Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. júli 1975. TÍMINN 9 Skipasmiðastöðin Vör hf. Kappkosta að nýta reynslu sjómanna við bótasmíðina ASK-Akureyri. Skipasmiðastöðin Vör h/f á Akureyri var stofnuð 20. júni 1971 og voru stofnendur sex skipasmiðir, er áður höfðu starfað hjá Slippstöðinni h/f. Vör er i dag afkastamesta fyrirtækið norðan- lands er smiðar báta um 30 tonn að stærð,en frá upphafi hafa sex bátar verið afhentir og er meðal- smiðatimi hvers þeirra 6 1/2 mánuður. Hjá fyrirtækinu starfa nú 11 manns, en með aðkeyptu vinnuafli starfa 15 manns þar allt árið. t september 1971 var hafizt handa um að byggja skipasmiða- húsið, sem er 525 fermetrar að stærð og kjölur lagður að fyrsta bátnum, SJÖFN ÞH, i febrúar næsta ár» En i dag hefur bætzt við járn- og trésmiðaverkstæði auk lagers og skrifstofu þannig að gölfflötur er rúmir þrettán hundr- uð fermetrar. Þá var afhentur ekki alls fyrir löngu ÆGIR JÖ- HANNSSON ÞH, en bæði hann og SJÖFN fóru til Grenivikur. t skipasmiðastöðinni er nú i smið- um bátur sömu gerðar og á hann að fara til Raufarhafnar, en innan. skamms verður lagður kjölur að áttunda bátnum. Timinn heimsótti Vör ekki alls fyrirlöngu og ræddi við Hallgrim Skaptason framkvæmdastjóra, en hann vinnur jöfnum höndum að smiðinni og skrifstofustörfun- um. Dýrt rekstursfé er veikasti hlekkurinn — Hver er staða islenzks skipa- smiðaiðnaðar i dag? „Starfsemin gengur i bylgjum, eina stundina er mikið framleitt en á öðrum timum kemur lægð i framleiðsluna. Við erum eins og stendur á öldutoppi, en iðnaður- inn er viðkvæmur fyrir öllum sveiflum i efnahagskerfinu og eins og búiö er að skipasmiði i dag þá virðist sem að það sé að draga úr vextinum. Hins vegar er nægur áhugi kaupenda en þeir hafa snöggtum minni möguleika á að fjármagna framkvæmdina. íslenzkur skipa- smiðaiðnaður hefur tiltölulega litla möguleika á að keppa við er- lendan skipasmiðaiðnað meðan sá innlendi býr við jafn dýrt framleiðslufjármagn og raun ber vitni. Stór hluti af hækkuðu báts,- verði nú undanfarið liggur i vaxtahækkunum og þess háttar, en til dæmis var fjármagnskostn- aðurinn rúm milljón i júnimánuði siðastliðnum. Vör hefur skilaö hagnaði frá fyrsta rekstrarári — Hvernig hefur hagur fyrir- tækisins verið frá stofnun þess? ,,Ef siðastliðið ár er haft i huga, þá varð heildarveltan 66 milljónir, en beinn og óbeinn launakostnaður um 21 milljón. Hagnaður varð hins vegar s.l. ár rúm ein milljón, en frá stofnun hefur fyrirtækið skilað hagnaði. Þarna kemur margt til að svo vel hefur gengið, til dæmis eru bát- arnir allir sömu gerðar og teikn- aði Páll Hjartarson skipastækni- fræðingur þá teikningu er við höf- um notað og er óhætt að fullyrða að hún hafi heppnazt eins vel og á var kosið. Þá er mannskapurinn þrautþjálfaður og hver hefur sitt ákveðna verk með höndum. Við höfum kappkostað að hafa sam- ráð við sjómennina og nota reynslu þeirra og þekkingu við endurbætur og breytingar i smið- inni.” — En nú stundið þið einnig viðgerðir? „Jú, við höfum jafnframt ný- smiðinni unnið að viðgerðum á eldri bátum, eftir þvi sem timi gefst tU, en það er tiltölulega litill þáttur i heildarstarfseminni. Pantaö fyrir hvert einstakt verk — Hafið þið getað gert lang- timaáætlanir og náð þannig hag- kvæmari samningum? — „Þvi miður þá býður fjár- magnsfyrirgreiðslan ekki upp á slikt, pantanir er ekki hægt að gera, fyrr en við gerð samnings við ákveðinn bátskaupanda. Það myndi eðlilega skapa mun meiri hagkvæmni, ef væri möguleiki á að panta fram i timann, stöðin gæti átt efni á lager, efni sem á vissum timum er mjög óhagstætt i innkaupi. Sem sagt ef stöðvarn- ar þyrftu ekki endilega að vera búnar að selja smiðina heldur gætu keypt inn eftir þvi hvar væri hægt aö ná beztum samningum, þá myndi það eflaust þýða i fyrsta lagi meiri framkvæmdahraða og i öðru lagi ágóða fyrir þjóðarbúið. Hefðbundinn iðnaður „Skipasmiði hefur unnið sér hefð i landinu og á sér mun lengri þróunarsögu heldur en fjöldinn alluraf þeim iðngreinum sem eru stundaðar á landinu. Hér á Akur- eyri eru i dag starfandi þrjár skipasmiðastöðvar og hefur þeim tekizt að yfirstiga erfiðustu hjall- ana. En til þess að þeim takist að starfa i náinni framtið þá má ekki setja þeim stólinn fyrir dyrnar með ýmsum forkostulegum að- ferðum, heldur verður að vinna að stöðugum uppgangi, þvi þetta er iðnaður sem á framtiðina fyrir sér”, sagði Hallgrimur Skaptason að lokum. Halldór Skaptason Úr smfðasal Varar Þetta hefur ógætlega Kári Baldursson slampazt A Torfunefsbryggju hitti blaðam. Kára Baldursson skipasmið þar sem hann var að leggja lokahönd á Ægi Jóhanns- son ÞH. Kári er elzti starfsmað- ur Varar, 68 ára gamall. Hann hefur unnið að mestu leyti við skipasmiðár frá árinu 1942. — Hver var orsökin fyrir þvi að þið réðust i þá framkvæmd aö byggja ykkar eigin skipa- smiðastöð Kári?— „Ég tel vist, að þar hafi ráðið mest löngun til að vinna sjálfstætt og geta verið okkar eigin herrar, en þetta hefur slampazt ágætlega hjá okkur svo við þurfum ekki að kvarta.” — En var ekki erfitt að hefja uppbygginguna?— „Jú, vissulega var það erfitt, við þurftum að vinna myrkr- anna á milli en með timanum hefur vinnuálagið minnkað eftir þvi sem betur hefur gengið og er það orðið skikkanlegt núna.” „Svínabúið rekið með hagnaði" Agnar Guðnason: Nokkuð siðbúna athugasemd vil ég gera við samtal það sem Jónas Guðmundsson átti við Þorvald Guðmundsson sjálfs- eignarbónda á Minni-Vatns- leysu, er birtist i Timanum 13. júli s.l. Þar segir Þorvaldur m.a. „Verð á svinakjöti til bænda er 325 krónur kilóið. Sambærilegt verð til bænda fyrir lambakjötið er 400 krónur kilóið og eru þá niðurgreiðslurnar i verðinu”. Þarna er ekki farið alls kostar rétt með tölur, þvi bændur eiga að fá samkvæmt siðasta verð- lagsgrundvelli kr. 349,- fyrir eitt kg af fyrsta flokks dilkakjöti. A siðastliðnu hausti i sláturtiðinni var verð til bænda fyrir fyrsta flokks kjöt kr. 270.29 á kg. Verð til bænda er algjörlega óháð niðurgreiðslum. Þvi miður virðist sá mis- skilningur vera all útbreiddur sbr. viðtalið, að niöurgreiðslur á búvöruverði sé framlag rikisins til landbúnaðarins. Niðurgreiðslurnar eru ein- göngu vegna aðgerða stjórn- valda á hverjum tima til að halda visitölunni niðri og viðleitni til að hafa hemil á verðbólgunni. Það er verð til neytenda sem greitt er niður, en ekki til fram- leiðanda. Það er ein stétt i land- inu sem ekki notfærir sér til fulls niðurgreidd matvæli. Fólk- ið sem starfar að framleiðslu búvara, eru einu neytendurnir, sem drekka mjólk og borða dilkakjöt á fullu verði. I framhaldi af tilvitnuðum ummælum, væri ekki óeðlilegt að fara nokkrum orðum um hvert verðhiutfall ætti að vera milli dilka-og svinakjöts. Viöast hvar i heiminum mun dilkakjöt vera álitið 30%-50% verömeira en svinakjöt. Verð til framleið- anda I Sviþjóð um siðustu mánaðamót var eftirfarandi I islenzkum krónum. Hæsti verðflokkur svinakjöts kr. 260,- á kg, en hæsti verðflokkur dilkakjöts á 508,- kg. Þetta mun vera nokkuð nálægt þvi verðhlutfalli sem eðlilegt er talið milli svinakjöts og dilkakjöts á Norðurlöndum. Svinakjöt er ekki háð sömu reglum um verðlagningu og dilkakjöt hér álandi. Fram- leiðsluráð Landbúnaðarins ákveður ekki heildsölu- né smá- söluverð á þvi eins og á flestum öðrum landbúnaðarafurðum. Til fróðleiks birti ég hér töflu, þar sem gerður er samanburöur á verði svinakjöts og dilkakjöts. Verð til framleiðanda á svina- kjöti fékk ég uppgefið hjá Sláturfélagi Suðurlands, en smásöluverðiö hjá verzluninni Sild og Fiskur. 1 aftasta dálki Verð til framleiðanda x) .... Smásöluverð i heilum skrokkum Læri......................... Kótilettur................... töflunnar er gefið upp verð á dilkakjöti eins og neytendum yrði gert aö greiða ef það væri ekki niðurgreitt. Verð á einu kg. SVINAKJOTS og DILKAKJÖTS i I. verðflokki 20. júli 1975. Svinakjöt Dilkakjöt Dilkakjöt óniðurgr. kr. kr. kr. 325,- 349,- .. 558,- 292,- 490,- . . 699,- 363,- 561,- ..1.340,- 411,- 609,- x) Meðaltalsverð til framleiðanda fyrir I. ferðflokk dilkakjöts framleitt á siðastliðnu ári verður kr. 299,81 á kg. Upplýgingaþjónusta landbúnaðarins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.