Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. júli 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Norsk rödd um landbúnað Hinn 16. þ.m. birtist forustugrein um land- búnaðarmál i málgagni norska Verkamanna- flokksins, sem er jafnframt aðalmálgagn nú- verandi rikisstjómar Noregs. Greinin er skrifuð i tilefni af þvi, að norskur landbúnaður hefur i vor og sumar orðið fyrir allþungum búsifjum af völdum náttúrunnar. í Suður- Noregi hafa verið miklir þurrkar og heitt i veðri og það dregið úr gróðri. í Norður-Noregi hefur hins vegar verið kalt og rigningasamt og það hamlað gróðri þar. Svo alvarlegt áfall er þetta þegar orðið fyrir landbúnaðinn, að rikis- stjórnin hefur ákveðið að veita honum sér- stakan stuðning. 1 tilefni af þessu, rifjar Arbeiderbladet það upp, að erfitt sé að stunda landbúnað i Noregi. Það megi raunar heita ógerlegt, án þess að veruleg opinber aðstoð komi til sögunnar. Þess vegna hafa verið gerðar margháttaðar opin- berar ráðstafanir til að tryggja stöðu land- búnaðarins og eflingu hans. Slikt sé þó ekki gert eingöngu i þágu hans, heldur þjóðarinnar allrar, þvi að Norðmönnum sé mikilvægt að vera sem mest sjálfbjarga á þessu sviði. Arbeiderbladet segir i framhaldi af þessu, að stundum heyrist einstakar raddir um að þetta sé ekki hyggileg stefna, heldur beri að flytja inn erlendar landbúnaðarafurðir, sem séu ódýrari. Það væri mjög óskynsamlegt að hverfa að þessu ráði, segir Arbeiderbladet. Hversu iðnvætt og háþróað sem þjóðfélagið verður, og hversu viðtæk og auðveld sem heimsverzlun með landbúnaðarvörur verður, er það þjóðunum nauðsyn að styðjast við eigin landbúnað. Þetta gildi ekki sizt um Noreg og þetta stafi ekki af þeim gamla hugsunarhætti, að þjóðin þurfi að vera sjálfbjarga af hernaðarlegum ástæðum. Arbeiderbladet vikur svo að lokum að þeim aðgerðum, sem ráðgerðar eru vegna þurrk- anna i Suður-Noregi og rigninganna i Norður- Noregi að undanförnu. Þær verði gerðar i sam- ráði milli rikisvaldsins og samtaka bænda. 1 sveitarstjórnarkosningunum i Noregi.sem fara fram i haustmunu sennilega einhverjir reyna að telja Verkamannaflokkinn andvigan land- búnaðinum. Reynslan sýni annað og af þvi beri að dæma flokkinn. Þessi grein i málgagni norska Verkamanna- flokksins mætti vera nokkurt umhugsunarefni fyrir þá menn hérlendis, sem telja sig vera skoðanabræður norskra jafnaðarmanna, en fylgja þó á mörgum sviðum allt annarri stefnu og þó einkum i landbúnaðarmálum. Bæði Norðmenn og Sviar stefna nú mark- visst að þvi að verða sem mest sjálfbjarga á sviði landbúnaðarvaranna, þótt þeir gætu um sinn flutt innódýrar landbúnaðarvörur, t.d. frá Danmörku. Þeim er ljóst, að landbúnaðurinn er ekki aðeins nauðsynlegur þáttur i fjölþættu efnahagslifi, heldur eigi landbúnaðarvörur eftir að hækka i verði og verða takmarkaðar, þegar sá timi kemur, að fátæku þjóðirnar kom- ast i þau efni að þurfa ekki að svelta lengur. Sá timi kemur vonandi, sem fyrst. En þá yrðu þær þjóðir illa staddar, sem áður hefðu veikt land- búnað sinn eða lagt hann niður að mestu, eins og stundum er krafizt hér. þ.þ. ERLENT YFIRLIT Skammsýn stefna ísraelsstjórnar Vill ekki taka í framrétta hönd Sadats Sadat ræðir við konu SA ATBURÐUR gerðist ný- lega á fundi 40 rikja MU- hameðstrúarmanna, að sam- þykkt var einróma tillaga frá Sýrlandi um að svipta Israel rétti til setu á næsta þingi Sameinuðu þjóðanna sökum þess hve Israel hefði frá önd- verðu tekið litið tillit til sam- þykkta allsherjarþingsins. Hér er ekki um beinan brott- rekstur að ræða úr Sameinuðu þjóðunum, heldur sviptingu á rétti til þingsetu á einu þingi. Reglur Sameinuðu þjóðanna heimila slika refsiaðgerð, þegar viðkomandi þjóð er tal- in hafa gerzt brotleg við sam- tökin, og ihuguðu Bandarikin eitt sinn að beita Rússa þess- ari refsíngu, þegar þeir neit- uðu að taka þátt i kostnaði vegna aðgerða S.b. i Kongó. 1 fyrra var slikri refsiaðgerð beitt gegn Suður-Afriku. bÓTT benda megi á, að Suð- ur-Afrika og Israel hafi meira en önnur riki haft árlegar ályktanir S.b. að engu, (Suð- ur-Afrika varðandi kynþátta- málin og Israel varðandi mál- efni Palestinumanna), réttlætir það ekki slika refs- ingu. bess er nefnilega að gæta að ályktanir allsherjar- þingsins eru ekki bindandi fyrir þátttökurikin, heldur að- eins ráðgefandi. Til þess að geta haldið umræðum og samningaumleitunum áfram er áreiðanlega betra að hafa viðkomandi rikin innan sam- takanna en utan þeirra. bvi kemur vonandi ekki til þess, að Israel verði svipt þingsetu á næsta allsherjarþingi S.b. Riki Múhameðstrúarmanna reyna vonandi ekki til þess að knýja þessa ályktun fram, en fullvíst er talið, að þau gætu fengið hana samþykkta, ef þau legðu kapp á það. Svo mögnuð og vaxandi er and- staðan i heiminum gegn þeirri yfirgangsstefnu, sem tsrael hefur fylgt siðan i júni- styrjöldinni 1967. bessi and- staða hefur enn vaxið sökum þess, að það er ljóst, að ísrael getur nú átt þess kost að semja við Arabarikin i áföng- um, ef þau fara að ráðum Kissingers utanrikisráðherra Bandarikjanna. Fyrsti áfangi yrði sá, að ísrael flytti her sinn meira til baka á Sinai- skaga. bað myndi bæta skil- yrðin til áframhaldandi sam- komulags milli þeirra og Egypta og siðar kæmi röðin að Sýrlandi og Jordan og Palestinumönnum. Takmark- ið væri, að tsrael léti af hendi öll herteknu svæðin, sem það lagði undir sig i styrjöldinni 1967, en fengi I staðinn viður- kenningu Arabarikjanna á sjálfstæði sinu og skuldbind- ingu Sameinuðu þjóðanna og stórveldanna um að verja landamæri þess. ISRAELSMENN hafa nú fyrir atbeina Kissingers ótvirætt tækifæri til þess að ná eins hagstæðum samningum og þeir geta með nokkurri sanngirni gert sér vonir um. Sadat forseti er tvimælalaust reiðubúinn til samninga á þessum grundvelli, studdur af Saudi-Arabiu og fleiri Araba- rikjanna. Vafalltið myndu Sýrlendingar semja á eftir, ef þeir fengju Golanhæðir. Palestinumenn myndu einnig vera reiðubúnir til samninga, ef þeir fengju yfirráð yfir her- tekna svæðinu á austurbakka Jordansárinnar. Eðlilegt væri, að sá hluti Jerúsalem sem áður heyrði undir Jordan, hlyti alþjóðlega stjórn. Ljóst virðist með öllu, að ekki stend- ur lengur á Aröbum að viður- kenna israel, ef það skilar þannig herfanginu frá 1967, og stórveldin eru reiðubúin til að taka ábyrgð á landamærum þess. bað væri mikil skammsýni af israelsmönnum að hafna þessari lausn. Sadat forseti er sennilega það traustur i sessi nú, að hann gæti staðið að slík- um samningum og fengið aðra leiðtoga Araba til liðs við s'g. Ef israelsstjórn hafnar þvi að taka i framrétta hönd hans, gæti staða hans fljótlega veikzt og hann annað hvort neyðzt til að taka upp ósáttfús- ari stefnu eða láta af völdum. Eftir það væru litlar horfur á samkomulagi milli Araba og israelsmanna. Staða ísraels- manna er þannig, að óliklegt er að staða þeirra geti styrkzt frá þvi, sem nú er. A þeim hvila nú meiri fjárhagslegar byrðar en liklegt er að þeir geti risið undir til frambúðar. beir verða þá að treysta á framlag frá Gyðingum i Bandarikjunum og aðstoð Bandarikjanna. Hvort tveggja gæti meira eða minna brugð- izt. Hins vegar er líklegt að oliuauður Araba yrði notaður til að efla vigbúnað þeirra og þeir gætu þvi brátt orðið of- jarlar tsraelsmanna á hernaðarsviðinu. Eina von Israelsmanna undir þeim kringumstæðum væri sú, að Frakklandsforseta. Bandarikin kæmu þeim til hjálpar og drægjust þar inn i álika hernaðarátök og i Viet- nam. bau gætu jafnvel orðið viðtækari, þvi að erfitt gæti orðið fyrir Rússa að sitja hjá, ef Bandarikin færu að þjarma að Aröbum. Ef til vill þyrftu Arabar ekki á hjálp Rússa að halda, þvi að sennilega kæmu Múhameðstrúarmenn, eins og Tyrkir og Persar þeim til að- stoðar, og endalokin gætu orð- ið svipuð hjá Bandarikja- mönnum og I Vietnam. Senni- lega myndi það valda miklum deilum I Bandarikjunum, hvort Bandarikjamenn ættu nokkuð að blanda sér i styrjöld milli Israelsmanna og Araba. begar þetta er haft i huga verður það óneitanlega að teljast mikil skammsýni af Israelsmönnum, að vilja ekki nota það tækifæri til samn- inga, sem þeim býðst nú. Með- al almennings i Israel mun þeirri stefnu lika vaxa fylgi, að nota eigi tækifæri til samninga. En meðal margra áhrifamanna virðist sú stefna eiga mikið fylgi, að draga eigi samninga á langinn og knýja þá Kissinger og Ford til að ganga erinda Israels meira en þeim er fært eða þeim finnst rétt. Vegna hinna ósáttfúsu ísraelsmanna getur verið allra veðra von i Austurlönd- um nær. bess vegna er hægt að skilja þær orsakir, sem réðu áðurnefndri ályktun Múhameðstrúarrikjanna, þótt ekki sé æskilegt, að hún komi til framkvæmda. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.