Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 1
¦^ Verk- stseðis pressur TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf c 165. tbl. — Fimmtudagur 24. júli 1975 — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI C- SÍMI (91)1946 FERASIÚR VERÐLAGS- NEFNDINNI? H.V. Reykjavik.A fundi I verðlagsnefnd í gær var lögð fram tillaga til á- lyktunar, frá fulltrúum Alþýðusambands Islands i nefndinni, þar sem mótmælt er harðlega þvi, að rikisstjórnin taki sér vald til sjálfstæðrar afgreiðslu verðlagsmála, á þeim sviðum sem samkvæmt lögum heyra undir verðlagsnefnd, og ennfremur ályktað, að ef svo verði framhaldið, sé með öllu ástæðulaust að annar aðili en ríkisstjórnin fari um verðlags- ákvarðanir. I viðtali við Timann i gær sagði Björn Jónsson, forseti ASl, að tillaga þessi væri til komin vegna þess, að rikisstjórnin hefði tekið fram fyrir hendurnar á verðlagsnefnd, með þvi að taka ekki til greina ákvarðanir hennar i verðlagsmálum undanfarið, þótt þær hefðu jafnvel verið sam- þykktar samhljóða á fundum nefndarinnar. Er þar um að ræða, meðal annars, synjun ríkisstjórnar á heimild til vinnuveitenda um hækkun á Utseldri vinnu. — Þessi mál voru rædd innan miðstjornar ASl, sagði Björn Jónsson I viðtalinu við Tlmann, — og var þá fulltrúum okkar i nefndinni falið að mótmæla þessu háttalagi rikisstjórnarinnar. í sjálfu sér er ekkert at- hugavert við að slikt gerist einu sinni, þar sem stjórnin hefur neitunar- vald, en ef það gerist ftrekað, fæ ég ekki séð,að nokkur þörf sé á þvi,að verðlagsnefnd starfi. Það myndi líka skapa ákaflega óheilbrigð vinnuskilyrði fyrir nefnd- ina, ef hun vissi aldrei hvort samþykktir hennar yrðu teknar til greina eða ekki. __ Skipsstef nið gekk sex metra inn í bryggjuna H.V. Reykjavik.Það óhapp varð íj höfninni i Stykkishólmi slðastlið-1 inn sunnudag, að Brúarfoss, skip Eimskipafélagsins, rak þar stefn- ið I bryggjuhaus og gekk stefnið um það bil sex metra inn I bryggj- una. Bryggjuhausinn er mikið skemmdur, enda gamall og orð- inn nokkuð mikið fúinn, en á skip- inu sá ekki. Sjópróf vegna árekstursins fóru fram þegar eftirhelgi og voru þar staðfestar ástæður fyrir árekstr- inum. Þungur vestan straumur var I höfninni á þessum tima og suð-vestan gola hjálpaði til við að smía stefni skipsins að bryggj- unni, þegar það var að leggjast að. Skipið var á hægri ferð og lét þess vegna illa að stjórn, en akk- eri tók illa. Bryggjuhaus þessi, sem flutn- ingaskip leggjast gjarna við, hefur lengi þótt nokkuð lélegur, enda ekki byggður til að taka á móti skipum af þeim stærðum, sem núeru notuð til strandferða. Fyrir nokkru slðan mun Eim- skipafélag tslands hafa sent hafn- aryfirvöldum i Stykkishólmi bréf, þar sem farið var fram á að endurbætur yrðu framkvæmdar á bryggjunni, ef skip Eimskipafé- lagsins ættu að halda áfram að koma þar við. Mat á skemmdum á bryggju- hausnum hefur ekki enn farið fram, en matsmenn hafa verið skipaðir. Óhapp þetta varð um klukkan 20.20, sunnudaginn 20. júli. Viljo um- sögn ríkisstjórn- arinnar um hundamálið BH-Reykjavlk. — Það sem gerð- ist á júllfundi Mannréttinda- nefndar Evrópuráðsins I sam- bandi við hundamálið svonefnda var það, — að óskað var eftir um- sögn Islénzku rlkisstjórnarinnar um málið, þ.e.a.s. því er ekki beinlfnis hrundið i fyrstu atrennu. Þannig komst prófessor Gauk- ur Jörundsson, dr. jur. að orði i gær, þegar Timinn hafði sam- band við hann, en Gaukur á sæti I Mannréttindanefndinni af íslands hálfu. Kvað Gaukur þennan fund nefndarinnar hafa verið einn af fimm fastafundum nefndarinnar árlega, en aukafundir væru að sjálfsögðu haldnir við og við. „Það er óhugnanlegt að sjá heiðalöndin svona kolsvört og Iiflaus," sagði blaðamað- ur Timans, er hann hafði far- ið og kannað gróður- skemmdirnará heiðalöndum Mývetninga. A bls. 6 er frá- sögn hans með myndum en þessi mynd sýnir skaðvald- inn, maðk rótarfiðrildisins, sem þessa dagana er að skrlða úr púpunni. Tima- mynd: ASK. r V-Þióðverjar undir bjóða íslenzku blokk ina með niðurgreiðslum Efnahagsbandalagsins ! Skatturinn ekki eins hár og mörgum virðist við fyrstu sýn ALLAR SÍMALÍNURNAR RAUÐGLÓANDI VEGNA ALAGNINGARSEÐLANNA ¦¦S;V1«8 2 I H.V. Reykjavik. Undanfarn- ar vikur hefur staða fisk- blokkar á Bandarlkjamark- aði veikzt nokkuð, vegna framboðs á blokk, sem er nokkru ódýrari en skráð markaðsverð segir til um. Skráð markaðsverð á fisk- blokk í Bandarikjunum hefur undanfarið verið 57 cent fyrir pundið, en um þessar mundir er nokkuð framboð á blokk . frá Efnahagsbanda- lagslöndum, — aðallega Vestur-Þýzkalandi — á lægra verði. Munar þar allt að 2—4 centum fyrir hvert pund. Hjá Sjávarafurðadeild SÍS fenguet þær upplýsingar I gær, að framboð þetta staf- aði af miklum fiskbirgðum, sem Þjóðverjar lægju með um þessar mundir og gengi erfiðlega að losna við. Að mestu mun þar vera um að ræða fisk með beinum, sem erfitt er að koma inn á Bandarlkjamarkað, en þó einnig eitthvert' magn af beinlausri blokk og er það framboð á henni, sem nU veldur Islenzkum fiskfram- leiðendum nokkrum erfið- leikum þar vestra. Þjóðverjar geta undirboð- ið markaðinn svona vegna útflutningsbóta, sem þeir fá greiddar frá Efnahags- bandalaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.