Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 26. júll 1975. - Vænlegar horfur í sovézk-bandarískum krabbameins- rannsóknum Samvinna vísindamanna i Sovétrikjunum og Bandarikjun- um á sviði krabbameinsrann- sókna skapa nýjar horfur varð- andi meðferð krabbameins, sagöi Nikolaj Blokjin, fram- kvæmdastjóri sovézku meina- fræðistofnunarinnar, nýverið á ráðstefnu i Moskvu, þar sem tveggja ára samstarf var til umræðu. Blokjin benti á, að skipt hefði verið á tugum lyfja til notkunar og samhliða rann- sókna. An þessa samstarfs hefði öflun upplýsinga, sem nú liggja fyrir tekið helmingi lengri tíma. Sovézkir og bandariskir vísindamenn hafa uppgötvað margar mismunandi veirur, er valda krabbameini. Astæða er Sá ágæti leikari Christopher Lee hefur nú gefizt upp á að túlka þá frægu persónu Dracula á hvita tjaldinu. Þess í stað hefur hann leikið i einni James Bond mynd og á þessari mynd eru þeir til- búnir til einvlgis, skúrkurinn Scaramanga, sem Lee leikur, og James Bond — og það er auð- vitað dýrlingurinn hann Roger Moore, sem leikur James Bond. ★ ★ ★ ★ til að vona, að innan fárra ára muni takast að færa sönnur á veiruupp.runa ákveðinna teg- unda illkynjaðra meina og finna nýjar aðferðir til að koma I veg fyrir þau. Annar mikilsverður sam- starfsvettvangur er á sviði ónæmisrannsókna — að finna aðferðir til að efla eðlilegan vamarmátt likamans — e>g á• sviði frumu- og erfðafræðirann- sókna. Hinar sameiginlegu rannsóknir ná einnig til sam- bandsins á milli loftslags og krabbameins, náttúruskilyrða og krabbameins, mataræðis og krabbameins o.s.frv. Búið sjdlf til smaragða Á rannsóknarstofu Jarð- og landfræðistofnunarinnar I Novosibirsk hefur verið fundin aðferð til að búa til gervismar- agða. Fundizt hefur aðferð til nokkurs konar „ræktunar” smaragðakristalla, og sam- svarar efnasamsetning þeirra, harka, þyngd og litur nákvæm- lega til náttúrusmaragða. Það hafa áður verið búnir til gervismaragðar, hinir svoköll- uðu igmeraldar, 'en þeir eru mjög litlir og kristallarnir oft sprungnir. Með jýnni nýju að- ferð má framleiða smaragða af stærðoggerð sem nota má bæði sem skrautsteina og til iðnaðar- þarfa. ★ ★ ★ ★ INGIMAR Eydal leit inn á TIm4 ann I vikunni og var mikið niðrif fyrir, alltof mikið að gera og meira stendur til. Hljómsveitin er nú I sumarleyfi frá störfum I „Sjallanum” á Akureyri og um þessa helgi leikur hún I Stapan- um, Hvoli og á sunnudagskvöld I Sigtúni hjá Sigmari. Svo taka við plötuupptökur, en um næstu helgi leikur hún á þjóðhátið Eyjamanna, en að þvl loknu verður aftur tekið til við plötu- upptökur, en síðan haldið á Austfirðina, þvi að Austfirðing- ar verða að fá sinn skammt af sumargleðinni, og loks verður komið við i heimahöfn á Akur- eyri, áður en hljómsveitin held- ur „til suðurs með ákveðinni ferðaskrifstofu á sólrika pálm- anna strönd” eins og segir I textanum, en á Mallorka ætlar hljómsveitin að skemmta bað- strandargestum I nokkra daga, áður en heim er haldið I byrjun september og tekið aftur til við að spila I Sjallanum. Þetta er þrettánda árið, sem hljómsveit Ingimars leikur i Sjallanum, en vinsældir hennar eru óþrjótandi, svo sem af þessu má sjá, og mannabreytingar furðu litlar. Ingimar hafði rétt tima til að segja okkur, að það væri Rió-kallinn Ólaíur Þórðarson, sem stæði að plötuupptökunni DENNI DÆMALAUSI „Ég er ekkert að biðja þig um aö brjóta reglurnar, en upp á síð- kastið kemst ég ekki upp með neitt hérna.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.