Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 23. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 76 Ekki aldeilis. Þú átt mýmargt ógert áður en þú kemst nálægt vegunum. Eins og égviti það ekki, sagði hann við sjálfan sig. Það er ALLTAF eitthvað, sem ógert er. Alltaf. Þetta er endalaus andskoti. Komdu þér þá af stað. Eftir andartak. Nei, á stundinni. Þú færð nógan hvíldartíma ef þeir ná þer. Hann kinkaði kolli, eins og til að samþykkja þennan röksemdaf lutning. Svo reis hann upp af árbakkanum og óð ána í átt að berangurslegum trjárótunum, jafnaði leðjunni yfir staðinn, sem hann hafði falist undir. Hann bjó þannig um, að næsti leitarhópur myndi ekki sjá, að sá f yrri hefði farið f ram hjá felustað hans. Hann varð að halda þeim í þeirri trú, að hann væri langt inni á hálend- inu, en ekki í nand við vegina. Hann lagði riffilinn á bakkann og óð út í dýpsta hylinn. Þar hreinsaði hann af sér leðjuna. Ekki gerði til þó hann rótaði upp eðju og gruggi af botninum, sem óhreinkaði vatnið. Leitarf lokk- urinn, sem var nýfarinn hafði sjálfur rótað svo hressi- lega upp í því, að þó hann kæmi aftur, ellegar þá enn annar flokkur, þá hefðu þeir enga ástæðu til að setja þetta í samband við hann. Hann stakk höfðinu í kaf til að hreinsa leðjuna úr hárinu og þvo andlitið. Hann tók nokkra munnsopa og skolaði innan munninn. Hann spýtti f ínkornóttu grugginu og snýtti sér hressilega í kaf i til að hreinsa nasirnar. Þó hann lifði nú eins og skepna var engin ástæða til að láta sér líða eins og skepnu. Þetta var lexía úr æfingaskólanum. Vertu hreinn þegar þú átt nokkurn kost á að þrífa þig. Þú verður þolbetri og berst betur. Þegar hann skreiddist upp úr ánni draup vatnið af hon- um. Þá valdi hann sér granna trjágrein, sem hann notaði til að hreinsa leðjuna úr riff ilhlaupinu og hreinsa skítinn úr skotkerfinu. Hann gætti þess, að alltaf væri vel hreinsað. Svo hlóð hann riffilinn aftur. Þá gat hann loks lagt af stað. Hann fór með gætni gegn um runnana, milli trjánna og í átt að veginum. Hann var því f eginn að hafa hreinsað af sér leðjuna í ánni. Fyrir vikið leið hon- um betur. Hann hafði meiri orku til flóttans. Þessi tilfinning hvarf þó er hann heyrði í hundunum. Þetta voru tveir hundahópar. Annar þeirra var beint framundan og stefni í átt til hans. Hinn var á vinstri hönd og nálgaðist óðfluga. Þeir sem voru framundan hlutu að fylgja þefslóðinni, sem hann skildi eftir, er hann missti af Teasle í brómberjarunnunum. Þá óð hann hálfmeðvitundarlaus í ána og stefndi svo í móki upp á hálendið og endaði loks í námunni. Þeir, sem voru á vinstri hönd hlutu þá að fylgja slóðinni, sem hann skildi eftir þegar hann elti Teasle að brómberjarunnunum. Sú slóð var meira en dagsgömul. Einn mannanna, sem stjórnaði hundunum hlaut að vera frábær leitarmaður. Að öðrum kosti myndu þeir ekki hafa hugmynd um hvaða slóð væri hann, að hlaupa að runnunum — og hvaða slóð væri hann á reiki í burt. Þeir ætluðu greini- lega ekki að hætta á neitt, fyrst þeir sendu hundana í báðar slóðirnar. En þessi niðurstaða var honum til lítillar hjálpar. Enn átti hann eftir að sleppa undan hundahópnum, sem stefndi að ánni. Honum var Ijóst, að ekki gæti hann hlaupið þá af sér, því þjáningarnar í brjóstkassanum voru hræðilegar. Hann gæti lagst í launsátur og skotið þá alla til bana, rétt eins og hann gerði við leitarhóp Teasles. En skothvellirnir myndu koma upp um verustað hans. Leitarmannahópurinn var það f jölmennur í skóg- inum, að þeir ættu þá ekki í neinum vandræðum með að hafa uppi á honum. Semsagt — hann yrði að finna einhverja brellu til að losna við hundana af slóðinni. Það var þó huggun, að enn hafði hann nokkurn tíma til umráða. Hundarnir myndu fylgja slóðinni frá vatninu upp í hæðirnar, að námunni og svo hingað. Hann gæti reynt að stef na að veginum, en hundarnir myndu fyrr eða síðar f ara þangað. Þá myndu mennirnir senda skilaboð til sveitanna, sem framundan voru — og settar yrðu upp gildrur. Hann hafði eina hugmynd. Hún var ekki sérlega merkileg, en þó það eina sem hann hafði handbært. Hann f lýtti sér til baka og fylgdi sömu slóð milli trjánna, þang- að sem hann hafði grafið sig undir árbakkanum. Hann óð ána í mittishæð, niður í móti og í átt að veginum. Hann setti sig í spor hundanna. Þeir myndu rekja slóð hans f rá námunni, finna slóðinu, sem hann hafði farið frá felu- staðnum og inn í skóginn. Þeirri slóð myndu þeir svo fylgja og þefa ráðvilltir þegar þefslóðin endaði skyndi- lega í miðjum klíðum í runnagróðrinum. Það myndi liða alllangur tími áður en mönnum yrði Ijóst, að hann hafði fetað sömu slóð til baka í átt að ánni og vaðið út í hana. Þegar þeim yrði þetta loksins Ijóst, þá væri hann óhultur í öruggri f jarlægð. Kannski tækist honum að stela f lutn- ingabíl eða venjulegum einkabíl. En lögreglan hlýtur að aðvara allar bif reiðar sínar um að svipast um eftir stolnum bílum. Hann gæti yfirgefið bílinn eftir að hafa ekið fáeinar IIIil i MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustgr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Silja Aðaláteinsdóttir les söguna „Sverrir vill ekki fara heim” eftir Olgu Wik- ström (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Bohumil Plánský leikur á orgel Hallgrimskirkju i Reykjavik verk eftir Jan Kuchmar, Bach, Josef Klicka og Max Reger. Morguntónieikar kl. 11.00: Stuyvesant strengjakvart- ettinn leikur Chaconnu fyrir strengi i g-moll eftir Henry Purcell/Claude Corbeil, Mireille Lagacé, Gilles Baillargeon og Giam Ly- man flytja „Aquilon og Orithie”, kantötu eftir Jean- Philippe Rameau/ Eliza Hansen og félagar úr Lud- wigshafen hljómsveitinni leika Konert í d-moll fyrir sembal og strengjasveit eft- ir Johann Gottlieb Gold- berg. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mátt- ur lifs og moldar” eftir Guö- mund L. Friðfinnsson. Höf- undur les (20). 15.00 Miödegistónleikar. Gyorgy Sandor leikur á pianó „Tuttugu svipmynd- ir” op. 22 eftir Prokofjeff. Ungverska rikishljómsveit- in leikur Hljómsveitarsvitu nr. 1 op. 3 eftir Béla Bartók. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Týndi eigin- maöurinn” eftir W.W. Jacobs. Gisli Ölafsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson leikari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 í sjónmáli. Skafti Harð- arson og Steingrimur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Konsert i F-dúr op. 86 fyrir fjögur horn og hijóm- sveit eftir Schumann. Georges Barboteau, Daniél Dubar, Michel Berges, Gil- bert Coursier og kammer- sveitin i Saar leika, Karl Ristenpart stjórnar. 20.20 Sumarvaka.a. „Eyfirð- ingurinn Bólu-Iljálmar”. Stefán Ágúst Kristjánsson flytur frumort kvæði. b. „Skipiö siglir”, smásaga eftir Jennu Jensdóttur. Baldur Pálmason les. c. Veiðivötn á Landmannaaf- rétti.Gunnar Guðmundsson skólaátjóri flytur þriðja er- indi sitt: 1 Veiðivötnum. d. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur lög við miðaldakveðskap eftir Jón Nordal. Ragnar Björnsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Hjóna- band” eftir Þorgils gjall- anda. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor byrj- ar lesturinn. Hann flytur einnig inngangsorð um höf- undinn og söguna. 22. Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöidsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjáifum sér”. Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (8). 22.40 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.