Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. júli 1975. TÍMINN IIIÉI Batamerki? Svo virðist sem ritstjórar Þjóöviljans séu loksins að átta sig á því, að ekki er hægt að misbjóða dómgreind fólks endalaust. Þannig kveður við nokkuð nýjan tón i blaðinu I gær I sambandi við birtingu skattskrárinnar. 1 stað þess að birta viðtöl við yfirlýsta kommúnista „til að fá að heyra viðbrögð almennings", eins og það er gjarnan kallað i Þjóðviljanum, bregður blaðið út af vananum og birtir viðtöl við fólk, sem það hitti á förn- um vegi. Og þá bregður svo við, að ekki heyrast hin ein- hliða ramakvein um niðþunga skattabyrði heldur eru ,,við- brögð fólks við skattinum svona upp og ofan eins og venjulega", eins og segir i fyrirsögn á forsiðu blaðsins. Og raunar er það svo, að flest- ir viðmælendur Þjóðviljans eru ánægðir með skattana sina. Of bjartsýnn? Svo er að sjá, að stjórnar- formaður Reykjaprents, út- gáfufélags VIsis, reikni ekki með þvl, að Jónas Kristjáns- son verði langlifur á ritstjórn VIsis, sbr. viðtal, sem birtist við hann I Þjóðviljanum I gær. Þeir, sem gerst þekkja, eru þó annarrar skoðunar. Jónas fékk traustsyfirlýsingu á aðal- fundinum með tillögu Alberts Guðmundssonar, sem sam- þykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, enda þótt fleiri sætu hjá. Hjásetan er einungis staðfesting á þvi, að andstæðingar hans þorðu ekki að stugga við honum. Þá ber þess að geta, að Jónas á tvo trausta stuðningsmenn I 5 manna stjórn Reykjaprents, þá Gunnar Thoroddsen ráð- herra og Svein Eyjólfsson framkvæmdastjóra. A móti honum standa Ingimundur Sigfússon I Heklu og Guð- mundur Guðmundsson I Vlði. Úrslitaatkvæðið hefur Þórir Jónsson framkvæmdastjóri Sveins Egilssonar. Þórir var ekki viðstaddur aðalfundinn, en fól Sveini, harðasta stuðningsmanni Jónasar, umboð sitt. Má af þessu ráða hvoru megin úrslitaatkvæðið muni falla, nema vinir Jónas- ar sitji á svikráðum við hann. Jónas hefur aldrei sagt upp Raunar kemur það fram I yfirlýsingu Sveins Eyjólfsson- ar I Visi I gær, að það er slður en svo nokkurt fararsnið á Jónasi. Bendir hann á.I þvi sambandi, að Jónas hafi alls ekki sagt upp störfum hjá VIsi og sjálfsagt sé fyrir Jónas að Ihuga vel áskorun þá, sem samþykkt var á aðalfundin- um, annað væri einstaklega tillitslaust gagnvart fundar- mönnum. Einnig kemur fram i yfirlýsingu Sveins, að hann hafi leitað álits tveggja valin- kunnra lögmanna á gildismati samþykktar aðalfundarins, þ.e. áskorunina til Jónasar um að halda áfram við VIsi. Framkvæmdastjóri Visis bendir ennfremur á þá stað- reynd, að á meðan nýkjörin stjórn hafi ekki haldið neinn fund, sé ekki hægt að fullyrða neitt um hvernig atkvæði skiptist. Fróðlegt verður að fylgjast með fram vindu þessa máls, en sjálfsagt eiga andstæðingar Jónasar og Sveins eftir að reka sig á, að kálið er ekki sopið þótt I ausuna sé komið. Framlög vegna styttunnar Sú tillaga að reisa Magnási Kjartanssyni styttu I anddyri málmblendiverksmiðjunnar, hefur farið óskaplega I taug- arnar á Þjóðviljamönnum. Hins vegar hefur hugmyndin mælzt mjög vel fyrir annars staðar. T.d. barst Timanum I gær 500 kr. framlag frá tveim- ur hafnarverkamönnum I Reykjavik, sem vilja stuðla að framgangi málsins. Frétzt hefur, að fleiri framlög séu á leiðinni, svo ekki er loku fyrir það skotið, að hugmyndin komist I framkvæmd. -a.þ. Fimmtudagur 24. jírli 1975—40. árg. 164. tbl. Skattekráin í Reykjavik lögð fram á morgun Viðbrögð fólks við skattinum urðu Svona upp og ofan eins og venjulega Orkuráð tekið til starfa EFTIRTALDIR menn eiga sæti I Orkuráði næstu 4 ár: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm. Ingólfur Jónsson, alþm. Magnús Kjartansson, alþm. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. Daniel Ágústinusson, aðalbókari. Hið nýja Orkuráð hefur nú tekið til starfa og hefur iðnaðarráð- herra skipað Þorvald Garðar Kristjánsson alþm. formann ráðsins. Skozk unglinga- hljómsveit í heimsókn Þessa dagana er i heimsókn I Kópavogi skozk unglingahljóm- sveit, Allan Glens - Wind Band frá Glasgow, en í júni s.l. fór Skóla- hljómsveit Kópavogs til Glasgow og endurgjalda Skotarnir þá heimsókn nú. Félagar i hljómsveitinni eru 23 á aldrinum 14-20 ára og eru þau öll frá Glasgow og nágrenni. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Enock Jackson, en hann var áður meðlimur I Sközku sinfónlu- hljómsveitinni. Hljómsveitin dvelur hér til 2. ágúst og mun leika á allmörgum stöðum. A fimmtudaginn leikur hún fyrir vistmenn á Reykja- lundi, á laugardag kl. 14.001 Eden i Hveragerði og á þriðjudag 29. júli verða tónleikar i Vighóla- skóla i Kópavogi kl. 21,00. Ef veður leyfir mun hljómsveitin leika á lóð Kársnesskóla föstu- daginn 25. júll kl. 20.30 ásamt Skólahljómsveit Kópavogs. SUNNBK BATTERB? Eitt þekktasta merki á Norburlöndumy-Q RAF- GEYMAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum - 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggfandi Viðlagasjóður auglýsir Samkvæmt 8. gr. reglugerðar um lands- deild Viðlagasjóðs, útgefin 3. júni 1975, skulu þeir aðilar^sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna eldgosa og snjó- flóða eftir gildistöku reglugerðarinnar, tilkynna kröfu sina til skrifstofu Viðlaga- sjóðs eigi siðar en 30 dögum eftir að tjóns- atburðurinn varð. Tjónsem orðið hafa fyrir gildistöku reglu- gerðarinnar skal tilkynna fyrir 1. ágúst 1975. Viðlagasjóður. Skattskrá Reykjavíkur árið 1975 Skattskrá Reykjavikur árið 1975 liggur frammi i Skatts/tofu Reykjavikur, Tollhúsinu við Tryggvagötu frá 25. júli til 7. ágúst n.k., að báðum dögum meðtöld- um, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. í skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Sóknargjald (kirkjugjald). 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 6. Lifeyristryggingargjald atvinnurekenda. 7. Iðgjald til atvinnuleysistryggingasjóðs. 8. Slysatryggingargjald vegna heimilisstarfa. 9. ÍJtsvar. 10. Aðstöðugjald. 11 Iðnlánasjóðsgjald. 12. Iðnaðarmálagjald. 13. Iðnaðargjald. 14. Launaskattur. 15. Skyldusparnaður. Innifalið i tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs rikisins. Sérstök nefnd á vegum Borgarstjórnar Reykjavikur hefir annast vissa þætti út- svarsálagningar. Jafnhliða liggja frammi i skattstoi 'unni yf- ir sama tima þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisskráðir eru í Reykjavlk og greiða forskatt. Skrá um skatta islenskra rikisborgara, sem fluttu hingað frá útlöndum árið 1974. Aðalskrá uin söluskatt i Reykjavik, fyrir árið 1974. Skrá um landsútsvör árið 1975. Þeir, sem kæra vilja yfir gjöldum samkvæmt ofangreindri skattskrá, skatt- skrá útlendinga og skattskrá heimfluttra, verða að hafa komið skriflegum kærum i vörslu skattstofunnar eða i bréfakassa hennar i siðasta lagi kl. 24.00,7. ágúst 1975. Reykjavik, 24. júli 1975. Skattstjórinn i Reykjavik. Forstöðukona Starf forstöðukonu við barnaheimilið Rauðagerði i Vestmannaeyjum, er laust til umsóknar. Æskilegt er, að umsækjendur séu fóstrur. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. september. Nánari upplýsingar um starf- ið eru veittar i sima 98-1342. Bæjarstjóri. Hestamót Skagfirðinga verður á Vindheimamelum um verzlunarmannahelgina og hefst kl. 5 á laugardag. Kappreiðar: 250 m skeið. 1. verðlaun 40 þús. kr. 800 m stökk. 1. verðlaun 30 þús. kr. 350 m stökk. 1. verðlaun 20 þús. kr. 250 m folahlaup. 1. verðlaun 15 þús. kr. 800 m brokk. 1. verðlaun 10 þús. kr. Metverðlaun. Auk þess verðlauna- peningar. Góðhestakeppni: A og B flokkur. Þátttaka tilkynnist Sveini Guð- mundssyni, Sauðárkróki, fyrir miðvikudagskvöld 30. júli. Stigandi. — Léttfeti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.