Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 1
mmm Landvélar hf 167. tbl. — Laugardagur 26. júlí 1975 — 59. árgangur Erlent lán til smíði vöruhafn- ar á Akureyri? ASK-Akureyri. Allt að 50 milljónir vantar til að fram- kvæmdir geti hafizt við rekstur og stögun stálþils við vöruhöfn- ina á Oddeyrartanga og þils hjá Slippstöðinni h/f, en efnið er þegar komið til bæjarins. I at- hugun er að taka erlend lán til framkvæmdanna, en að sögn Stefáns -Reykjallns eru góðar horfur á að slik lán fáist. Hér er um að ræða 145 metra langt þil við Slippstöðina og 120 metra langan viðlegukant á Oddeyrinni. Lánið verður Akur- eyrarbær að fá til að standa við sinn hluta af tveggja ára áætl- un, er gerð var um hafnarmál á Akureyri. Fáist lánið, munu framkvæmdir hefjast i haust og Eimskipafélag Islands getur lokið byggingu vöruskála á Oddeyri, en hann hefur tafizt I nokkur ár vegna skipulags- breytinga og jarðsigs á hafnar- svæðinu. ÍSLENDINGUR ■n HANNAR LAMPA o Á HEIAASAAARKAÐ NÝLEGA var gerður samningur milli Jóhannesar Pálssonar, plastframleiðanda og uppfinning- armanns og Henning Jensen, eig- anda Belysningsagenturet A/S i Kaupmannahöfn um framleiðslu á nýrri gerð af handlampa (vinnuljósi) sem Jóhannes hefur hannað. Handlampanná að framleiða að hluta til á Islandi hjá nýstofnuðu FLEIRI LYF EFTIR- RITUNARSKYLD HÉR EN ANNARS STAÐAR — VALIUM OG SKYLD LYF EKKI EFTIRRITUNARSKYLD EN ÚTGÁFA ÞEIRRA KÖNNUÐ MEÐ SKYNDIRANNSÓKNUM VIÐ OG VIÐ fyrirtæki, sem heitir Bjallaplast, Hvolsvelli og að hluta til i Dan- mörku. Henning Jensen mun sjá um sölu lampans á erlendum mörkuðum; en Jóhannes Pálsson hér. Gert er ráð fyrir að fram- leiða 200 þús. lampa á ári og þar af seljist í Danmörku ca. 50.000 en það sem þá sé eftir verði flutt út. Væntanlega seljast 3—4000 lamp- ar á íslandi á ári. Framleiðslu- verðmæti 200 þús. lampahluta sem framleiddir verða á íslandi nema ca. 28 millj. króna og veitir 5 manns atvinnu. Jóhannes byrjaði að hanna lampann fyrir 2 árum og hafði þá samband við Útflutningsmiðstöð- ina jafnframt þvi að hann reyndi fyrir sér i Noregi. Skriður komst á málið fyrir 9 mánuðum, er Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins náði sambandi við Henning Jensen i gegnum umboðsmann Glits i Danmörku, Agnar Samuelsson, en Glit hefur selt þessum danska aðila keramiklampa. Danska rafmagnseftirlitið hef- ur skoðaö frumgerðir af lampan- um og samþykkt hann fyrir sitt leyti. Gsal —Reykjavik — Eitt af þeim lyfjum sem eiturlyfjasjúklingar sækjast mest eftir heitir valium, og einnig eru Iyf skyld því vinsæi meðal eiturlyfjasjúklinga. Vali- um og skyld lyf eru ekki eftirrit- unarskyld, og því fara útgefnir lyfseðlar á þau lyf ekki I gegnum eftirlit lyfjamáladeildar heil- brigðisráðuneytisins. Ekki er þó hægt að halda þvl fram að útgáfa á þessi lyf sé eftirlitsiaus, þvl að sögn Almars Grimssonar deildar- stjóra i heilbrigðisráðuneytinu eru þessi lyf sérstaklega athuguð I könnunum þeim, sem lyfja- máladeildin framkvæmir um lyfjanotkun, —ogsagði Almar, að i slðustu könnun hefði m.a. komið I ljós, að I 10—20 tilvik- um hefði verið taiið, að um óeðliiega mikið magn hefði verið að ræða. Sagði Almar( að landlæknir hefði gert viðeig- andi ráðstafanir, hvað þá lækna áhrærði, sem átt hefðu I hlut. Greint hefur verið frá lyfjakönn- unum heilbrigðisráðuneytisins i Timanum. — Mönnum hefur vaxið mjög i augum að gera fleiri lyf eftirrit- unarskyld en nú eru, og það má minna á, að hér á landi eru fleiri iyf eftirritunarskyld en þekkist annars staðar sagði Almar. — 15 febr. 1974 voru settar reglur um bað, hversu miklu magni læknar máttu ávisa af valium á hverjum íyfseðli, og var þessi ráðstöfun m.a. gerð i þvi augnamiði að hamla á móti notkun lyfsins. — Hefur ekki komið til álita, hvort eigi að gera valium og skyld lyf eftirritunarskyld til að koma i veg fyrir hugsanlega misnotkun? — Já, ég ber ekki á móti þvi, að hættaer fyrirhendi, en til þess að mæta þessari hættu á einhvern hátt, höfum við gert þessar kannanir á lyfjanotkun. Þær spanna að visu einungis lyfja- ávisanir i einn mánuð, en þvi er hins vegar haldið algjörlega leyndu, hvenær þessár kannanir eru i gangi. Ein skýringin á þvi, hvers vegna valium og skyld lyf eru ekki eftirritunarskyld, er sú, að fjöl- margir sjúklingar þurfa á lyfjun- um að halda. „Langflestir sjúkl- ingar sem fá valium neyta þess eins og þeim er fyrirskipað’, sagði Almar. Viö inntum Almar eftir þvi, hvort brögð væru að þvi, að fólk reyndi að falsa lyfseðla, og sagði Almar að þeir I heilbrigðisráðu- neytinu yrðu ekki mikið varir við slikt, en það kæmi þó fyrir. „Það er mjög erfitt að falsa lyfseðil þannig, að það sjáist ekki, — og við höfum hreinlega ætlazt til þess af starfsfólki apótekanna að kallað sé á lögregluna i þeim til- vikum, enda er skjalafals bein- llnis lögreglumál”, sagði Almar. Um lyfjaeftirlitið almennt sagði Almar, að það hefði tekið stórstigum framförum á undan- förnum árum og hefði aldrei verið betra en nú. „Ég get ekki fallizt á skoðun blaðamanns Timans, að eftirlitið sé ekki virkt, þvi að ég tel að það sé virkt. Hins vegar má gagnrýna það opinberlega, að það sé ekki nægilega gott, og það má alltaf bæta sig”, sagði Almar Grímsson að lokum. íbúar við Grettis- götu: Við neyðumst til að selja íbúðirnar, ef vínveitinga- leyfið verður endurnýjað --------- o ISSKEMMUR JJL. Í HF HÖRÐUR GUNNARSSON ákULATUNI C - SÍMI (91)1946 ISINN HREKUR AÐ LANDINU Norðmenn rannsaka hrefnu- veiðar norskra báta fyr- ir Norður- landi gébé Rvik— Norðmenn hafa nú hafið rannsókn á ferðum norskra hrefnubáta við Norðurland, en nýlega var skýrt frá þvf i Tímanum, að grunur léki á ólöglegum hrefnuveiðum norsku bát- anna, og þar á meðal sagt frá norskum báti sem kom til ólafsfjarðar með hrefnukjöt á þilfari, og beinagrindum af hrefnu, sem fundizt höfðu, og talið útilokað,að gætu verið frá islenzkum bátum. Fiskveiðistjóri Noregs hefur fyrirskipað rannsókn vegna fréttar þessarar, sem birtust i Timanum. íslenzka sjávarútvegsráðuneytið hefur beðið Norðmenn um að fá að fylgjast með rannsókn- inni og fá niðurstöður hennar þegar þær liggja fyrir. BYGGINGARSAMVINNUFÉLAG KÓPAVOGS REISIR FIMM HÁHÝSI MEÐ 230 ÍBÚÐUM HHJ-Rvlk — Byggingarsam- vinnufélagi Kópavogs hefur verið úthlutað lóðum undir fimm há- hýsi með samtals um 230 Ibúðúm á Digraneshálsi. Hafizt verður handa í haust, og er áætlað aö smiði allra húsanna verði lokið á 5—7 árum. Beitt verður nýjustu tækni og allt staðlaö eftir þvi sem unnter.til þess, að verð ibúðanna verði eins lágt og frekast er kost- ur. Félagið hefur áður reist um 70 ibúðir i fjölbýlishúsum auk rað- húsa — og nú eru 90 ibúðir I fjöl- býlishúsum i smiðum á vegum fé- lagsins. A myndinni sést fjöl- býlishús, sem Byggingarsam- vinnufélag Kópavogs er að reisa við Furugrund. 1 grein á bls. 9 I blaðinu i dag fjallar Magnús Bjarnfreðssbn bæjarfulltrúi um lóðaúthlutanir i Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.