Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Landvéiarhf 166. tbl. — Föstudagur 25. júli 1975 — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI C - SÍMI (91)194fc OUPPLYST MORÐ?K H.V. Reykjavik. Nokkrar líkur eru taldar til þess, að framiö hafi verið morð i Reykjavik á árunum um eða upp ur 1930, án þess að upp hafi komizt, og að það sé beinagrind hins myrta, sem fannst við Faxaskjól fyrr i þessum mánuði. Rannsókn lögreglunnar á beinagrindarmálinu svo- nefnda beinist nú einkum að þvi, að staðfesta hvort hún er af Snæfellingi þeim, sem hvarf hér i Reykjavik um 1930. Hefur lögreglan haft tal af fólki, sem þekkti hanh i lifanda Hfi og bendir það sem fram hefur komið til þess, að hann hafi haft til að bera sömu einkenni og ráðin verða af beinagrindinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er þegar búið að utiloka að mestu alla þá aðila aðra, sem vitað er til að hafi horfið hérlendis á þeim tlma sem hér um ræðir. Telur lögreglan, að ef beinagrindin er af Snæfell- ingnum, þa séu talsverðar likur til þess. að hann hafi verið myrtur! Sú skoðun er byggð á timamismun þeim, sem fram kemur milli þess að maðurinn hverfur, um 1930, og þess tlma, er Hkið getur hafa lent þar, sem beinagrindin fannst, sem er ekki fyrr en I fyrsta lagi eftir 1941 og liklega ekki fyrr en eftir 1951. Þá vaknar su spurning, hvað likið hafi verið niðurkomið þessi tiu eða tuttugu ár, svo og hvers vegna það var flutt og hver gerði það. milll........Illlll.....Illlllllllllllll.......I.....Illllllllll.....Illll........Illl......Illl......IIIUIIIIII.......I.....II.......Illllllllll.....Illllll.....Illllllllllllllllllllll......llllllllllllllllllll instaklíngur 110 pund pfnber starfsmaður fær 342,86 pund á V2 mánuði BH-Reykjavlk. — Gjaldeyris- yfirvöld hafa fyrir sitt leyti á- kveðið að fella niður ákvæði þau, er gilt hafa um tlmalengd þeirra hópferða, er Islenzkar ferðaskrifstofur skipuleggja. Að öðru leyti eru gjaldeyris- reglur óbreyttar. — Við föllum með þessu frá takmörkunum á tlmalengd hópferða, sem gilt hafa, en gjaldeyrisskammturinn er sá sami og áður, sagði Ingólfur Þorsteinsson hjá gjaldeyris- deild bankanna. — Hámarks gjaldeyrir á mann á vegum ferðaskrifstofu verður 52,50 pund eða 18.045 krónur, án til- lits til þess, hversu langan tima ferðin tekur. Til samahburðar skal þess getið að opinberir starfsmenn, sem dveljast erlendis á vegum þess opinbera, fá I ferðapen- inga 8.416 krónur tæpar á dag, sem gera 24,49 pund. og ein- staklingur, sem fer utan á eigin vegum, fær I ferðapen- inga 110 pund, eða 37.807 krón- ur. Miðað við hálfan mánuð fær opinberi starfsmaðurinn' 342,86 pund eða rösklega þrisvar sinnum hærri upphæð en 110 pundin, sem einstak- lingurinn fær. ELDBORGIN MEÐ NOKKUR TONN AF LOÐNU EN GUÐMUNDUR EKK! NEITT BH-Reykjavlk. — Það er heldur litið af okkur að frétta, sagði Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á Guðmundi RE, þegar Tlminn hafði samband við hann i gær, en Guðmundur hélt á laugardag á- samt Eldborgu GK á loðnuveiðar fyrir Norðurlandi. — Við höfum ekkert fengið énnþá, en Eldborg- in er búin að fá nokkur tonn. Þá var Guðmundur staddur um i Mynd þessi er tekin í gær, af isnum, sem þá lokaðisiglinga- leiðinni fyrir Horn. Hafls hefur löngum þótt vágestur hér og vlst vonast allir til þess að hann hverfi sem skjótast á brott aftur, en undanfarnar vikur hefur borið nokkuð mik- ið á honum fyrir norðan. Karl krón- prins og Kekkonen forseti koma í lax B.H.-Reykjavik. Nu hefur Karl Krónprins Breta ákveð- ið að koma til tslands 3. ágúst til laxveiða i Hofsá I Vopnafirði. Það eru enskir aðilar, sem hafa ána á leigu, og bjóða krónprinsinum I laxinn og verður ferð hans hingað einkaheimsókn. Krónprinsinn mun koma hingað til lands með áætl- unarflugvél Flugfélags Islands og dvelja hér á Jandi I fimm daga. Þetta verður fyrsta heimsókn brezka krónprinsins til tslands, en faðir hans hefur stundað lax- veiði i Norðurá. Þá mun Kekkonen Finn- landsforseti einnig koma til laxveiða hingað I ágúst, upp úr miðjum mánuðinum. Kekkonen hefur áður komið hingað tíl laxveiða og þá m.a. veitt I Viðidalsá VIDSKIPTARADHERRA: Ríkisstjórnin hefur neitunarvald, þegar hækkanir eru ekki nægilega rökstuddar H.V. Reykjavík. — Rikisstjórnin hefur alls ekki tekið verðlagsákvarðanir I sínar hendur, þótt hún hafi synjað ákvörðunum verðlagsnefndar I fáeinum tilvikum, þvi að hún hefur hvorki breytt þessum ákvörðunum sem sllkum, né heldur sett slnar eigin ákvarðanir i staðinn. Stjórnin hefur heimild til þess að beita neitunar- valdi I verðlagsmálum, þegar hún telur hækkanir ekki nægilega rökstuddar, og i slíkum tilvikum er það ekki hennarað gefa skýringar á gerðum sínum, heldur verðlagsnefndar að rökstyðja ákvarðanir slnar betur... eða taka þær til endurskoðunar,— sagði Clafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, I við- tali við Timann i gær, en eins og kom fram í frétt i blaðinu þá, telur verðlagsnefnd ríkisstjórnina hafa gengið inn á verksvið sitt og hafa fulltriiar ASl i nefndinni lagt fram tillögu til ályktunar, þar sem látið er að þvi liggj a, að ef rikisstjórnin haldi áfram að hafna ákvörðunum nefndarinnar, geti nefndin allt eins hætt störfum. — Það sem aðallega er um deilt. er hækkun á út- seldri vinnu meistara,.— sagði ráðherra ennfremur I viðtalinu við Timann, — og rikisstjórnin telur þær kauphækkanir, sem orðið hafa, ekki nægilega ástæðu til þeirra hækkana á útseldri vinnu, sem farið er fram á. Svo liggur það einnig I hlutarins eðli, að rikis- stjórninni ber að vinna frekar á móti öllum verð- hækkunum núna og raunar hlýtur að koma á óvart, að fulltrúar ASt i verðlagsnefnd, skuli vera þeim svona fylgjandi. 30 milur norður af Kolbeinsey, við isröndina •: á þeim slóðum, en veiði sem sagt harla litil, enda þótti rannsóknarskipið Árni Frið- riksson yrði loðnu vart fyrir nokkrum dögum. Við inntum Hrólf eftir þvi, hvort hann héldi ekki áfram. — Ju, jú, við höldum áfram að reyna. Það þýðir ekkert að gefast upp I fyrstu tilraun. Matsölustaður kærður vegna matareitrunar 42 sýktust af skemmdu kjötá Gsal-Reykjavik — Skemmt kjöt orsakaði matareitrun- ina sem greint var frá I Tim- anum I gær og samkvæmt upplýsingum Þórhalls Hall- dórssonar, framkvæmda- stjóra heilbrigðiseftirlitsins veiktust af völdum eitrunar- innar 42 Reykvíkingar. Þórhallur sagði, að þeir hefðu ekki enn fengið öll gögn I hendur frá rannsókn- arstofunni, en öruggt mætti samt telja, að skemmda kjötið hefði valdið matar- eitruninni. — Okkur grunaði strax að kjötið hefði orsakað eitrunina, og þvi gerðum við strax ráðstafanir til þess að það yrði ekki notað meira, — og kjötinu verður eytt hið fyrsta, sagði Þórhallur. Talið er, að öll gögn I mál- inu verði tilbúin á mánudag- inn og þá hefur heilbrigðis- eftirlitið kært málið til saka- dóms. Þá mun og" verða rannsakað.hvar og af hvaða völdum kjötið hefur skemmzt, en kjöt það, sem hér um ræðir, keypti .mat- sölustaðurinn utan af landi, og þvi er þýðingarmikið að rannsaka það til hlitar, hvort kjötið hefur skemmzt áður en það kom til matsölustað- arins, ellegar hvort það hefur skemmzt hjá mat- stöðustaðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.