Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. júli 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson Gi!roy „ !Valsmenn leika aean „njosnar |--------------—^—w— Celtic 16. sept. hvað sem tautar og raular Valsmenn hafa nú ákveöið að senda þjálfara sinn Skotann JOE GILROY til Skotlands, til þess að „njósna” um Celtic-liðiö. Gilroy mun brcgða sér til Skotlands til að sjá Celtic leika, og eru Vals- menn nú að leita eftir hentugum tima — þ.e. leikdegi i Skotlandi, þar sem Celtic leikur. Met hjá Þórunni ÞÓRCNN Alfreösdóttir, hin unga og efnilega sundkona úr Ægi, setti nýtt tslandsmet I 800 m skrið- sundi kvenna á miðvikudags- kvöldið I Laugardalslauginni. Þórunn synti vegalengdina á 9:57.4 mínútum. VALSMENN eru ákveðnir að leika heimsleik sinn gegn skozka liöinu Celtic i Evrópukeppni bikarmeistara á Laugardalsvell- inum 16. september hvað sem tautar og raular. Þeir eru nú þegar búnir að ná samkomulagi við Celtic og hafa pantað far og gistingu fyrir leikmenn og for- ráðamenn Celtic-liðsins. Eins og hefur komið fram hér á síðunni, þá hefur risið upp inikil deila milli Valsmanna og Keflvikinga út af leikdögum i Evrópukeppn- inni, en Keflvikingar eiga að leika gegn skozka liðinu Dundee United hér á landi 17. september. Valsmenn áttu upphaflega að leika í Glasgow 17. september, en áLaugardalsvellinum. 1. október. Þegar þetta var ljóst, þá fóru Valsmenn strax á stað og höfðu samband við forráðamenn Celtic til að kanna möguleika á hvort þeir gætu breytt leikdögunum þannig, að Celtic léki á Islandi fyrst. Ástæðan fyrir þessu er að sögn Valsmanna, að það væri betri timi að leika hér 17 sept. heldur en I. október. sem væri nokkuð áliðið sumars, og farið yröi að hausta hér á landi þá og veður óútreiknanlegt á þeim tima A miðvikudagskvöldið hélt stjórn KS.I. fund með deilu- aðilum, þar sem Keflvikingar bentu á, að þeir væru ekki alls — óljóst hver viðbrögð Keflvíkinga verða ★ Fundur KSI með deiluaðilum var órangurslaus kostar ánægðir með framkomu KSI i þessu máli. Þeir bentu á, að freklega væri gengið á rétt þeirra á leikdegi i Evrópukeppninni, og þá bentu þeir einnig á, að það hafi aldrei gerzt áður i sögu islenzkra félagsliða i Evrópukeppninni, að það félag, sem hefði dregizt á úti- völl á undan — Valur i'þessu til- felli — hefði skipt á leikdegi og sett leik fram fyrir þann leikdag, sem annað lið (Keflvikingar) ættu á heimavelli. Keflvikingar töldu, að stjórn KSI og Valsmenn væru að ganga á rétt Keflvikinga i þessu sambandi. Keflvikingar sögðust vera ákveðnir i að leika sinn heimaleik þann 17. september Þeir töldu að félögin ættu að halda si'num leikdegi, en ekki vera flæmd i burtu, þar sem útilokað væri að leika tvo Evrópuleiki hér á landi tvo daga i röð. Þeir töldu, að það væri litill grundvöllur fyrir þátttöku islenzkra liða i Evrópukeppninni, ef félög gætu flakkað og skipt um leikdaga að vild. Valsmenn töldu að Keflvik- ingar ættu að vikja fyrir þeim, þar sem i reglum UEFA stæði, að LIAM BRADY — „Maður framtíðarinn- ar”, segir Bertie Mee. Brad hjá Arsenal LIAM BRADY, hinn ungi og efni- legi miðvallarspilari Arsenal og írlands, hefur nú skrifað undir nýjan samning við Arsenal. Brady var mjög óánægður á Highbury sl. keppnistimabil, og um tima leit út fyrir að hann myndi fara fram á að vera settur á sölulista hjá Arsenal. Hann sagöi, að þaö hefði verið mjög lé- legt andrúmsloft hjá Arsenal sl. keppnistlmabil. Margir af beztu leikmönnum liðsins hefðu verið scldir, en ekki neinir nýir leik- menn komið I þeirra stað. — Ef við eigum annað jafn slæmt keppnistimabil, þá mun ég fara fram á sölu frá Arsenal, sagði Brady. Bertie Mee framvkæmdastjóri Arsenal hefur nú hætt við að reyna að kaupa hinn sterka miðvörð Joe Gallagher frá Birmingham. — „Hann var efstur á listanum yfir þá leikmenn, sem við höfum áhuga á að kaupa — en Birming- ham vill ekki selja hann”, sagði Liam Brady. ef lið í Evrópukeppni meistara- liða eða bikarhafa rækjust á leiki liða í UEFA-bikarkeppni Evrópu, þá ætti það lið sem léki i UEFA- keppninni að vikja — Keflvik- ingar i þessu sambandi. Keflvik- ingar voru ekki á sama máli, þvi að þeir sögðu að þessar reglur UEFA væru rangtúlkaðar af Valsmönnum, þvi að drátturinn i Evrópukeppninni gengi alltaf fyr- ir, og þeir bentu á, að ef Keflvik- ingar og Valsmenn hefðu dregizt upp á sama dag með heimaleik, þá hefðu Keflvikingar átt að vikja. En þannig væri málum ekki háttað, þar sem Valsmenn drógust á útivöll fyrst, en Kefl- vikingar á heimavöll. Ekki náðist samkomulag milli Valsmanna og Keflvikinga á fundinum, en ákveðið var að fé- lögin myndu ræða málin nánar og endurskoða afstöðu sina. Ef fé- lögin koma sér ekki saman um málið, þá mun það ver á valdi stjórnarKSI að skera úr deilunni. Iþróttasiðan hefur frétt, að ef svo fari, að stjórn KSI þurfi að kveða upp dóm i þessu máli — dóm sem Keflvikingar sætta sig ekki við, þá muni Keflvikingar láta málið fara lengra — þ.e.a.s. til UEFA. OLAFUR VALINN í LANDSLIÐIÐ VESTMANNAEYINGURINN ólafur Sigurvinsson hefur bætzt I 22 manna landsliðshópinn, sem hefur veriö valinn fyrir landsleik- inn gegn Sovétrikjunum á mið- vikudaginn kemur. Ólafur hefur ekki getað leikið með landsliöinu sl. tvö leiktimabil vegna meiðsla, en er nú búinn að ná sér og kemur inn i landsliðshópinn fyrir Janus Guðlaugsson úr FH. 22 manna landsliðshópurinn, sem hefur verið valinn fyrir leik- inn gegn Sovétmönnum er skip- aður þessum leikmönnum: Arni Stefánsson, Fram, Sigurður Dagsson, Val, Þorsteinn Ólafs- son, Keflavik, Björn Lárusson, Akranesi, Marteinn Geirsson, Fram, Jóhannes Eðvaldsson, Holbæk, Guðgeir Leifsson, Vik- ingi Grétar Magnúss., Keflavik, Ólafur Júliusson, Keflavik, Hörð- ur Hilmarsson, Val, Elmar Geirs- son, Fram, Gisli Torfason, Kefla- vik, Ólafur Sigurvinsson, Vest- mannaeyjum, Jón Pétursson, Fram, Jón Gunnlaugsson, Akra- nesi, Karl Hermannsson, Kefla- vik, Arni Sveinsson, Akranesi Ottó Guðmundsson, KR, Matthias Hallgrimsson, Akranesi örn Óskarsson Vestmannaeyjum og Teitur Þórðarson, Akranesi. 16 manna hópurinn, sem leikur gegn Sovétrikjunum, verður endanlega valinn á mánudaginn. „Strákarnir • • • voru m|og an ir... — þegar þeir fréttu að mótherjarnir væru frá íslandi", sagði White, formaður Celtic „Auðvitað væri það betra fyrir okkur að leika fyrri leikinn i Reykjavik, en ég get ekki séð, aö það verði nein vandræði I Glasgow, jafnvel þótt Glasgow Rangers leiki gegn írska liðinu Bohemians Dublin sama kvöid (1. október) og við leikum gegn Valsmönnum”, sagði formaður Celtic DESMOND WHITE, þegar hann var spurður að þvi, hvort það væri ekki slæmt, að Celtic og Glasgow Rangers léku sama kvöld i Evrópukeppninni i Glasgow. — Það var skemmtilegt fyrir okkur að dragist gegn Val, þvi að Celtic hefur aldrei farið til Islands til að leika. Strákarnir voru mjög ánægðir þegar þeir fréttu, að mótherjar þeirra væru frá Islandi. Við hlökkum mikið til Islandsferðarinnar”, sagði Desmond W’hite. REYKJAVIKURRISARNIR MÆTAST — en bikarmeistarar Vals mæta Selfyssingum í bikarkeppninni GÖMLU Reykjavíkurfélögin KR og Fram drógust saman i 16-Iiða úrslitum i bikarkeppninni i knatt- spyrnu. Leikur þessara Reykja- vikurrisa verður eini stórleikur- inn, sem fer fram i 16-Iiða úrslit- unum, þvi að hin 1. deildarliðin drógust gegn 2. og 3. deildarliöum og eru miklar likur á, aö þau komist i 8-Iiða úrslitin. Bikarmeistarar Vals drógust gegn Selfyssingum og tslands- meistarar Akraness mæta Ár- menningum á Skaganum. Drátt- urinn i 16-liða úrslitunum fór þannig: Valur — Selfoss Keflavik — tsafjörður Akranes — Ármann Þór, Þorlákshöfn — Víkingur KR — Fram Haukar — Þór, Akureyri Grindavík — FH Vestmannaeyjar — Þróttur Nes. eða Leiknir frá Fáskrúðsfiröi. Leikdagur i 16-liða úrslitunum er þriðjudagurinn 5 ágúst, nema leikir KR — Fram og Valur — Selfoss, sem ekki er búið að setja á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.