Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 24. jUH. 1975. Höfundur: David Morrelli Blóðugur hildarleikur 77 milur. Hvað tæki svo við? Stela enn öðrum bíl og yfir- gefa hann svo líka? Skilja hanneftirog hlaupast inn á há- lendið til þess eins að fá hundana aftur á slóðina? Hann óð niður ána og hugsaði örvæntingarf ullur um f lóttaleið- ir. Smám saman skildist honum hversu erf itt þetta yrði. Næstum ómögulegt. Teasle myndi elta hann, ekki unna honum frelsis né hvíldar. Hundarnir voru í næsta nágrenni og hann hafði af þeim miklar áhyggjur. Hann gekk álútur og reyndi að forðast steina og trjádrumba, sem möruðu hálfir í kafi og hætta var á að hnjóta um. Hann þrýsti annarri hönd- inni að rif junum. Hann sá manninn ekki fyrr en hann var kominn fast að honum. Bugða var á ánni og þar sat maðurinn. Hann var kominn úr sokkum og skóm og laug- aði fæturna í árvatningu. Hann var bláeygur, hélt á riff li og var tortryggilegur á svip. Hann hef ur sennilega heyrt Rambo koma og settsig í stellingar til vonar og vara. En það var greinilegt að hann hafði ekki átt von á því að þetta væri í raun og veru Rambo. Því þegar riffillinn beindist áð manninum, sem var enginn annar en Rambo, þá féllu kjálkarnir máttlausir og hann starði lamaður á Rambo er hann lagði til hans. Ekkert hljóð. Það mátti ekki vera neinn hávaði. Engin skothríð. Rambo þreif hnífinn úr slíðrum, sló riffilinn úr höndum mannsins, þegar hann reyndi að brölta á fætur. Rambo rak hnífinn á kaf í maga hans og beindi blaðinu upp undir rif beinin. — Jesús minn, sagði maðurinn f urðusleginn. Síðustu orð hans runnu út í háu veini, sem endaði snögglega. Hann var dauður. — Hvað segir þú, sagði einhver. Rambo kipptist ó- sjálf rátt við. Hann átti ekki möguleika á að fela sig. — Hættu að kvarta út af löppunum á þér, sagði röddin. Hættu þessu. Komdu þér í skóna áður en við —.. Maður- inn kom nú gangandi upp úr lægð og hysjaði upp um sig buxurnar. Þegar hann sá hvað var um að vera var hann skjótari til en félagi hans. Hann hljóp í átt að rifflinum sem stóð upp við tré. Rambo reyndi að komast þangað á undan honum, en manninum tókst að ná byssunni og ... Nei — Nei— Fingur hans laukst um gikkinn og togaði. Skotið hljópi úr byssunni. Þetta var gagnslaust skot, en gerði engu að l síður út um allar vonir Rambos. Enn ætlaði náunginn aðj skjóta,en þá skaut Rambo hann i höfuðið. — Þú þurftir endilega að skjóta og aðvara þá, helvízk skepnan þín. Þú þurftirumfram allt að koma upp um mig. Guð minn góður, hvað á ég nú að gera? Inni í skóginum heyrði hann mannamál, hróp og köll. Lággróðurinn iðaði skyndilega af lífi. Greinar heyrðust brotna. Mennirnir voru á hlaupum. Hundahópurinn, sem næstur var tók að gelta í átt að honum. Nú gat hann ekkert farið og ekkert gert. — Mennirnir eru út um allt. Ég er búinn að vera. Hann var næstum feginn að hafa beðið lægri hlut. Nú þyrfti hann ekki að flýja lengur, og þjáningarnar í brjóstinu myndu hverfa. Þeir færu með hann til læknis, gæfu honum mat og létu hann í rúm. Hrein föt. Svefn. Nema þeir skytu hann á staðnum. Kannski héldu þeir að hann langaði enn til að berjast. Þá gæti hann hent frá sér riff linum, rétt upp hendurn- ar og hrópað að hann gæfist upp. Honum bauð við hugmyndinni. Hann gat ekki fengið af sér að standa bara og bíða þeirra. Það hafði hann aldrei gert fyrr. Það var viðbjóðsleg tilhugsun Enn hlaut að vera eitthvað, sem hann gæti gert. Þá datt honum náman enn í hug og síðasta reglan: Ef það ætti á annað borð fyrir honum að liggja að tapa, ef þeir myndu á annað borð handsama hann, þá gæti hann að minnsta kosti val- ið þann stað, sem það myndi gerast á. Stað, sem gæfi honum mesta möguleika. NÍámuna. Aldrei að vita hvað gæti gerzt. Kannski myndi hann finna annan flótta- möguleika þegar hann kæmi í námuna. Mennirnir nálguðust óðfluga... Enn sáust þeir ekki. Þess yrði þó ekki langt að bíða. Gott og vel — þá er það náman, hugsaði hann meðsér. Enginn tími var lengur til að velta málinu fyrir sér. Skyndilega f læddi um hann á- köf ástríða bardagagleðinnar á ný. Þreytan hvarf og hann yfirgaf ána og hélt djúpt inn i skóginn. Framund- an sér heyrði hann þá brjótast gegn um þykkan lág- gróðurinn. Rambo tók á sig snöggan k?5k til vinstri og hljóp álútur. Lengst til hægri sá hann nú til þeirra. Þeir hlupu með hávaða og látum í átt að ánni. Hann sá að þetta voru einkennisklæddir menn úr þjóðvarðliðinu, með hjálma. Þegar hann sá bílljósin í myrkrinu ofan f rá námunni hafði hann gert grín að Teasle og litla hernum hans. En hamingjan sanna, þetta var I RAUN OG VERU HERINN. ÁTTUNDI KAFLI. Þjóðvarðliðarnir gáfu lýsingar á landslaginu þegar þeir færðu sig innar á hálendið. Klettar, mýraf lákar og lægðir, sem undirforinginn merkti inn á eyðilegt kort. Teasle seig þreytulega saman í stólnum, Hann fann til tómleikakenndar. Hann horfði á undirforingjann merkja með stóru X staðinn.þar sem lík hinna tveggja óbreyttu | lllll:! liil 1 Fimmtudagur 24. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Silja Aðalsteinsdóttir les söguna „Sverrir vill ekki fara heim” eftir Olgu Wik- ström (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við skip- stjórann á Guðbjarti frá Isafirði. Morguntónleikar kl. 11.00: Concert Arts hljómsveitin leikur þrjár „Gymnopediur” eftir Satie/ Concertgebouw hljómsveit- in í Amsterdam leikur „Dafnis og Klói”, svitu nr. 2 eftir Ravel/ Peter Katin og Filharmoniusveit Lundúna leika Konsertfantasiu i G- dúr op. 56 fyrir pianó og hljómsveit eftir Tsjaikov- ský. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Mátt- ur lifs og moldar” eftir Guð- mund L. Friðfinnsson. Höf- undur les (21). • 15.00 Miðdegistónleikar. Kenneth Gilbertleikur Svitu i e-moll fyrir sembal eftir Rameau. Elly Ameling syngur „Úr itölsku ljóða- bókinni” eftir Hugo Wolf, Dalton Baldwin leikur á pianó. Hljómsveitin Phil- harmonia Hungarica leikur Sinfóniu nr. 50 i C-dúr eftir Haydn, Antal Dorati stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Eva Sigurbjörnsdóttir og Finn- borg Scheving fóstrur sjá um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Sýslað i balsinu” eftir Jón frá Pálmholti. Höfund- ur les (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þættir úr jarðfræði Is- lands. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur flytur erindi: Lok isaldar, loftslags- og sjávarstöðubreytingar. 20.00 Gestur i útvarpssal. Donald Miller syngur við pianóundirleik Þorkels Sigurbjörnssonar sönglög eftir Hugo Wolf og Modest Mussorgsky. 20.35 Leikrit: „Hæ þarna úti” eftir VVilliam Saroyan. Þýð- andi: Einar Pálsson. Leik- stjóri: Pétur Einarsson. Persónur og leikendur: Pilturinn/ Hjalti Rögn- valdsson, Stúlkan/ Sólveig Hauksdóttir. Maður/ Er- lingur Gislason. Konan/ Sigriður Þorvaldsdóttir. Annar maður/ Kári Halldór Þórsson. 21.00 Frá tónleikum Tónlist- arháskólans i Frankfurt i febrúar s.l. Willy Schmidt, Alfred Sous, Heinz Hepp, Horst Winter og Gustav Neudecker leika Blásara- kvintett i E-dúr op. 43 eftir Carl Nielsen. 21.30 „Móðir, kona, meyja”, saga eftir Jakobinu Sigurð- ardóttur. Auður Guðmunds- dóttir og Guðrún Stephen- sen lesa. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut llamsun lýsir sjálfum sér”. Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsáon les þýðingu sina (9). 22.40 Ungir pianósnillingar. Tólfti þáttur: Ilana Vered. Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.