Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. júli. 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsso^ .--r---/ MIKE CHANNON. „Þetta er erfið ákvörðun" — segir Mike Channon, sem vill fara frá Southampton „ÞETTA er erfið ákvörðun, en ég vil leika i toppliði”, sagði Mike Channon, hinn frábæri leikmaður Southampt. og enska iandsliðsins um heigina, þegar hann tilkynnti að hann vildi fara frá Dýrlingun- um I Southampton. Channon seg- ist ætla að senda bréf daglega til forráðamanna Southampton eða þar til þeir láta undan og láta hann fara — en það er vitað mál, að forráðamenn Southampton vilja ekki selja Channon, sem er nú metinn á um 350 þús. pund. Mörg stærstu félög Englands hafa áhuga á Channon og má þvi búast við þvi, að hart verði barizt um hann, ef Southampton léti hann á sölulistann. RICE VILL FARA PAT RICE, einn af snjöllustu leikmönnum Arsenal, hefur nú óskað eftir að vera settur á sölu- lista hjá Lundúnafélaginu. Þessi 26 ára gamli n-Irski landsliðs- maður á erfitt með að sætta sig við hinar miklu breytingar, sem hafa orðið á Arsenal-liðinu að undanförnu. Forráðamenn Arsenal, sem nú gera örvæntingarfulla leit að nýjum leikmönnum, hafa tekið beiðni Rice til athugunar, en það er mjög ósennilegt að þeir láti hann fara frá félaginu. Pat Rice (mynd) er fæddur i Belfast á N-Irlandi. Hann hóf feril sinn á Highbury 1966 og er einn af aðeins sex leikmönnum Highbury-liðsins, sem unnu það afrek 1971 að vinna „Double” — bæði deildar- og bikarkeppnina með Arsenal. Hinir leikmennirnir eru Peter Simonsenpeter Storey, Eddy Kelly, George Armstrong og John Radford. Skozka dagblaðið ,,$cottish Datly News": JÓHANNES í SVIÐSLJÓSINU Hann er nú á keppnisferðalagi um Irland með Celtic JÓHANNES Eðvaldsson er nú á ferðalagi um írland með hinu heimsþekkta skozka liði Celtic, en Celtic-liðið er nú farið að undir- búa sig fyrir næsta keppnistima- bil. Skozka dagblaðið „Scottish Daily News” sagði i gær frá keppnisferð Celtic til trlands, og sagði, að Celtic myndi leika þrjá æfingaleiki i Irlandi, til að hita upp nýja fyrirliða liðsins Bobby Lcnnox og nokkra nýja leikmenn hjá Celtic-liðinu. Blaðið segir, að einn leikmaður verði I sviðsljósinu — og það sé danski landsliðsmaðurinn Jó- hannes Eðvaldsson, sem æfi nú með Celtic. Eins og við höfum sagt frá áður hér á slðunni, þá fékk Jóhannes atvinnumannatil- boð frá Celtic-liðinu, sem bauð honum að koma til Skotlands og æfa og leika með liðinu. Jóhannes fór til Skotlands fyrir stuttu, þar sem hlé er nú á dönsku deildar- keppninni. „Scottish Daily News” sagði, að ef Jóhannes — sem blaðið talar um að sé Dani — standi sig eins vel með Celtic Irlandi og Peter Latchford, markvörður, sem Celtic keypti frá West Bromwich Albion og Robby McDonald, hafa gert siðan að þeir gengu i raðir Celtic — þá geri hann tilkall til að komast I aðallið Glasgowar- félagsins. Jóhannes mun leika þrjá leiki með Celtic á Irlandi — gegn JÓHANNES....sagður vera Dani. Dundalk, Finn Harps og Sligo Rovers, en keppnisferðalagið um írland stendur yfir I viku. Siðan heldur liðið til Englands og leikur gegn Englandsmeisturum Derby og siðan mætir liðið Glasgow Rangers i Glasgow. Hörður og Matt- hías f leikbann? LANDSLIÐSMENNIRNIR Hörð- ur Hilmarsson, fyrirliði Valsliðs- ins og Matthías Hallgrlmsson, Akranesi, verða að öllum likind- um settir i leikbann i vikunni. Þessir snjöllu Ieikmenn eru nú búnir að fá þrjár áminningar I sumar og fyrrasumar, og leika þeir að öllum likindum ekki með liðum sinum I næstu umferð. Val- ur mætir þá Vikingi og Akranes FH. Framkvæmdastjóri Dundee United: KEAAUR TIL AD „NJÓSNA^ UAA KEFL- „Það er mjög heppilegt fyrir okkur að fá Keflvikinga sem mótherja, þvl að ferðin til íslands mun ekki kosta okkur mikla peninga”, sagði JIM McLEAN, fram- kvæmdastjóri Dundee United, og honum var greinilega mikill léttir að þvl að hafa ekki dregizt gegn liði frá „austan járntjaldslöndunum”. — Þá er ég það heppinn, að ég fæ tækifæri til að skreppa til Islands og fylgjast með Keflavikurliðinu áður en við mætum liðinu. Ég er ákveðinn að fara til Is- lands og sjá Keflavikur-liðið leika I deildarkeppninni. Dundee United er ekki óþekkt hér á landi. Liðið hefur verið eitt af sterkari knattspyrnuliðum Skota undanfarin ár og tiðum nefnt vikingaliðið vegna hinna mörgu nor- rænu leikmanna, sem leikið hafa með þvi. Dundee-liðið hefur leikið hér á landi, en það kom hingað 1966 i boði Fram og lék þá þrjáleiki á Laugardalsvellinum og bar sigur úr býtum I þeim öllum. Fyrst mætti liðið gest- gjöfunum Fram og lauk þeim leik með sigri Dundee — 7:2. Slðan sigruðu Skotarnir þáverandi Islandsmeistara KR — 4:0 og landsliðið — 6:0. VÍKINGA Margir snjallir leikmenn leika með Dundee-liðinu i dag. Þekktasti leikmaður þess er markaskorarinn Gray, sem varð markhæstur i Skotlandi sl. keppnistimabil. HINN ungi og efnilegi mið- vallarspilari Keflvikinga Hilmar Hjálmarsson sést hér sækja að marki Framara á þriðjudagskvöldið. Árni Stefánsson, sem átti mjög góðan leik I Fram-markinu, sést hér bægja hættunni frá með þvl að slá knöttinn frá marki, áður en Hiimar náði að skalla. (Tlmamynd Róbert) STOR- LEIKUR BARATTAN um Englands- meistaratitilinn I knattspyrnu hefst 16. ágúst — laugardag. Þaö verða margir stórleikir leiknir 11. deildarkeppninni I fyrstu umferð, en þá mætast þessi liö: Aston Villa — Leeds Burnley — Arsenal Everton — Coventry Ipswich — Newcastle Leicester — Birmingham Man. City — Norwich Q.P.R. — Liverpool Sheff. Utd. — Derby Stoke — West Ham Tottenham — Middlesb. Wolves — Man. Utd. Stórleikir verða þá einnig I 2. deildarkeppninni, eins og Sunder- land — Chelsea, Fulham — Blackpool og Southampton — W.B.A. House- man til Oxford PETER HOUSEMAN hefur verið seldur frá Chelsea til Oxford á 30 þús. pund. Houseman hefur veriö einn bezti leikmaður Chelsea undanfarin ár. Hann gekk til liðs við Lundúnaliðið I desember 1962 og ári slðar lék hann sinn fyrsta leik á Stamford Bridge — heima- velli Chelsea, gegn Sheffield United. Peter Houseman lék ávallt I fremstu vlgllnu Chelsea-liðsins, en einnig lék hann stöðu tengiliðar. ÞEIR VILJA FARA ALFIE Conn og Peter Knowels, tveir af snjöllustu leikmönnum Lundúnaliðsins Tottenham, fóru fram ; á það um helgina, að vera settir á sölulista hjá Tottenham. GUÐJÓN ER HÆTTUR AO KEPPA Meistaramót Islands í sundi ferjram í Laugardalslauginni um helgina SUNDMEISTARAMÓT lslands verður haldið I sundlauginni I Laugardal um helgina. Allir beztu sundmenn landsins — nema Skagamaðurinn Guöjón Guð- mundsson.sem hefur ákveðið aö hætta allri sundkeppni — taka þátt I mótinu, sem fer fram I Laugardalslauginni á laugardag- inn kl. 16 og sunnudaginn kl. 15. Það er mikill missir fyrir sund- iþróttina, að Guðjón Guðmunds- son skuli hætta keppni, en hann hefur verið okkar bezti sundmað- ur um áraraðir. Guðjón ákvað að hætta, þar sem hann sá sér ekki fært að æfa sundið af kappi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.