Tíminn - 25.07.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 25.07.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Föstudagur 11. júli 1975. 1 REYKJAVÍK, nánar tiltekiö i húsnæði þvi er Hótel Vik haföi aðsetur sitt um margra ára skeið, hefur verið opnað nýtt samkomuhús i þess orðs fyllstu merkinu, þ.e.a.s. hús,þar sem fólk getur komið saman. Fyrir- bæri þetta heitir engu sérstöku nafni, en á skiltum sem hengd hafa verið út i glugga húsnæðis- ins er ma. skilti sem á er skrif- a&: Opið hús — kl. 5—10. önnur skilti eru i gluggunum og á einu þeirra stendur ritað: „Bezta húsiðibænum”,ogersú setning ennfremur rituð á ensku. Umsjónarmaður þáttarins MEÐ ÚNGU FÓLKI íeit þarna inn fyrir nokkrum dögum um kvöldmatarleytið, en þá var þar frekar litið af gestum, — aðeins 2 auk umsjónarmanns, sem sat við stórt borð og var eitthvað að skrifa. A borðinu i kringum hann voru oliu- og vatnslitir, og sitthvað af öðru föndurdóti. Tré eitt stórt var i herberginu og á veggjum voru myndir (m.a. málverk til sölu) og ýmsar skreytingar bæði i myndum og texta. Ljóðabækur voru i einu horninu og á bekk hjá ljóðabók- unum sat rauðhærður maður og var að lesa. Hann leit upp er við komum inn og glöggt mátti sjá að hann þekkti ljósmyndarann minn, þvi hann rauf þögnina allt i einu og sagði: — Ég leit hérna inn eins og þið i fyrsta skipti. Ég greip hér niður i ljóðabók, þvi ég hef gam- an af að lesa ljóð og hef litils- háttar nasasjón af ljóðum. Ég gerði ráð fyrij að hérna i þessu húsnæði væri skvaldur, en þvi er alveg öfugt farið. Hér er þögn og ró. Við ræddum siðar við rauð- hærða manninn, en ég sneri mér að umsjónarmanninum, Herði Torfasyni að nafni, en hann er þekktur maður. — bað er enginn sérstakur forsvarsmaður fyrir þessu, sagði hann. bað er stór hópur sem hefur gert þennan stað að veruleika. Við gripum tækifærið að koma þessu i gagnið eftir að SÁL var lagt niður, en það hefur verið mikið um það rætt að koma á fót svona stað. — bessi hópur, sem stendur fyrir þessu, — hvað er honum sameiginlegt? — bað einkennir bara hópinn að vera til. betta er fólk með alls konar skoðanir, skiptar skoðanir og kemur úr öllum átt- um. — En hvernig kynntist hópur- inn? — Við hittumst bara og þegar þetta húsnæði losnaði kom fram þessi hugmynd að opna svona stað, — og siðan hefur hug- myndin verið að þróast og á vonandi eftir að þróast betur. bað hefur komið hingað talsvert mikið af fólki, en hins vegar býst ég við að það verði rólegra að sumrinu til en á veturna. — Svo það er hugmyndin að haida staðnum opnum i vetur? — Já, já, við höldum þessu opnu eins lengi og mögulegt er, þvi það eru óendanlega margir möguleikar sem hægt er að gera á svona stað. — Hvenær var staðurinn íormlega opnaður? — Hann var aldrei formlega opnaður. Við byrjuðum á þessu fyrir tæpum hálfum mánuöi. Já, Gunnþór Ingason þenur munn- hörpu slna. bessi litli strákur kann auð- sjáanlega vel við sig i renni- brautinni, en hvort hún laðar að sér fullorðið fólk skal ósa gt látið. ja, það kemur heilmikið af fólki hingað og það er heilmikið að gerast, umræður, ljóðaupplest- ur, hörpuspil, — japönsk stúlka á irska hörpu, — gitarleikur og fleira og fleira. örn Bjarnason, trúbadúr kom hingað eitt kvöld- ið og lék og söng. bá kom hingað verkalýðsfólk og stóð fyrir um- ræðum eitt kvöldið um verka- lýðsmál. Nú og svo situr fólk hér og les, — sumir koma og borða bitann sinn hérna. með ungu fólki samt? Nei, við höfum safnað þessu saman úr hinni og þessari áttinni. — Svo seljum við ljóða- bækur og myndir. — Auðvitað er þessu enn aí ýmsu leyti ábótavant, enda er þessi staður ekki opnaður af Hörður Torfason sópar gólf með fægiskóflu I hendi. „bað lá svo vel við”, sagði hann þegar spurt var, hvers vegna tréð væri sett upp þarna á miðju gólfi. vegis áður og mér likar þessi staður vel, — bað er nóg við að vera, skjótum við inn i. — Já, annars væri ég ekki hérna, sagði Vilhjálmur. — Já, ég tel að þessi staður eigi framtið fyrir sér, og þá aðallega vegna þess, hve vel staðsettur hann er. — Hefurðu tekið þátt i ein- hverjum umræðum hérna? — Já, við ræddum um daginn um fyrirkomulag þessa staðar Að tjó sig í húsi við Hallærisplan AAEÐ UNGU FÓLKI heimsækir „tjáningarmiðstöð'' sem er til húsa í Hótel Vík — Við leigjum þetta húsnæði og þvi höfum við sett kassa þarna á borðið, sem heitir Móð- urlifið, — og i hann setja gest- irnir framlög ef þeir geta og vilja, og kassanum hefur bara verið sæmilega tekið. — Hvert er markmiðið með þessum stað? — Aðallega að fá fólk til að koma hingað og tjá sig um hlut- ina, koma skoðunum sinum á framfæri og opna hugi sina með öðrum. bað er hugmynd að reyna að gefa út blað og fá fólk til að skrifa i það hér á staðnum. Nú, — þessi staður er litið sem ekkert skipulagður, við reynum meira og minna að forðast alla skipulagningu, en auðvitað er gott að vita svona nokkurn veg- inn viku fram i timann hvað helzt muni vera á boðstólum. — Annars virðist litið um að reykvikingar séu heima á sumr- in, — eða kannski fólkið sé bara að fela sig? — Já, við höfum litið kynnt þennan stað, við höfum frekar viljað láta þetta spyrjast út og hingað kemur mikið af fólkisem sér spjöldin i glugganum og labbar inn. Svo er dálitið um það,að erlendir ferðamenn komi hingað og setjist niður. — Við viljum, að fólk komi hingað og tjái sig að vild, hér eru vatnslitir og blýantar og fleira og fleira. Kostnaðar- neinni fjármunareisn. — Hafið þið ekki sett neinar reglur, — leyfið þið t.d. fólki að kcma hingað og fá sér i staup- inu? — Nei, við höfum i sjálfu sér engar reglur, en hins vegar vilj- um við forðast allt, sem heitir drykkjuskapur hér innan veggja. En við setjum okkur ekkert á móti þvi, þótt fólk fái sér i staupinu hérna, svo fram- arlega sem engin ólæti fylgja þvi. Samt finnst mér óæskilegt að fólk sitji hér og drekki. bað er ekki ætlun okkar. — Flestir af þessum hóp sem réðst i þessa framkvæmd vinn- ur úti, svo við reynum að skipta þvi bróðurlega á milli okkar að sitja hérna, sagði Hörður Torfa- son. Rauðhærði maðurinn sem var að glugga i ljóðabækurnar var nú setztur inn i innra herbergið og byrjaði þar að leika á flautu. Hinn gesturinn sat og las i dag- blaði á bekk i fremra herberg- inu og hló ofsalega af teikni- myndunum I blaðinu. Við settumst hjá honum og tókum hann tali. Vilhjálmur Guðjónsson heitir maðurinn. — Ég sá auglýsinguna nérna i glugganum og „droppaði” inn með dagblað, sagði hann. bað er gott að sitja hér, það er rólegt hérna og gott andrúmsloft. — Ég hef komið hingað tvi- við fólkið,sem hefur komið þess- um stað upp. bað er aðalvanda- málið.hvernig svona staður eigi að bera sig fjárhagslega. Húsa- leigan er 25 þús. á mánuði og það þarf þvi talsvert af fé til að standa undir húsaleigunni. — En mér likar vel hérna, sagði Vilhjálmur. Ég gekk nú inn I innra her- bergið, en þar er rennibraut á miðju gólfi, lágir bekkir með- fram veggjum og nokkurs konar svið fyrir endann á herberginu. Myndir skreyttu veggina og bar mikið á „kærleiksmyndum”. Ungur drengur var byrjaður að renna sér niöur rennibrautina, — hann var nýkominn inn með foreldrum sinum. Hörður Torfason var byrjaður að sópa gólfin, og ég kallaði til hans og sgurði hvers vegna tréð i fremra herberginu hefði verið sett upp: — bað lá svo vel við, svaraði hann. Svo sagði hann mér að fólk mættikoma fram með breyting- artillögur á húsnæðinu, þvi staðurinn ætti að vera sibreyti- legur. Sagði hann, að ýmsar til- lögur hefðu þegar borizt og allar tiilögur væru vel þegnar. Rauðhærði maðurinn var nú aftur kominn og ég spurði hvort hann vildi rabba við mig um stund. Gunnþór Ingason heitir mað- urinn. — Ég kom hingað til að leita athvarfs, sagði hann en ég spurði: bú leikur á flautu? — Ja, — ég er alls ekki fær að leika á hana. Hins vegar kom ég hingað af forvitni, ég hafði heyrt um þetta fyrirbrigði. bað er ekki eins fjölmennt hér og ég hafði búizt við. Ég bjóst við skvaldri, en þá er fólk hér bara niðursokkið i hugsanir, svo ég gluggaði i ljóðabók, — það er þægileg tilfinning að setjast nið- ur og hugsa á svona rólegum stað og sjá að aðrir njóta þagn- arinnar lika. — Mér llzt að sjálfsögðu vel á þennan stað og það er vonandi að þessi hugmynd verði til i reynd. bað er von min, að hér verði i og með hvild og friður fyrir hendi, — en samt skemmtilegt. bað væri vonandi að hingað kæmi alls konar fólk, — leitandi fólk sem nýtur mann- legs samfélags. — bað væri ánægjulegt að geta litið hér inn eftir að hafa virt fyrir sér margbreytilegt mannlif Austurstrætis, — geta skroppið með kunningja sinn, sem maður hefur hitt i Austur- stræti hingað inn. bað er eins gott að skreppa hér inn eins og á eitthvert kaffihúsið, — sérstak- lega ef kunningi manns á gitar! Ég.gæti þá leikið litillega undir á munnhörpuna mina. — Svo maðurinn leikur á munnhörpu? — bað er bara fölsk imynd. Ég get ekkert spilað. Og Gunnþór Ingason tók upp munnhörpuna og lék u.þ.b. 10 minútna lag og allir gestir (það höfðu nokkrir bætzt við frá þvi áðan) hlustuðu I ándakt á leik Gunnþórs. — Ég er bara að spila fyrir sjálfan mig, sagði Gunnþór þeg- ar hann hafði aftur stungið munnhörpunni á sig. — bað er spurningin með þennan stað: Hvaða fólk mun koma. hingað? Æskilegast væri að alls konar fólk kæmi hingað, en það er bara spurning hvort það verður i reynd. Ég hugsa að svona staður hafi aðallega að- dráttarafl fyrir ungt fólk, sem er ekki enn fyllilega mótað. bað fyrsta sem ég sá, þegar ég kom hingað voru ljóðabækurnar, — og þvi gæti það mjög liklega hugsazt að hingað kæmi ungt listrænt fólk. — bað er aðalatriðið að fólkið sem kemur hingað sé ekki bara neytendur, skýtur allt I einu einn gestanna inn i. — Já, segir Gunnór. — Ég er þér fyllilega sammála. betta á að vera miðstöð kynna. Mér finnst að fólk eigi ekki að vera að koma hingað til að ieita að sjálfum sér, — heldur miklu fremur að leita að ánægjulegu samfélagi. Við kvöddum fólkið. Gunnþór og einn gestanna Voru byrjaðir að „diskútera” hvort menn væru neytendur ef þeir væru að ræða saman og skiptast á skoð- unum. Gunnþór hélt þvi fram að þegar menn væru að ræða sam- an væru menn ekki neytendur. Hinn maðurinn sagði að óbeint væru þeir neytendur, þvi yfir- leitt leiddu slikar umræður til þess að mennirnir yrðu neyt- endur.... —Gsal— Vilhjálmur Guðjónsson, „dropp- aði” inn og las I blaði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.