Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 16
iNútíma búskapur þarfnast junnm haugsugu c Föstudagur 25. júli 1975. J Guðbjörn Guöjdnsson SISFODUR SUNDAHÖFN fyrir góúan mat ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Herforingjar lýsa yfir stuðningi við Goncalves NTB/Reuter-Lissabon. Yfirmenn i Portiigalsher, sem mynda kjarna þeirrar stjórnmálahreyf- ingar hersins (MFA), er öllu ræö- ur I Portúgal, héldu meö sér fund I gær. A fundinum var lýst yfir eindregnum stuðningi við Vasco Goncalves forsætisráðherra og tilraunir hans til að koma á lagg- irnar nýrri rikisstjórn. Fundurinn i gær var eins konar liðskönnun fyrir fund MFA, er halda á I dag. A þeim fundi er ætl- unin að ræða leiðir til að leysa þann stjórnmálahnut, er myndazt hefur i Portúgal við brotthvarf sjö ráðherra úr Portúgalsstjórn. Fréttaskýrendur i Lissabon á- lita, að fulltrúar hersins — sem hafa tögl og hagldir innan MFA og eru jafnframt róttækari armur samtakanna — láti kné fylgja kviði á fundinum i dag og beri ofurliði frjálslyndari öfl. i Þvl er búizt við, að i ályktun fundarins verði í engu tekið tillit tíl óska sóslalista, Areiðanlegar fréttir herma, að ætlunin sé að veita þriggja manna ráði heíforingja alræðisvald I Portúgal. Bæði Goncalves og Gosta Gomes forseti eiga að sögn að sitja i hinu nýja ráði. Samningaumleitanir Egypta og Isralsmanna: ísraelsmenn setja strik í reikninginn NTB/Reuter-Jeriisalem /- Kairo/London/Washington. Svo virðist sem sú krafa tsraelsmanna, að teknar verði upp beinar samningaviðræður við Egypta, hafi komið flatt upp á Bandarfkjamenn — a.m.k. er talið, að hún flýti ekki fyrir gerð nýs bráða- birgðasamkomulags deilu- aðila um Sinai-skaga. öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frestaði i gær afgreiðslu ályktunar um framlengingu á dvöl gæzluliðs S.Þ. á Sinai-skaga. Frétta- skýrendur i New York álita, að fulltrúar Egypta og ísraelsmanna hafi báðir haft eitthvað að athuga við orðalag þess ályktunaruppkasts, er fyrir lá. Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, sagði I gær, að krafa Israels- manna um beinar viðræður gæti ekki — ein sér — komið I veg fyrir gerð nýs bráða- birgðasamkomulags. Viðræður Schmidts og Wilsons: Geta Bretar lært af V-Þjóðverjum hvern- ig halda á verðbólgu ískefjum? Schmidt ásamt Wilson (t.v.) og Giscard d'Estaing (t.h.). Viðræður Schmidts og Giscard d Estaings: Von á nýjum efnahagsúr- ræðum í Frakklandi Reuter-Parls. Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseti heldur I dag til fundar við Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýzka- lands. Búizt er við, að viðræður þeirra snúist um samvinnu Frakka og Vestur-Þjóðverja á sviði efnahagsmála. Franska stjórnin hefur nú I hyggju að gripa til nýrra ráða, til að rétta við efnahag landsins, er vérið hefur i kalda koli um skeið. Iðnaðarframleiðsla hefur dregizt saman og atvinnuleysi aukizt — tala atvinnulausra I Frakklandi nálgast nú óðfluga 900 þúsundir. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður franskra ráðherra við leiðtoga atvinnurekenda og laun- þega um leiðir I þessu skyni. A þriðjudag i næstu viku hefur verið boðaður mikilvægur stjórnar- fundur, þar sem búizt er víö, að siðasta hönd verði lögð á hin nýju efnahagsúrræði. Aður er talið að Giscardd'Estaing vilji kynna Schmidt úrræðin, enda er llklegt, að þau geti haft áhrif á samvinnu rlkjanna tveggja á efnahagssvið- inu. Frakkland er I dag helzta viðskiptaland Vestur-Þýzka- lands, svo að ráðstafanir I frönsku efnahagslifi koma að litlu haldi, nema vestur-þýzk stjórn- völd séu þvi hlynnt og grlpi til nauðsvnlegra hliðarráðstafana. NTB/Reuter-Hamborg. Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, hitti Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýzkalands, að máli I gær I Hamborg. Viðræður þjóðarleiðtoganna snerust eink- um um efnahagsmál. Að sögn fréttaskýrenda ræddu þeir Schmidt og Wilson hugsan- legar, sameiginlegar aðgerðir, til að mæta þeim efnahagsörðug- leikum, er steðjað hafa að vest- rænum rikjum að undanförnu. Er nánast um að ræða framhald á viðræðum, er tvímenningarnir hófu á siðasta leiðtogafundi Efna- hagsbandalags Evrópu, er hald- inn var I Brussel fyrir hálfum mánuði. Bæði Bretland og Vest- ur-Þýzkaland standa andspænis miklu atvinnuleysi. Aftur á móti hafa Bretar átt I strlði við mikla verðbólgu, meða'n Vestur-Þjóð- verjum hefur tekizt að draga svo úr verðhækkunum, að undrun sætir. Fundur þeirra Schmidts og Wil- sons er sá fyrsti, er þeir eiga með sér, frá þvi Bretar greiddu at- kvæði um áframhaldandi aðild að EBE. Á fundinum I Brussel hét Wilson því, að brezka stjórnin væri staðráðin að taka höndum saman við aðrar EBE-stjórnir i baráttunni gegn þeim efnahags- örðugleikum, er að steðjuðu. Wilson kom til Hamborgar I gærmorgun við áttunda mann. Þaðan átti hann svo að halda I gærkvöldi. A næstunni ræðir Schmidt svo við þá forsetana Valery Giscard d'Estaing (sjá frétt til hliðar) og Gerald Ford. Buizt er við, að þær viðræður snú- ist að verulegu leyti um efna- hagsmál. Sithole, einn fremsti frelsisleiðtogi blökkumanna í Ródesíu: Sný ekki aftur, fyrr en Smith hefur verið hrakinn frá Reuter-Dar es Salaam. Nbaningi Sithole, einn af leiðtogum þjóð- frelsisaflanna I Ródesiu, hefur lýstyfir} að hann snúi ekki aftur til Ródesíu, fyrr en stjórn Ian Smiths hafi verið hrakin frá völd- um. Þetta kom fram I viðtali, er Reuter-fréttastofah átti við hann fyrir skömmu. Sithole var foringi ZANU-frelsishreyfingarinnar, áður en hún sameinaðist ZAPU-hreyfingunni I Afriska þjóðarráðinu (ANC). Aður voru miklar viðsjár með þessum tveim frelsishreyfingum I Ródesíu — ZANU var t.d. mun herskárri — en með stofnun ANC var revnt að sameina hreyfingarnar, svo að þær gætu komið fram sem ein heild I stjórnarskrárviðræðum við stjórn Ian Smiths, er styðst við minnihluta hvítra manna I landinu. Sithole sat i fangelsi i Ródesíu um tiu ára skeið, en var sleppt I fyrrahaust — um það bil er stjórnarskrárviðræðurnar áttu að hefjast. Hann var siðan tekinn höndum að nýju — sakaður um undirferli og óheiðarleika gagn- vart samstarfsmönnum sinum i ANC. Sithole var sleppt lausum til að sækja fund Samtaka Afrikurikja I Dar es Salaam höfuðborg Tanzan- iu. Þegar til kom, neitaði hann að snúa aftur til Ródesiu, en ætlar sér I þess stað að dvelja áfram I Dar es Salaamog stjórna þaðan baráttu ANC fyrir sjálfstæði Ródeslu eða Zimbawe, eins og blökkumenn vilja nefna ættland sitt. KflFFIÐ frá Brasiliu Sithole (lengstt.v.) á fundi Einingarsamtaka Afrlku fyrir skömmu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.