Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. júll. 1975. TÍMINN 9 G SKILYRÐI BÚNAÐAR ANDI gera úr mýrum meö framræslu og er um 50% af ræktuðu landi á íslandi á þurrkuðum mýrum. Um 20.000 km af skurðum hafa verið grafnir til þurrkunar og um 50% vegna beitilanda. Síðan 1962 hafa verið grafnir yfir 40.000 km af „tunnel drains”. Við grastækt á tslandi er yfir- leitt notaður N, P og K áburður og er meðalskammtur 120 kg N 60 kg P^Oj og 40 kg K20. Húsdýraáburð- ur er mikið notaður. IV. Gróður. Flóra tslands einkennist af legu landsins og loftslagi. Hér vaxa fjöllum. um 450 tegundir æðri plantna. A svæðum I 300—600 m hæð vaxa 252 tegundir, fyrir ofan 600 m 186 teg- undir, fyrir ofan 800 m um 90 teg- undir og fyrir ofan 1000 m 38 teg- undir. Mikið af villtum gróðri á þurr- lendi eru hálfgrös, smárunnar og mosi ásamt heilgrösum, sem aukast mjög við áburðargjöf. Það er litið af fóðurplöntum i blautum jarðvegi, en ef hann er ræstur fram breytist gróðurlagið og verður oft góð beit. Árleg framleiðsla fóðurs til bú- fjárræktunar er ca. 350.000 tonn af heyi af túnum, 125.000 tonn, sem nýtist til beitar á ræktuðu landi, 70.000 tonn beit á hálfrækt- uðu landi, 240.000 tonn á óræktuðu landiog fjöllum. Þetta er samtals tæp 800.000 tonn af þurrheyi. Allt ræktað land á tslandi er rétt yfir 100.000 ha eða 1% af þurrlendi. Árleg aukning er um 4%. Ef þörf væri á að rækta allt sem hægt er að rækta, gæti það orðið af mýrum ca 500.000 ha, af þurru graslendi ca 300.000 ha, af öðru þurru gróðurlendi ca 250.000 ha, af söndum ca 100.000 ha, af fjall- lendi ca 350.000 ha eða samtals um 1.500.000 ha. Þetta er allt land sem hægt er tæknilega að rækta, en ekki er þar með sagt að öll sú ræktun sé hagkvæm. En það er greinilegt að Island er enn i dag — eftir 1100 ára bú- setu nær ónumið með ca 1% af landinu ræktað og ca 7—8% af ræktanlegu landi ræktað. Með ræktun hef ég verið að tala um gras i fóður handa búfé. Aðal- grastegundir okkar til heyskapar eru Festuca rubra, Poa prantens- is, Agrostis tenuis, Deschampsia caespitosa, Phieum prantense og Alopecurus pratensis. Þær fjórar fyrstnefndu eru upprunalega is- 15. ráðstefna norrænna búvisindamanna. lenzkar og þvi lika algengar beit- arplöntur villtar, en þar að auki nýtir búpeningur fjölda annarra tegunda i beitilandinu. Meðalupp- skera af túnum er tæp 5 tonn/ha en getur farið upp i 10 tonn/ha. Meðal næringargildi töðu er tæp 1,9 kg/F.E. (85% þurrefni) og tæp 14% hráprótein. Þetta er mun hærra en t.d. i Noregi. Grasköggl- ar eru yfirleitt með 1,5 kg i F.E. Vegna búfjárframleiðslu eru einnig ræktaðar á Islandi ýmsar tegundir til grænfóðurs, svo sem hafrar, fóðurkál og Lolium, aðal- lega til haustbeitar. Það hefur gengið illa á Islandi að rækta bygg. Landnemarnir ræktuðu það, en kornrækt lagðist niður fyrir um 300 árum. Margar tilraunir hafa verið gerðar til byggræktunar og bygg er ræktað á hverju ári i mjög smáum stil. Reynslan með nýjar byggteg- undir frá Sviþjóð, s.s. Mari og Mona gefur góðar vonir um að hægt verði að rækta korn á sum- um stöðum á landinu. Vegna þess, að við ræktum ekki korn þarf að flytja inn allt korn til kjarnfóðurs. Hins végar er mikið notað af fiskimjöli og fiskiolium og nú er farið að nota grasköggla i stað kjarnfóðurs, Graskögglarnir eru framleiddir með oliu, en brýnt er að finna hvernig nota má gufuorku og raforku til hrað- þurrkunar á grasi. Skortur á innlendu korni gerir lika framleiðslu á eggjum og kjöti af hænsnum og svinum erfiðari, þvi að hún byggist að verulegu leyti á innfluttu fóðri. Hins vegar mætti nota innlend fóður nær al- gjörlega til framleiðslu minka og refa. Fyrir utan gróður handa búfé eru á tslandi góð skilyrði til fram- leiðslu margra tegunda af græn- meti og skrautblómum. Hér er hægt að fá góða uppskeru af kart- öflum i flestum árum og sums staðar á Islandi nær alltaf. Auk þess vaxa hér vel gulrætur, græn- kál, hvitkál, blómkál, salat, gul- rófur og radisur svo að eitthvað sé nefnt. Þetta er aðeins fyrir inn- anlandsmarkað en tslendingar eru ekki miklar grænmetisætur að undanteknum kartöflum. Framleiðsla á kartöflum er 5000—16000 tonn/ári en um 40% af kartöfluþörf er mætt með inn- flutningi. Það sem oft vekur mikla at- hygli á Islandi er ræktin i gróður- húsum með upphitun frá heitum hverum. Möguleikarnir á þessu sviði eru nær ótakma/kaðir, þvi aðorkan er svo gifurleg.Nú er rétt um 15 ha undir gleri, en verið er að rannsaka möguleika á að rækta t.d. skrautblóm og græðl- inga i stórum stil til útflutnings. Er þá miðað við framleiðslu um vetrartimann, en þá þarf að sjálf- sögðu lýsingu með rafmagnsljós- um þvi að veturinn á Islandi er dimmur. Garð- og ylrækt er um 5% af landbúnaðarframleiðslu á Is- landi. 1972 voru framleidd rúm 500 tonn af tómötum, agúrkum og blómum. V. Búfé. íslenzkt búfé er nær eingöngu afkomendur þeirra dýra, sem landnámsmenn tóku með sér frá Skandinaviu og liklega Bret- landseyjum. Það eru nú tæp 70.000 nautgrip- ir á Islandi sem er 3 sinnum fleira en 1920. Meðal mjólkurframleiðsla er rúm 3500 kg/kú,sem er 2 sinnum meira en 1920. Arleg framleiðsla er 125.000 tonn af mjólk og 2200 tonn af kjöti. Nú er verið að byrja að flytja inn holdanautasæði af Gallowaykyni til að geta nýtt bet- ur hey og beitilönd á láglendi. Nautgripaafurðir eru 50% af landbúnaðarframleiðslu á Islandi. Það eru milli 8 og 900.000 vetrarfóðraðar ær i landinu og framleiðsla á lömbum er um 1.000.000 á ári. Það er af Norður- evrópska stutthalakyninu, sem landnemarnir tóku með sér Hy.er ær gefur af sér yfir 17 kg^ af kjoti á ári, en var 10 kg. árið 1930. Islenzkt lambakjöt þykir mjög bragðgott miðað við annað lambakjöt. Islenzkar ullar- og skinnavörur eru mjög vinsælar viða erlendis og virðist ullar- og skinnaiðnaður eiga mikla framtið fyrir sér. Hver ær gefur af sér um 1.6 kg/ári. Arleg framleiðsla er yfir 14000 tonn af kjöti og 3800 tonn af ull, gærum og er þetta 33% af landbúnaðarframleiðslu. Islenzki smáhesturinn var gegnum aldirnar aðalsamgöngu- og vinnutæki landnemanna. Auk þess var hann mikið notaður til átu. Nú er hesturinn aðeins notað- ur til sportreiðmennsku og dálítið til átu. Hins vegar virðist islenzki hesturinn hafa orðið mjög vinsæll i Skandinaviu og i Evrópu og virðist framleiðsla á hestum til útflutnings eiga mikla framtið fyrir sér. Nú eru i landinu um 40.000 hestar. Svin og hænsni eru til samans 7% af landbúnaðarframleiðsl- unni. Aðrar búfjártegundir eða búgreinar eru fyrst og fremst laxa- og silungarækt, sem á mikla framtið fyrir sér, bæði i vötnum og ám, æðarræktun vegna æðar- dúns og gæsarækt. Ýmislegt fleira hefur verið rætt bæði i gamni og alvöru, t.d. kaninur, moskuxar, lamadýr. 1 landinu eru auk þess 2-3000 hreindýr, sem ganga villt i fjöllum. VI. Landbúnaðurinn. Nú skulum við að lokum lita á islenzkan landbúnað eins og hann hefur þróazt. Island var fyrst og fremst land- búnaðarþjóð. Borgir og þéttbýli byrjuðu ekki að myndast að ráði fyrr en á seinni árum. Fiskveiðar byrjuðu hjá bændum og þróuðust seinna upp i sjálfstæða atvinnu- grein. A Islandi búa nú um 220.000, árið 1920 voru 95.000 ibúar á land- inu. Fyrr á öldum eftir eldgos og kuldaskeið dó fólkið úr hungri og mannfjöldinn fór niður fyrir 40.000. Nú lifa um 11% þjóðarinnar eða 23.000 manns á landbúnaði en 1920 voru það 43%. Framleiðni hefur þrefaldazt siðan 1920 og ,er fram- leiðslan nú um 7000 F..E. á hvern mann, sem lifir á landbúnaði. Nú eru um 4500 býli og hefur hvert að meðaltali 25 ha ræktað land eða frá 5-100 ha. Um 12% hafa yfir 30 ha. ræktun. Landstærð bújarða er frá 150-- 1200 ha. Meðalstærð bújarða er um 300 ha. Býlum hefur heldur farið fækk- andi og hefur fækkunin verið milli 30-40 á ári. 75% býla eru sjálfs- eign en helmingur af leiguliðum eru á rikisjörðum eða hjá stofn- unum. Að meðaltali er 1,5 trakt- orar á hverju býli, allar hlöður hafa útbúnað með vélþurrkun, 10% af grasi fer i siló. Heybinding að Þóroddsstööum f Ölfusi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.