Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. jilil 1975. TIMINN i im i iniflu AAesta áhyggjuefni Islendinga Halldór Kristjónsson ritar athyglisverðan leiðara I Is- firðingi, blaði Framsóknar- manna á Vestfjörðum, og ræð- ir þar um verndum fiskistofn- anna. Halldór segir: ,,Það hefur Iöngum verið mælt að Hannes Hafstein hafi verið bæði framsýnn og stór- huga þegar hann orti alda- mótakvæði sitt. Hann talaði þar um ótæmandi auðlindir sævar. Það fannst mönnum réttmæli þá. Hannes Hafstein var ekki svo framsýnn að hann sæi fyrir þá stórkostlegu veiðitækni sem ógnar tslands- miðum með auðn og ördeyðu þegar fjórði hluti aldarinnar er eftir. Nú er svo komið að þaö er einna mest áhyggjuefni ts- lendinga hvernig gangi að vernda fiskinn i hafinu fyrir útrýmingu. NorðurlandssIIdin er horfin. SuðurlandssIIdin var að þrotum komin, þó að vonir standi til að koma megi upp nýjum stofni frá þeim dreifum, sem eftir voru. Full- vaxinn þorskur er sjaldséður orðinn á tslandsmiðum. Alit er I hættu. Það er þvl ekki ofmælt, að friðanir og veiðitakmarkanir hafi sist verið of fljótt á ferð- inni. Að þvi leyti sem um slikt er að ræða hefur það komið til á slðustu stundu, eða of seint. Forusta Fram- sóknarflokksins Mönnum verður þvl gjarnan hugsað til þess hvernig vera myndi ástatt ef ekki hefði ver- ið ráðizt I rýmkun landhelg- innar þegar það var gert. Hefðu þeir ráðið, sem ekki vildu færa út I 12 milur 1958? Hefði þaö orðið ofan á, að biða með frekari útfærslu fram yfir hafréttarráðstefnuna, sem enginn veit enn hvort lokið verður á næsta vetri? dtfærsluna 1958 viður- kenndu allar þjóðir I verki nema Bretar. Það vita allir að sú útfærsla létti mikið á og blátt áfram bjargaði nokkrum árgöngum frá þvi að vera strádrepnir innan kynþroska- aldurs. Og útfærslan 1972 iétti af miöunum veiðum verk- smiðjutogara og minnkaði á- sóknina verulega. Séu raun- verulegir erfiðléikar I efna- hagsllfi þjóðarinnar nú, er erf- itt að hugsa hvernig ástatt væri hefðu þessar úrfærslur ekki verið gerðar. Það er mesta stolt Fram- sóknarflokksins að hafa staöið fyrir þessum útfærslum báð- um. Hermann Jónasson var sá gæfumaður aö samstilla Al- þýðubandalag og Alþýðuflokk um útfærsluna 1. september 1958, en Sjálfstæðisflokkurinn var þá óvirkur og tvistlgandi, móti öllu sem gert var og sagði að það ætti að fara öðru- vlsi að, ná samkomulagi við Breta! Framsóknarflokkurinn náði samstöðu stjórnarand- stöðu fyrir kosningarnar 1971, og samstöðu þingsins alis eftir þær, um útfærsluna I 50 mllur. Lítill stuðningur grannþjóðanna Stuðningur grannþjóða I þessum efnum hefur löngum verið lltill og undir högg að sækja þar sem Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar eru. íslending- ar hafa orðið forustuþjóð i þessum málum og farið þar næsta mátulega á undan þvi, sem kalla má almenningsálit á alþjóðavettvangi. Nú er mönnum bjart fyrir augum og mörg rök benda til að 200 milna fiskveiðilögsaga verði viðurkennd sem almenn regla. Samt er þó nokkurn veginn vist, að gömul ný- lenduveldi munu leggja kapp á að fá viðurkenndan rétt til að láta greipar sópa um öll þau mið sem þau hafa áður stund- að. Það er þvl engan veginn séð fyrir enda þessarar tog- streitu og eins Ilklegt að þar sé enn eftir erfið lota. Þvi verð- um við að varast alla undan- sláttarmenn.” Dimmir skuggar Loks segir I leiðara isfirö- ings: ,,Það bregður vissulega dimmum skugga á þessi mál, þegar það vitnast að Islenzkir fiskimenn brjóta þær reglur sem settar voru tii verndar fiskistofnunum. Ekkert kemur sér ver fyrir málstað islend- inga en það, að þeir virði ekki sjálfir þær reglur, sem þeir setja. Rök okkar éru þau, að okkur sé bezt trúandi til að gæta þess, að sá höfuðstóll sem miðin geyma haldizt ó- skertur. Sjálfir og einir eigum við að segja fyrir um notkun þeirra. Hafi útlendingar á- stæðu til að segja, að sjálfir virðuin viö þær reglur ekki, verður erfiö aðstaða málsvara okkar. Vegna þessa cr það þjóðar- nauðsyn að tekið sé har*. á mis- gjörðum af þessu tagi. Þegar Islenzkir fiskimenn brjóta settar reglur um veiðarfæri og friðunarsvæði til þess að verða mikilvirkari I smáfiskadrápi, þarf að mæta sllkum afbrotum með þeim viðurlögum, sem verða mega grunnhyggnum ofurkappsmönnum verulegt aðhald. Sómi þjóðarinnar allrar liggur við, að friðunarráðstaf- anir séu virtar.” —a.þ. Erum jafnvel farnir að gera ráð fyrir vænu fé af fjalli — segir Guðmundur bóndi í Ási, Vatsdal Gsal-Reykjavik — Hér hefur verið leiðindaveður, þoka, kuldi og töluvert úrfelli slðustu daga, sagöi Guðmundur Jónsson, bóndi á Asi, fréttaritari Tlmans, þegar við höfðum samband við hann. Guðmundur kvað sprettu góða I Vatnsdal og bændur væru allir farnir að heyja. Þó kvað hann talsvert misjafnt. hvað bændur væru komnir langt áleiðis með heyskap. — I siðustu viku var hér dag- lega mjög gott veður 20 stiga hiti og þar yfir og þá náðu margir bændur hér i héraðinu talsverðu inn af heyi. Gróður var seint á ferðinni I vor, en hefur fariö mikið fram, bæði á ræktuðu landi og ekki siður á óræktuðu landi. Við erum jafnvel farnir að gera ráð fyrir þvl, að féð verði vænt i haust. Guðmundur kvað það engum vafa undirorpið að heyskapur yrði góður ef tið yrði sæmileg. gjöfin er tileinkuð og nöfnum gef- endanna. Er stjórn Krabbameinsfélags íslands að vonum afar þakklát fyrir þessar góðu gjafir og flytur öllum gefendum alþúðarþakkir fyrir. Hraun á Ingjalds- sandi ekki í eyði Flateyri K.Sn. — Timanum hafa orðið á þau leiðu mistök, bæði i viðtölum og greinum að undan- förnu a.m.k. þrisvar sinnum, að telja Hraun á Ingjaldssandi vera i eyði. Hið rétta er, að á Hrauni hefur sama ættin búið siðan fyrir 1800 og jörðin verið setin stöðugt utan 1 1/2 ár upp úr 1941. A Hrauni býr nú Guðmundur Hagalinsson, ungur bóndi ásamt fjölskyldu sinni, og verður Hraun áreiðanlega ekki talið eyðibýli á meðan Guðmundur býr þar. Aðrir bæir i byggð á Ingjalds- sandi eru Sæból II og Sæból III, Astún og Brekka. Sæból I hefur ekki verið byggt siðustu 5 árin. Rausnarieg gjöf — til Krabbameinsfélags íslands FYRIR nokkru var Krabba- meinsfélagi Islands færð góð gjöf, en það er vandaður og dýr lampi, sem sérstaklega er ætlaður til skoðana i Leitarstöð-B og er not- aöur þar daglega siðan. Skoð- analampi þessi er gefinn af Sigurði Þórarinssyni tann- lækni, til minningar um konu hans, Hildi Vilhjálmsdóttur. Einnig var félaginu færð rausnarleg peningaupphæð, til minningar um Hildi og föður hennar.Vilhjálm Eyþórsson. Gjöfin er frá Sigurði, ekkju Vil- hjálms, Guðrúnu Þorgeirsdóttur og dóttur þeirra, Jódisi. Þessari peningaupphæð er fyrirhugað að verja til bókakaupa fyrir Krabbameinsfélag tslands, og verður þetta fyrsti visir að bókasafni félagsins, sem tilfinn- anlega hefur vantað hingað til. Bækurnar verða auðkenndar með nöfnum þeirra, sem minningar- Tíminn er peningar 5 HAGSTÆÐ KAUP I GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP Pantið heyvinnuvélarnar strax Þurrkurinn bíður ekki! SÍMI 815QO-ÁRMÚLA11 Traktorar Búvél.jr Mennta mála ráðuney tið, 23. júli 1975. Laust embætti er forseti Islands veitir Prófessorsembætti I vélaverkfræði við verkfræðiskor verkfræði- og raunvlsindadeildar Háskóla tslands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er, að ranúsókn- ir og aðalkennslugreinar verði á sviði vélhluta- og burðarþolsfræði. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja um- sóknsinni itarlegar upplýsingar um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Vinningar i happdrætti Blindrafélagsins hafa verið sóttir. Blindrafélagið þakkar landsmönn- um veittan stuðning. Blindrafélagið. Ungir svíar skemmta hér NÝLEGA komu hingað til lands 17ungmenni frá Mora, sem liggur við vatnið Siljan i Sviþjóð. Þau spila og syngja þjóðlög og munu koma fram á ýmsum stöðum. S.l. þriðjudag heimsóttu þau elli- heimilin i Reykjavik og feröuðust daginn eftir um Borgarfjörð, en á fimmtudagskvöld komu þau fram i Norræna húsinu. Þá var ætlunin að fara einnig til Vestmannaeyja, en i Arbæ spila þau á sunnudag. öll eru þau ung að árum,og er það yngsta tiu ára og elzta 18 ára. Aður hafa þau heimsótt Noreg. Kostnaðurinn viö ferðina er að hluta greiddur af þeim sjálfum og að hluta styrkir. Stjórnandi kórsins og fararstjóri er A.E. Andersson tónlistarkenn- ari. Effirtalin vinningsnúmer komu upp í Landsmótshappdrætti UAASK: Eftirtalin vinningsnúmer komu upp i Landsmótshappdrætti UMSK: 1. Málverk eftir Baltazar kr. 180.000 nr. 4821. 2. Málverk eftir Benedikt Gunn- arsson kr. 55.000 nr. 3874. 3. Málverk eftir Jónas Guð- mundsson kr. 45.000 nr. 3930. 4. Málverk eftir Sigfús Halldórs- son kr. 40.000 nr. 298. 5. Leirmynd eftir Steinunni Mar- teinsdóttur kr. 35.000 nr. 2192. 6. Málverk eftir kinverskan listamannkr. 15.000 nr. 3614. 7. Málverk eftir kinverskan listamannkr. 15.000 nr. 595. 8. Vöruúttekt i Útilif kr. 10.000 nr. 5040. 9. Vöruúttekt I Útilif kr. 10.000 nr. 2897. 10. Vöruúttekt I Útilif kr. 10.000 nr. 4372. 11. -30. Vasasöngbók UMFÍ kr. 600.00 nr. 3017, 1526, 1777, 455, 456, 458, 3792, 2611, 409, 408, 3756, 3757, 6045, 4630, 859, 777, 4607, 783, 4820, 2501.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.