Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 24. júll. 1975. Þorsteinn ritstjóri Vísis — Jónas Krist- jónsson íhugar óskorun aðal' fundar Reykja prents um að halda ófram ritstjórastarfi við Vísi FJ-HeykjavIk. „Ég vil ekki tjá mig um þetta á þessu stigi. Ég er nú að fara I sumarfrl og þá mun ég setjast I ruggustólinn minn og ihuga þetta mál gaumgæfilega”, sagði Jónas Kristjánsson, rit- stjóri Visis, þegar Timinn spurði hann I gær, hvernig hann mundi bregðast við þeirri áskorun aðal- fundar Reykjaprents hf„ útgef- anda Visis, að hann gegndi áfram ritstjórastörfum við Visi. Fráfar- andi stjórn Reykjaprents hafði fyrir aðalfundinn ráðið Þorstein Pálsson, blaðamann við Morgun- blaðið, sem ritstjóra við Visi. Gerði aðalfundurinn enga at- hugasemd við þá ráðning og mun Þorsteinn hefja störf á VIsi innan skamms. Fráfarandi formaður Reykja- prents, Ingimundur Sigfússon, gat þess i skýrslu stjórnar, að Jónas Kristjánsson hygðist láta af ritstjórastarfi að eigin ósk, og að stjórnin hefði ráðið Þorstein Pálsson i ritstjórastarf. Albert Guðmundsson bar siöan fram til- lögu um áskorun aðalfundar á Jónas að hann gegndi ritstjóra- starfi áfram og var tillagan sam- þykkt með 2.700 atkvæðum gegn 415. Hjá sátu 3.500 atkvæði. Ný stjórn Reykjaprents var kjörin á aðalfundinum, í henni sitja: Gunnar Thoroddsen, ráð- herra, Guðmundur Guðmunds- son, forstjóri Viðis, Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Visis, og Þórir Jónsson, forstjóri Sveins Egilssonar hf.. Þeir Gunn- ar og Sveinn eru nýir menn i stjórninni. Jónas Kristjánsson Þorsteinn Pálsson. ALLAR SÍAAALÍNURNAR RAUÐGLÓANDI VEGNA ÁLAGNINGARSEÐLANNA FJ-Reykjavik. Fyrirspurnum vegna nýju álagningarseðlanna rigndi yfir skattstofu Reykja- vikur i gær. Jóhann Vikingsson hjá skattstofunni tjáði Timan- um, að það, sem fólk virtist átta sig siztá, væri að tölurnar i reit- um 16 og 17 (Sjá meðfylgjandi mynd af álagningarseðli) koma til frádráttar tölunni I reit 15, þar sem talin eru samtals gjöld samkvæmt skattskrá. Er þvi upphæðin, sem menn eiga að borga i gjöld sú tala sem fæst, þegar tölurnar i 16 og 17 hafa verið dregnar frá tölunni I reit 15. Þá sagði Jóhann mörgum óljóst sambandið á milli reit- anna 16-22 og 38, en i reit 16 kemur sú upphæð, sem rikið greiðir af útsvarinu. Sú upphæð er lægsta talan af þeim þremur, sem standa I reitunum 11, neðri talan I reit 22 og reit 38. ÁLAGNINGARSEÐILL 1975 Ndtn ' Íffc — Fæöingard. mán. ár Nafnnúmer Logheimili 1. 12. 1974 Sveitarfólag 'V Nýtt heimili i . I Samkvæmt skattskrá 1975 hafa verið lögð á yður eftirtalin gjöld: 1 Tekjuskattur 2 Skyldusparnaöur skv. 29. gr. 3 Kirkjugjald 4 Slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa 5 Eignarskattur '6 SlysotryggingagjaM atvinnurekenda skv. 36.gr. 7 LífeyrTstryggingagjald atvinnurekenda skv. 25. gr. 8 Atvinnuleysistryggingagjald 9 Launaskattur 10 Iðnaðargjald 11 Útsvar 12 Aöstööugjald 13 Kirkjugarðsgjald 14 Iðnlánasjóösgjald og iðnaðnrmálagiald 15 Samtals gjoid skv skatt^krá 16 Só hluti persónunfsláttar sem kemur til greiöslu útsvars I 1 7 Barnabætur samkvæmt ákvörðun skattstjóra j Barnafjoldi Upphæö í I 18 Af tekjum ti! útsvðrs eru reiknaðir % Stofnar til útreiknings tekju- og eignarskatts 19 Hreinar tekjur til skatts 20 Haimildarlækkun skv. 52. gr. 21 Skattgjaldstekjur 22 Fullur persónuafsl. Ónýttur persónuafsl. 23 Hr :m eign til skatt.. ■ Stofn til útreiknings útsvars 24 Vergar tekjui til skatts 25 Lögboðnar og heirnilaðar breytingar á tekjum til útsvars 26 Tekjui til útsvars 27 Heimildarlækkun útsvar> skv. 27. gr. 23 Lækkun útsvars vegna fjolskyldu Stofn til útreiknings skyldusparnaðar 29 Mismunur á vergum tekjum til skatts og skangjaldstekjum 30 Hækkun skattstjóia á vergum tekjum skv. 3. mgr 29. gr. 31 Skattgjaldstekjur eóa upphækkaðar skattgjaldstekjur 32 Frád.'áttur wgna fjolskyldu 33 Skyldusparnaðarstotn Útreikningur þess hluta persónuafsláttar sem gæti gengiö til greiðslu útsvars 34 Vergar tekjur til skatts • fv c 35 Hækkun skattstjóra á vergum tekjum skv. 4 mgr B liðar 9. gr. 36 Uppieiknaðar vergar tekjur skv 3. og 4 mgr. B liðar 9. gr. 37 20 % reiknað af uppreíknuðum vergum tekjum • 38 Moguleg upphæð til gieiðslu utsvais Ólafur Bjarki Þórdis Siguröur Fáir virðast hafa kynnt sér álagningarreglurnar Óskar Sigurpálsson, lög- regluþjónn: — Ég.er óánægður með skatt- ana mina, enda eru þeir mun hærri en ég gerði ráð fyrir. Ann- ars er ég ekki búinn að fara alveg yfir þetta, en get þó fullyrt að þetta er hærra. Mér hefur líka heyrzt á fólki, að almenn óánægja sé rikjandi. Álagningarreglurnar hef ég ekki kynnt mér og get þvi ekki tjáð mig um þær. Ólafur Emilsson, rannsóknamaö- ur: — Skattarnir hjá mér eru þeir sem ég bjóst við. Að visu er tekin nokkuð hærri prósenta en I fyrra, en ég er lika kominn i hærri flokk núna. Alagningarreglurnar hef ég ekki kynnt mér verulega vel, en sé þó ekki.að þær séu neitt illskilj- anlegar. — Bjarki Kristinsson, bifreiöar- stjóri: — Mér lizt alveg sæmilega á skattana mina Ég átti von á þeim verri og finnst þeir vera mjög svipaðir þvi, sem var i fyrra. Annars á ég nú eftir að skoða þetta betur. Alagningarreglurnar hef ég kynnt mér nokkuð og finnst þær ekki neitt torskiljanlegar. Þórdis Ottesen, verkakona: — Ja, mér lizt bara svona og svona á. Gjöldin eru nokkuð hærri en þau voru I fyrra, en það er vist eðlilegt. Það er alltaf gaman að fá að borga skattinn. Það er einna helzt þessi varnagli sem þeir slá á seðlinum, um að búast megi við viðbótargjöldum, sem mér lizt ekki vel á. Hann er vafalaust sleginn til vonar og vara, ef þá skyldi vanta enn meiri peninga, en mér lizt ekkert á þessa tilvon- andi viðbót. Alagningarreglurnar hef ég ekki kynnt mér að neinu marki. — Sigurður E. Friðriksson, nætur- vörður hjá Gjaidheimtunni: — Ég er jú búinn að sjá seðil- inn, en ég skil hann bara ekki til fulls. Ég bjóst reyndar við gjöld- unum verri, en er ekkert óánægð- ur samt. Þó má ekki skilja það svo að mig langi til að borga meira. Álagningarreglurnar hef ég ekki kynnt mér, og er hræddur um að fólk geri það yfirleitt ekki. Ég ætti máske að gera það. En hvað hefur maður upp úr þvi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.