Tíminn - 25.07.1975, Síða 4

Tíminn - 25.07.1975, Síða 4
4 TÍMINN Föstudagur 25. júli 1975. fer i loftið snemma hvern morg- un og aftur seinni hluta dags og fylgist með umferðinni á vegun- um i Kaliforniu og gefur skýrslu um hana til útvarpsstöðvar. Sem sagt hann er umferðar- njósnari. — Starfið er ekki alltaf jafnfreistandi, segir hann, en þá fer ég að hugsa um, að daglega séu 4 milljónir bifreiða i akstri á þjóðvegunum, og ég ber eigin- lega svolitla ábyrgð á þeim, — er eitt litið hjól I þeirri hringiðu. Yfirmaður hans segir: Við erum hreyknir af að hafa lands- ins bezta flugmann i okkar þjón- ustu. Hann er á margan hátt einfari, en þegar hann er i starfi fær hann e.t.v. eitthvað af gömlu tilfinningunni, þegar hann var sá bezti i flughernum. Það undarlega er að hann lang- ar til að komast aftur til Moskvu — sem ferðamaður. — Ég veit ekkert um landið þótt ég hafi séð það úr háloftunum. Það er allt annað að hreyfa sig um og tala við fólkið. Ef hann fær leyfi til að heimsækja Moskvu langar hann til að leita uppi manninn, sem var klefafélagi hans i 17 mánuði. Hann vill ekki nefna nafn þess manns. Við sjáum hér tvær myndir af Francis Gary Power, aðra frá réttarhöldun- um i Moskvu, en hin er tekin af honum i núverandi starfi, sem umferðareftirlitsmaður, sem úr lofti fylgist með umferðinni I Los Angeles. fékk 10 ára íangelsisdóm. At- burðurinn vakti gifurlega at- hygli og má segja að hann hafi nærri valdið heimsstyrjöld. Arið 1962 var Gary Powers samt sleppt úr fangelsinu og hann sendur heim til Bandarikjanna i skiptum fyrir stórnjósnarann Rudolph Abel. Powers, er nú orðinn 45 ára og lifir friðsömu lifi i Los Angeles með konu sinni og 2 börnum þeirra. Hann starf- ar enn i fluginu, en á ekki lengur á hættu að vera skotskifa. Hann Starf kanslarafrúarinn- ar í Vestur-Þýzkalandi Hannelore Schmidt, venju- lega kölluð Loki, var kennari i 27 ár i Hamborg, þar til maður hennar, Helmut, varð kanslari Vestur-Þýzkalands. Hún hefur gjört töluvert meira úr stöðu sinni sem kanslarafrú heldur en fyrirrennarar hennar i þeirri stöðu höfðu áður gjört. Þýzkt vikurit segist ekki geta lýst henni sem kanslarafrú, heldur sem konunni, sem stendur við hlið mannsins stns. Hún álltur það ekki aðeins skyldu sina að mæta i og stjórna samkvæmum og móttökum fyrir manninn sinn, heldur hefur hún áhuga fyrir ýmsum samfélagsvanda- málum. Hún vill styðja þá, sem minna mega sin i þjóðfélaginu, ekki sizt • V-Berlinarbúa, sem stundum finna til minnimáttar- kenndar og liggur við uppgjöf. Einnig hefur hún áhuga fyrir kjósendum manns sins i Hamborg. Sem sagt — Loki Schmidt tekur stöðu kanslara- frúarinnar sem starf. Maðurinn, sem fyrir 15 árum var nærri búinn að hleypa af stað heimsstyrjöld Enn man fólk eftir nafninu Francis Gary Powers, mannin- um sem flaug bandarisku njósnaflugvélinni U-2 yfir Sovétrikin, þar sem hún var skotin niður og flugmaðurinn tekinn til fanga. Hann var yfir- heyrður i 3 daga i Moskvu og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.