Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. júli 1975. TÍMINN Siglingaleiðin fyrir Horn ófær vegna íss gébé Rvik — Samkvæmt upplýs- ingum frá Jóhanni Péturssyni, vitaverði á Hornbjargsvita, telur hann, aö allt bendi til þess, aö skipaleiöin sé ófær út af Geirólfs- gnúp, en mikill is er á þessum slóöum. Jóhann sagði i gærkvöldi, að hann væri nýkominn ofan af fjalli, og var mjög bjart og skyggni gott. Sagöi Jóhann, að sér virtist sem meginlsinn liggi I norðaustur frá Látravlk til norð-vesturs. — Isinn er þéttastur við Húna- flóajaðarinn, en ég tel að straum- urinn á þessum slóðum sé valdur að þvl, og þjappi hann Isnum saman, sagði Jóhann. Annars er Is eins langt norð-vestur og sést héðan. Nokkur hreyfing virðist vera á honum, og er það straum- urinn sem veldur þeirri hreyf- ingu, þvi veður er mjög kyrrt, sagði hann. AAikil aukning iðnaðarvara útfiutningi Endanlegt verð á kindakjöti gébé Rvik — Fyrstu fimm mánuði ársins var heildarútflutningur Brutust inn í Kaup- garð — handteknir næsta dag H.V.Reykjavik. Aðfaranótt mið- vikudags siðastliðins var brotizt fnn I verzlunina Kaupgarð I Kópa- vogi og stolið þaðan milli átta og niu þúsund krónum I skiptimynd, sextán lengjum af sigarettum og tveim kössum af léttum, dönsk- um bjór. Lögreglan I Kópavogi handtók svo i gær tvo menn, annan tvitug- an og hinn átján ára gamlan, sem við yfirheyrslur játuðu að hafa staðið að innbroti þessu. Við húsleit hjá mönnunum fundust nær allar slgaretturnar, sem þeir stálu, en bjórinn höfðu þeir drukkið og peningarnir fund- ust ekki. Annar mannanna játaði jafn- framt, að hafa nýlega stolíð kassettisegulbandstæki úr bif- reið. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglunnar áður, en þeim var sleppt i gær, að yfirheyrslum loknum. Kjötbirgðir meiri nú en i fyrra Þann 1 júni s.l. voru birgðir af dilkakjöti I landinu 2.685 tonn, þaö 152 tonnum meira magn en á sama tíma og I fyrra. Kjöt af fullorðnu fé voru 648 tonn á sama tima. Nautakjötsbirgðir efu nú allverulegar, samtals voru til I landinu 943 tonn af nautakjöti 1. júní, þar af voru 346 tonn af ung- nautakjöti. Birgðir 1. júni i ár voru 350 tonnum meiri en á sama tima og i fyrra. Birgðir af hrossa- kjöti voru 1. jiini 246 tonn. Helgarfríin skulu virt segja sjómannafélögin BH-Reykjavik. — Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vlsir og Vél- stjórafélag Suðurnesja hafa sent frá sér orðsendingu, þar sem fé- lagar viðkomandi félaga eru minntir á að virða helgarfriin, og róa ekki annan hvern sunnudag I sumar. — Þetta er bara ábending frá okkar hálfu til félagsmanna um að standa við ákvæði bátakjara- samningánna, sagði Jón Olsen, formaður Vélstjórafélags Suður- nesja i viðtali við Tlmann I gær. — Þar er mælt svo fyrir, að helgar- frl skuli vera aðra hvora helgi, og við liðum ekki, að út af þvl sé brugðið. Þetta á sér smáfor- sendu, sem raunar féll um sjálfa sig: Verkalýðsfélagið hafði heim- ilað róður um eina helgi, og þess vegna bendum við á þetta. Annað er það nú ekki. iðnaðarvara, án áls, samtals 1.182,2 milljónir króna, en það er hvorki meira né minna en 107% verðmætaaukning frá árinu áð- ur. Vörumagn var þó heldur minna i ár, eða 10.143,7 tonn, en var ; 11.338.4 t. árið 1974. tltflutn- ingur á áli og álmelmi var hokkru minni en árið 1974, eða 8.242.6 tonn að verðmæti 1.051,6 milljónir ki\, en var árið 1974 33.537,3 tonn að verðmæti 2.131.7 niillj. Samkvæmt skýrslu Otflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins jókst útflutningur á loðsút- uðum skinnum og húðum mikið á fyrstu fimm mánuðum ársins frá þvi sem var 1974 á sama tlma.í ár var flutt út 247.7 tonn að verðmæti 303.3 millj. kr., en árið 1974 var magnið 215,0 tonn að verðmæti 171,7 millj, kr. Þá var mikil aukn- ing á útflutningi prjónavöru aðal- lega úr ull, en árið 1974 var magnið aðeins 67,6 tonn að verð- mæti 96,6 millj. kr., en á fyrstu fimm mánuðum 1975, var magnið 107,1 tonn að verðmæti 257,8 millj. kr. eða 58% aukning á heildar- magninu. til framleiðenda komið Reiknað hefur verið út endan- legt verðlagsgrundvallarverð á kindakjöti af framleiðslu ársins 1974. Verulegar verðhækkanir hafa orðið á kjöti siðan I sláturtlð I haust, en samkvæmt þeim hækkunum á verð til framleið- anda fyrir framleiðslu ársins 1974 að vera eins og hér segir: leyfa innflutning á 100 Islenzkum hestum án innflutningsgjalds. Ennþá eru greiddir verulegir tollar af innfluttum Islenzkum ostum þar i landi, en unnið er að þvi að fá þá lækkaða eða af- numda. Margt bendir til þess,að aukin eftirspurn verði á Islenzku dilka- kjöti i Noregi i ár, og ennfremur er reiknað með^að verðið hækki þonokkuðmiðað við það.sem var greitt fyrir kjötið á siðastliðnu hausti. Gert er ráð fyrir að niður- greiðslur á dilkakjöti lækki um N.kr. 2.00 á kg. og þessi hækkun mun koma fram I verði islenzka dilkakjötsins. 1. verðfl. kr. 299.81 á kg 2. V kr. 277,10 á kg 3. kr. 220,30 á kg 4. kr. 141,83 á kg 5. kr. 112,47 á kg 6. " kr. 94,82 á kg „Böðum okkur í Grjóta- aour A slðastliðnum vetri samþykkti; sænska rikisstjórnin að leyfa auk- inn innflutning á dilkakjöti frá íslandi án innflutningsgjalds. Undanfarin ár hefur fengizt leyfi til að flytja inn 500 tonri af dilka- kjöti héðan, en I ár mun innflutn- ingur fást fyrir 650 tonnum án innflutningsgjalds. Ennfremur hefur verið sam- þykkt af sænsku rikisstjórninni að gja eins og ASK Akureyri. — Okkur kom vægast sagt á óvart auglýsingin I útvarpinu I gær, þar sem tilkynnt var að Grjótagjá væri lokuð vegna hættu á grjóthruni, sagði Jón IUugason oddviti I Mývatns- sveit. — Mér vitanlega var ekki haft samband við þá aðila, sem hafa með almannavarnir að gera hér I Mývatnssveit, en eins og kom fram I auglýsingunni voru það almannavarnir sem ákváðu HEILDARGJOLD I REYKJANES- UMDÆAAI 4,4 MILLJARÐAR Sveinn Skaptason hæsti gjaldandi H.V. Reykjavik. . Skattskrá Reykjanesumdæmis hefur verið lögð fram og nemur heildarupp- hæð álagðra gjalda þar samtals 4.454.080.364 krónum sem lagt er á 19.887 einstaklinga og 1.071 félag Álagður tekjuskattur i umdæm- inu nemur samtals 1.976.650.304 krónum og er hann lagöur á 11.424 einstaklinga og 484 félög. Alagður eignaskattur nemur samtals 81.885.842 krónum og er hann lagður á 5.488 einstaklinga. Alögð útsvör nema alls 1.716.215, krónum, sem lagt er á 18.791 einstaklinga og aðra aðila. Alögð aðstöðugjöld nema sam- tals 192.537.700 krónum og eru þau lögð á 2.547 einstaklinga og 718 félög. Alögð atvinnurekstrargjöld og önnur gjöld nema um 360.266.979 krónum samtals. Kirkjugjöld og kirkjugarðs- gjöld I umdæminu nema 59.115.821 krónu og skyldusparn- aður, sem lagður er á 2.849 einstaklinga, nemur 67.408.000 krónum. Hæstu gjaldendur I umdæminu eru: Einstaklingar: 1. Sveinn Skaptason, framkvæmdastjóri Kópav., með gjöld alls kr. 6.977.795,- tekjusk. kr. 4.090.863,- og útsvar kr. 1.248.600. 2. Guðbergur Ingólfsson, útgerðarm. Gerðahr. með gjöld alls kr. 4.271.342.- tekjuskatt kr. 1.755.743.- og útsvar kr. 553.600.- 3. Guðmundur Einarsson, verkfr., Garðahr. með gjöld alls kr. 4.021.862.-, tekjuskatt kr. 2.608.830,- og útsvar kr. 772.000.-. 4. Sverrir Magnússon, lyfsali, Garðahr. með gjöld alls kr. 3.459.694.-, tekjuskatt kr. 2.062.743,- og útsvar kr. 653.300,- 5. Jónas Bjarnason, læknir, Hafnarfirði með gjöld alls kr. 3.390.124.- tekjuskatt kr. 2.229.958 og útsvar kr. 711.200.- Félög 1. Islenzkir Aðalverktakar s.f., Keflav.flv. með álögð gjöld alls kr. 55.509.468.-, tekjuskatt kr. 34.832.773 og aðstöðu- gjald kr. 6.244.000.- 2. lsl. Alfél. h.f., Straumsvik með álögð gjöld alls kr. 15.113.344 (launatengd gjöld). 3. Málning h.f., Kópavogi, gjöld alls kr. 10.593.087.- tekjuskatt- ur kr. 5.776.636.- og aðstöðu- gjald kr. 1.733.000.-. 4. Alafoss h.f., Mosfellshr., gjöid alls kr. 9.679.708.- tekjusk. 0 og aðstöðugjald kr 3.439.900 5 Byggingavöruverzlun Kópa- vogs s.f., Kópavogi, gjöld alls kr. 9.648.849,- tekjuskattur kr. 975.156.- og aðstööugjald kr. 7.021.300.-. þetta. Að sögn sýslumannsins I Suð- ur-Þingeyjarsýslu, kom beiðni frá Guðjóni Petersen, fulltrúa hjá Almannavörnum rikisins, þess efnis, að Grjótagjá yrði að loka vegna hinna tiðu jarðskjálfta á Grimseyjarsundi, sem voru um miðjan júllmánuð. Þvl mun nú á næstunni verða sett skilti við gjána, þar sem bent verður á, að það sé á ábyrgð hvers og eins hvort viðkomandi taki sér bað I gjánni. Hins vegar hefur ekkert grjóthrun verið i gjánni þrátt fyrir jarðskjálftana, og taldi Jón Illugason, að Mývetningar færu eins og áður I bað I Grjótagjá, þrátt fyrir öll boð og bönn. Hins vegar sagði Guðjón Peter- sen fulltrúi, að það hefði að vlsu verið fyrir ábendingu frá Al- mannavörnum rikisins, að sýslu- maður hefur látið setja upp skilti við gjána, auk augl., þar sem tilkynnt var um lokun gjár- innar. — En þetta var alls ekki gert eftir beiðni frá okkur, enda er sýslumaðurinn yfirmaður al- mannavarna i Þingeyjarsýslu, og ráðum við þar engu um, sagði Guðjón. Guðjón sagðist að vlsu hafa orðið undrandi yfir auglýs- ingunni, þvi að sér hef ði vitanlega ekki orðið vart við jarðskjálfta siðan um miðjan mánuðinn, og ekkert komið fram, serii bendir til þess, að þeim sé ekki lokið. itiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiil Flókadalsá Ingvar Ingvarsson, Múlastöð- um sagði i gær, að dágóð veiði hefði verið undanfarið, þrátt fyrir norðan rok og ktilda und- anfarna tvo daga. Það eru er- lendir laxveiðimenn við veiðar I Flókadalsá þessa dagana, og eru þeir flestir óvanir, auk þess sem þeir stunda veiðina ekki af sama kappi og landinn er fræg- ur fyrir. 1 gær voru rúmlega tvö hundruð laxar komnir á land, en veitt er á þrjár stengur. A sið- astliðnu sumri fengust I allt 414 laxar. Ekki hefur verið mikið um stóra laxa i Flókadalsá, en þó kemur einn og einn stór inn i milli. Meðalþyngd laxanna er fjögur til átta pund. Laxá i Kjós Jón Erlendsson veíðivörður sagði I gær, að veiðin hefði verið góð að undanförnu og að mjög gottvatn væri iánni núna. Mikil ganga hefur verið undanfarnar nætur og nóg af laxi I ánni. A miðvikudagskvöld voru komnir 1148 laxar á land, en á sama tlma I fyrra aðeins 865 laxar. Bandarikjamenn eru nú við veiðar I Laxá og veiða eingöngu á flugu. Að sögn Jóns sækja þeir veiðina ekki mjög stift, enda eru þetta flestir menn vel við aldur. Viðidalsá — Hér hefur verið mokveiði undanfarið, sagði Þröstur Lýðs- son leiðsögumaður I gær. A einni viku hafa komið 120 laxar á land, þannig að heildarveiðin i sumar er nú orðin 350 laxar. Fint veiðiveður hefur verið und- anfarna daga. Meðalþyngd lax- anna er um ellefu pund, eins og verið hefur undanfarin ár. Þyngsti laxinn, sem veiðzt hefur I sumar, reyndist vera 25 pund en hann veiddist á flugu, Roger's Fancy No. 6. Þessi fluga er bandarisk og tiltölulega ný. af nálinni, sagði Þröstur, en hún hefur gefið mjög góða raun hér á landi og viðar. Sagðist Þröstur vita um einn veiði- mann, sem hefði fengið 26 laxa á einni viku og veitt meirihluta þeirra á Roger's Fancy No. 6. Laxá i Aðaldal Veiðin hefur veriö nokkuð góð undanfarið, sagöi Helga Hall- dórsdóttir ráðskona, þrátt fyrir hálfgert leiðindaveður, rigningu og rok. Nú eru um 680 laxar komnir á land og sá þyngsti reyndist 28 pund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.