Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 26. júli 1975. íbúar við Grettisgötu: Við neyðumst til að selja íbúðirnar, ef vínveitinga- leyfið verður endurnýjað — brjálæði að opna einn skemmtistað enn í hverfinu BH-Reykjavik. — Brothljóö i flöskum, hávaði, öskur og læti fram eftir nóttum. Dyraslmum i heiiu stigagöngunum hringt I einu hvað eftir annað. Dyrasimar skemmdir. Ekki viðlit að hafa glugga á svefnherbergjum opna Grettisgötumegin. Enginn svefn- friður. — Og þetta eru unglingar — allt að þvi börn, sem Silfur- tunglið dregur að sér. Þannig komust ibúar i blokk- inni við Grettisgötu, milli Snorra- brautar og Rauðarárstigs að orði i gær, þegar Timinn hafði sam- band við þá vegna hugmyndar, sem skotið hefur upp kollinum um að setja upp 500 manna skemmti- stað i húsnæðinu, þar sem bif- reiðaverkstæði Egils Vilhjálms- sonar hf. var áður til húsa. Leigu- taki húsnæðisins Svavar Kristjánsson, veitingamaður, hefur lagt fram umsókn um rekstur sliks staðar, og hefur ver- ið um málið fjallað i borgar- stjórn. Voru borgarráðsmenn ekki á einu máli um rekstur sliks staðar, og fór svo, að umsókninni var vis- að frá gegn einu mótatkvæði: Alberts Guðmundssonar. En ibúar i nágrenninu eru ber- sýnilega á öndverðum meiði við Albert. — Astandið er nógu slæmt eins 68 dra gamals manns saknað H.V. Reykjavik. í gær var leitað sextiu og átta ára gamals manns, Friðriks Steinssonar, Reynivöll- um 5, Selfossi. Friðrik er lýst sem meðal- manni að hæð, grönnum, skol- hærðum og var hann klæddur i jakkaföt, frakkalaus. 1 gær leituðu lögreglan á Sel- fossi, björgunarsveit Slysa- varnarfélagsins á Selfossi og menn frá hjálparsveit skáta i Hafnarfirði með sporhundi að Friðrik, en um klukkan 19.30 hafði ekki frétzt neitt af honum enn. og það er, og það væri brjálæði að fara að 'opna enn einn skemmti- staðinn á þessum slóðum. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að reyna að koma i veg fyrir að vinveitingaleyfi Silfurtunglsins verði endurnýjað, — en hafi það engin áhrif, sjáum við okkur ekki annað fært en selja ibúðina og reyna að koma okkur i burtu sögðu ibúarnir. Þetta er alveg ó- þolandi! Við fengum hvorki að birta nöfn né myndir viðmælenda okkar. Þeir vilja ekki eyðileggja með öllu sölumöguleikana fyrir sér þannig, ef þeir neyðast til að hverfa á brott. — Þetta er verst á sumrin, og þetta stafar ekki endilega frá þeim, sem út af staðnum koma, heldur lika hinum, sem hanga fyrir utan og komast ekki inn, eða hefur verið hent út. Það eru ótrú- leg lætin úti á leikvellinum á kvöldin, ekki af blessuðum börn- unum, heldur unglingum, sem hanga þar, meira og minna ölvuð sum, — og það er óhugnanlegur seiðurinn utan við staðinn, er dansleikjum lýkur um helgar, aðallega á föstudögum og laugar- dögum. Svavar Kristjánsson veitingamaður hefur nú sótt um leyfi til þess að opna 500 manna skemmtistað I þeim hluta húsakynna Egils Vilhjálms- sonar, þar sem áður var bifreiðaverkstæði, en Ibúar I nágrenninu eru ekki ýkja hrifnir af þeirri hugmynd og segja, að ekki sé á bætandi — nógur sé ófriðurinn, sem stafi af gestum Silfurtunglsins á næsta götu- horni. Pétur Einarsson settur skólastjóri Leiklistarskólans Brothljóð i flöskum, öskur og ólæti fram eftir nótlum. Dyrasimum I heilu stigagöngunum hringt samtimis hvað eftir annað. — Þannig lýsa ibúar við Grettisgötu framferði þess fólks, sem sækir skemmtistaðinn Silfurtunglið. NYR SKUTTOGARI TIL AKRANESS GB-Akranesi. — Haraldur Böðvarsson & Co, Akranesi hefur keypt nýjan skuttogara, 500 lest- ir, smiðaðan i Kristiansand i Noregi. Togarinn br búinn öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum og veiðarfærum. Togarinn heitir Haraldur Böðvarsson og kemur til heimahafnar i næstu viku og fer þá strax til veiða. Skipstjóri á Haraldi Böðbarssyni er Kristján Pétursson, sem áður var skip- stjóri á Höfrungi III. MENNTAMÁLARAÐHERRA hefur sett Pétur Einarsson, leik- ara, skólastjóra Leiklistarskóla Islands til fjögurra ára. Jafnframt hefur Klemenz Jóns- son, leiklistarstjóri, verið skipað- ur formaður skólanefndar Leik- listarskólans. VILJA FLEIRI I SKATTRANNSÓKN- IR EN HEIMILD EKKI TIL STAÐAR H, 1 tr il hiúi 0 i Sú villa slæddist inn i frásögn um veiðifréttir úr Langá sem birtust i Veiðihorninu 17. júli s.l., að sagt var að veiöileyfi fyrir miðsvæðið, i landi Jaðlangsstaða, Hvitastaða og Háhóls væru seld hjá Lands- sambandi veiðifélaga. Það er ekki rétt. Einar Jóhannsson, Jaðlangsstöðum, hefur séð um sölu leyfa á þessu svæði, og hef- ur gert það i mörg ár. Miðsvæð- ið er um tuttugu og fimm prósentaf ánni, og er þar veitt á þrjár stengur. Einar er beðinn afsökunará þessum mistökum. - - - A miðsvæði Langár hefur veiði verið mjög góð að undan- förnu, og er um tvö hundruð laxar komnir upp I sumar. Mikill lax virðist vera i ánni, en meðalþyngd laxanna er um 6—7 pund, en tveir 15 punda laxar hafa veiðzt, og auk þess nokkrir 14 punda. Norðurá I veiðihúsinu fengum við þær upplýsingar i gærdag, að veiðin hefði verið fremur misjöfn undanfarið, en nú munu komnir á land i allt um rúmlega tólf hundruð laxar. Að veiðin hafi verið dræm undanfarið stafar aðallega af þvi, að ekki hafa all- ar stengurnar verið i notkun. Vatnið i ánni varð gruggugt á nokkrum stöðum I vikunni, og var þar um að kenna vega- gerðarframkvæmdum. Sást ekki til botns á nokkrum stöð- um, en búizt er við.að þetta lagist, þar sem tima vegafram- kvæmdanna var breytt. Grimsá. Jóhannes i veiðihúsinu sagði, að heildarveiðin væri nú komin upp i 823 laxa. Þeir eru fremur smáir, en þó fæst einn og einn stór inn I milli. Geysileg ganga var i vikunni og má til marks segja að teljarinn var settur I gang á þriðjudag og i gær höfðu tæpir þúsund laxar farið um hann. Jóhannes sagði; að það hefðu allt upp i 350 laxar gengið á nóttu. Vatnið er mjög gott i ánni og hitastig einnig. Eingöngu er veitt á flugu, og er ein vinsælasta flugutegundin Hairy Mary og Silver Rat, en erlendu veiðimennirnir nota lika mjög litlar svartar túbur, með önglum no. 6, sem hafa gef- iðgóða raun. 1 Grimsá er veitt á tiu stangir. Laxá i Dölum Um fimmtiu laxar eru komnir upp úr Laxá, en þar eru Banda- rikjamenn við veiðar. Þeir hafa þó litið stundað veiðarnar enn sem komið er, og komu þeir fyrstu, fjórir veiðimenn um s.l. helgi, Þar verður rólegt einnig i næstu viku, en I ágústmánuði fer að færast fjör i leikinn, og verða þá um tiu manns við veið- ar allan mánuðinn. Þarna er eingöngu veitt á flugu, og þyngd þeirra laxa, sem þegar eru komnir á land, er frá 12-16 pund. Mikið er af láxi i ánni og má þvi búast við mokveiði þegar hún hefst af fullum krafti I ágúst. H.V. Reykjavik. Skattrannsókna- deild rikisskattstjóra hefur farið þess á leit, að veitt verði heimild til ráðningar tveggja fulltrúa, til viðbótar við þann starfskraft sem deildin hefur yfir að ráða nú og að aðstæður verði skapaðar til þess að starfsemi deildarinnar geti aukizt og skattaeftirlit orðið strangara en verið hefur. — Við þurfum að sjálfsögðu alltaf aukinn starfskraft—, sagði Ólafur Nilsson, skattrannsókna- stjóri, i viðtali við Timann i gær, — og höfum eðlilega hug á að auka starfsemi deildarinnar. Við höfum farið fram á að fá heimild til ráðningar viðbótarstarfsliðs, en sú heimild hefur enn ekki verið afgreidd og er þvi ekki fyrir hendi nú.— I siðasta Lögbirtingablaði er auglýstar lausar til umsókna tvær stöður fulltrúa og ein staða deildarstjóra i skattrannsókna- deild, en þar er um að ræða ráðn- ingu Istað þriggja manna, sem nú i haust láta af störfum við deild- Auglýsið Tímanum John Sall- borg látinn JOHN Sallborg, forstjóri sænska samvinnusambands- ins KF, lézt i bilslysi I heima- landi sinu sl. fimmtudag, 24. júli. Hann var fæddur 29. febrúar 1912 og hóf starfsfer- il sinn hjá samvinnuhreyf- ingunni árið 1939. Vann hann þar siðan að margvislegum verkefnum, en tók við starfi forstjóra KF árið 1972. Meðal annarra trúnaðarstarfa, sem hann gegndi, voru for- mennska i oliufélagi sænskra samvinnumanna OK, og i tryggingafélagi þeirra, FOLKSAM. Þá tók hann þátt i samvinnustarfi á alþjóða- vettvangi, og var m.a. for- maður INTER-COOP, sam- taka samvinnusambanda i 19 löndum til að efla skipulags- legt og viðskiptalegt sam- starf þeirra innbyrðis. Lika var hann i stjórn Norræna samvinnusambandsins, NAF, svo og útflutningssam- bandsins NAE. John Sallborg átti marga vini i hópi samvinnumanna hér á landi og kom oft hingað til lands. Siðast heimsótti hann tsland, er hann sat aðalfund NAF og NAE i Reykjavik nú fyrr i sumar. John Sallborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.