sem auðvitað aðstoðuðu þá.”..... Vonandi sýna þessir punktar, að þvi fer viðs fjarri að við höf- um öll setið hér auðum höndum og látið okkur leiðast i heilan mánuð. Hitt er annað mál, að hér eins og hvar sem vera skal annars staðar, er auðvitað hægt að óska sér ýmissa hluta, sem annað hvort eru ekki fyrir hendi, eða væru æskilegri öðru- visi en þeir eru. Og kannski höf- um við ekki gert okkur nægilega ljóst, að skynsamlegri nægju- semi fylgir ánægja og lifsgleði, en óraunhæf kröfugerð veldur alltaf leiðindum. A gönguför. UNNIÐ AÐ UPPDRÆTTI OG SKRÁNINGU LEGSTAÐA í KIRKJUGARÐINUM AÐ KELDUM UNDANFARIÐ hefur verið unnið að uppdrætti og legstaðaskráar- gerö af kirkjugarðinum að Keld- um á Rangárvöllum. Einnig hafa legsteinar verið hreinsaðir og let- ur þeirra skýrt, en sumir þeirra eru aldagamlir, og margir þeirra listilega skreyttir. Einn hinn elzti þeirra mun vera frá 1614. Að þessu verki hafa unnið hjón- in Hallóra Einarsdóttir og Sigurð- ur Sigurðsson að beiðni þeirra systra Aldisar, Þuriðar og Kristinar Skúladætra frá Keld- um. Verkið er unnið af nákvæmni og smekkvisi. Næstkomandi sunnudag, 27. júli verður messugerð i tilefni aldar- afmælis kirkjuhússins,má þvl bú- ast við fjölmenni á staðnum. Það eru tilmæli þeirra er vinna að merkingu kirkjugarðsins, að þeir kirkjugestir, sem þekkja ómerkta legstaði i garðinum gefi upplýsingar svo að hægt sé að bókfæra þá. Húsfreyjan á staðnum, Jónina Jónsdóttir mun taka á móti upp- lýsingum, sem berast um áður ómerkta legstaði, einnig veröa þau hjónin stödd á Keldum n.k. sunnudag og taka með þökkum á móti öllum upplýsingum, sem varöa kirkjugarðinn. Viða munu sögulegir og fallega geröir legsteinar vera I óhirðu og jafnvel að týnast. Væri þvi æski- legt aö áhugafólk og velunnarar kirkna og kirkjugarða hvar sem er á landinu legði hönd að eins og hér hefur verið gert á Keldum. HÉR sýnir Sigurður Sigurðsson okkur einn lcgsteinanna úr kirk jugarðinum, en þeir eru sumir hinir skrautlegustu. Þessi steinn er frá 1753 og er af gröf þeirra Bjarna Halldórssonar og Guðriðar Eyjólfsdóttur. Timamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.