Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. júll 1975. TtMINN 15 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn hún bauð honum góða nótt. — Reyndu að vera ekki að hugsa um hættuna, sem steðjar að okkur. Við skulum vona, að guð sendi okkur hjálp. Alan kyssti hönd hennar og fór siðan til herbergis sins. Þang- að kom Rikki rétt á eftir til hans með langan kaðal, sem var undinn upp i hönk. Þeir biðu, þar til allt var orðið hljótt i kastalanum. Allir voru gengnir til náða nema Albert og einn varðmaður, sem voru upp á þaki. Drengirnir læddust inn i litið herbergi, sem var á miðhæð kastalans. Þar var svartamyrkur. Þegar þeir litu út um ferhyrnt gat, sem var á veggnum, sáu þeir ekki annað en eldana, sem kyntir voru á völlunum utan við virkisgröfina. Rikki hafði hnýtt lykkju á endann á kaðlinum, og gat Alan stigið i hana til að hvila fæturna. — Gættu þess að láta mig siga hægt, mælti Alan. — Það kemur sér vel, að þú hefur krafta i kögglum. Hann tróð sér gegn- um gatið, steig i lykkjuna og hélt sér dauðahaldi i kaðalinn, um leið og Rikki tók að láta hann siga. Rikki hafði vafið kaðlinum lauslega yfir sig. Hann stóð undir opinu á veggn- um og lét kaðalinn renna hægt og hægt yfir brúnina á þvi. Járniðnaðarmenn mótmæla bráðabirgðalögunum EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi stjórnar Félags járn- iðnaðarmanna, sem haldinn var fyrir fáum dögum: „Stjórn Félags járniðnaðar- manna mótmælir eindregið bráðabirgðalögum nr. 65, 16. júli 1975 um 12% vörugjald á helztu nauðsynjar almennings, sem mun á tæpum sex mánuðum nema 1850 milljón króna skatt- lagningu. Forsætisráðherra gaf yfir- lýsingu 26. marz s.l. í sambandi við kjarasamninga sem þá stóðu yfir, þar sem heitið var 2000 milljón króna skattalækkun á einu ári. Með útgáfu bráðabirgðalag- anna 16. júli um vörugjald eru álögur á almenning hækkaðar á 5-6 mánuðum um svipaða upphæð og skattalækkunin skyldi verða á ársgrundvelli. I sambandi við kjarasamning- ana 13. júni s.l. gaf forsætisráð- herra yfirlýsingu um að hækkun landbúnaðarvara myndi ekki koma til framkvæmda á gildis- tima þeirra kjarasamninga sem þá var verið að gera. Með verulegum hækkunum á landbúnaðarvörum 14. júli s.l., breyttu stjórnvöld þeirri yfirlýs- ingu i marklaust plagg. Islenzk verkalýðshreyfing hefur verið mjög hógvær i baráttu sinni fyrir endurheimt visitölu- tryggingar á laun semfelld var niður 1. júni 1974, og sætt sig við takmarkaðar bætur upp i þá kjaraskerðingu sem orðið hefur siðan. Nú, eftir hækkanir landbún- aðarvara, nýja 12% vörugjaldið, o.fl. hækkanir, eru þær bætur sem launafólk hefur fengið að engu orðnar. Rikisstjórnir hafa áður staðið við yfirlýsingar og loforð um fé- lagslegar aðgerðir I skattamál- um, verðlagsmálum, trygginga- málum og húsnæðismálum, sem gefnar hafa verið i sambandi við kjarasamninga, þar til að núver- andi rikisstjórn gjörbreytir um i þessu efni. Stjórn Félags járniðnaðar- manna mótmælir harðlega nú- verandi rikisstjórnarstefnu i kjaramálum launafólks og væntir þess að verkafólk og samtök þess beiti öllu afli sinu við næstu samningagerö i samskiptum sin um við núverandi rikisstjórn, þar eð yfirlýsingum hennar er ekki að treysta.” o Friðrik inn. Þá verður mikið I húfi, þvi að þar þarf ég að verða annar af tveimur efstu mönnum til þess að komast áfram og taka þátt i næsta millisvæðamóti. — Hversu langt liður svo frá þessum fyrsta lið I heimsmeist- arakeppni og þangað til yfir lýk- ur? — Heimsmeistarakeppni i skák á sér langan aðdraganda, og þegar ég segi heims- meistarakeppni, á ég við sjálft einvigið. En keppnin i heild tekur þrjú ár. Hún hefst með þessum svæðamótum, og þeir, sem vinna sér réttindi á þeim, komast upp i næstu lotu, sem nefnd er millisvæðamót. Mill- svæðamótum er skipt I tvennt þar er raunverulega um tvö mót að ræða. Þannig heldur þetta áfram, unz eftir eru aðeins átta efstu mennirnir, sem mynda hið svo- kallaða áskorendamót, og mað- urinn sem verður efstur þar, fær rétt til þess að skora á heims- meistarann. — Og þetta er sú barátta, sem þú ert að leggja I með þvl að taka þátt I svæðamótinu hér I Iteykjavik I október? — Já. — Nú hefur sjálfur Larsen lýst þvi yfir, að þú sért með beztu skákmönnum heimsins. Kannski island eigi eftir að eignast heimsmeistara I skák? — Við Larsen erum góðir kunningjar, og hann hefur alltaf borið ágætan hug til min, þótt ýmsir hyggi hið gagnstæða. Ég er honum að sjálfsögðu þakklát- ur fyrir þessi ummæli, — og ég verð að vona, að þau eigi ein- hvern rétt á sér! En það er ekki nóg að tefla á mótum. í skáklist- inni nær enginn neinum umtals- verðum árangri nema með þrotlausri vinnu og námi, öflun þekkingar og reynslu. Vinnan á milli móta er ekki slður mikil- væg en keppnin á mótunum. Ég veit lika, að leiðin að heims- meistaratitlinum er bæði löng og ströng, en ég er ákveðinn i að fara eins langt og ég kemst á þeirri leið. —VS. Bann við lausa- göngu búpenings Borgaryfirvöld hafa samþykkt bann við lausagöngu búpenings innan afgirtra landa Reykjavikur. Jafnframt er lagt bann við allri lausa- göngu hrossa innan lögsagnarumdæmis Reykjavikur frá og með hausti kom- anda. Reykjavik, 21. júli 1975, Borgarstjórinn i Reykjavik. msmií Jörð til sölu Gilsbakki i Dalasýslu er til sölu. Vélar og skepnur geta fylgt. Upplýsingar hjá eiganda jarðarinnar, Guðmundi Pálmasyni, simi um Sauðafell. UTANLANDSFERÐIR INNANLANDSFERÐ Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði Framsóknarmenn i Skagafirði hafa ákveðið að halda sitt árlega héraðsmót laugardaginn 30. ágúst að Miðgarði. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá. Gautar leika fyrir dansi. Nánar verður sagt frá héraðsmótinu siðar. Þórsmerkurferð Fjölskylduferð framsóknarmanna i Þórsmörk verður farin föstudaginn 25. júli kl. 13.00. Lagt verður upp frá Fellaskóla. Dvalið verður i Þórsmörk fram á sunnudaginn 27. júli og haldið heim upp úr hádegi. örfá sæti eru ennlaus. Upplýsingar í sima 71599. Hverfasamtök framsóknarmanna I Breiöholti. Sumarferðir Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsóknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar i sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Simi: 24480. Akveðið hefur verið að hin árlega sumarferð Framsóknar- félaganna i Reykjavik verði farin sunnudaginn 17. ágúst. Ingvar Stefán ,ng’ Norðurlandskjördæmi eystra Þingmenn Framsóknarflokksins i Noröurlandskjördæmi eystra, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason. boða til funda sem hér segir (aörir fundir auglýstir siðar): Kópasker miövikudaginn 23. júli kl. 9 e.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.