Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. júli 1975. TÍMINN 11 Edström dfram í Hollandi LEIKUR VALS OG VÍKINGS í GÆRKVÖLDI 2:1 HLÍÐARENDAMENN TVÖ STIG - EN ÞAU FÓRU HEIM MEÐ VORU ÓDÝR SÆNSKI landsliðsm aðurinn KALF EDSTRÖM hefur skrifað undir nýjan samning við hol- lenzka meistaraliðið P.S.V. Eind- hoven. Edström skrifaði undir tveggja ára samning við Eind- hoven. Ipswich býður í King IPSWICH hefur mikinn áhuga á hinum snjalla markverði Millwall BRYAN KING, (mynd) sem er talinn einn af snjöllustu mark- vörðum Englands. Ipswich hefur boðið iitla Lundúnafélaginu — 45 þús. pund I peningum og vara- markvörð Ipswich PAUL COOPER, sem er metinn á 45 þús. pund — fyrir King. Millwall er ekki ánægt með þetta boð — fé- lagið vill miklu meiri peninga- upphæð fyrir Bryan King. Komdu heim Stefdn! RCMENAR vilja fá aftur hinn snjalla þjálfara Stefan Kovacs, sem gerði hollenzka liðið Ajax að stórveldi og þjálfar nú landslið Frakka — mótherja okkar I Evrópukeppni landsliða I knatt- spyrnu. Heimaland Kovacs, Rúmenfa, þarfnast krafta hans. Þeir ætla honum að stjórna OL landsliði Rúmenfu fyrir Olymplu- leikana i Montreal 1976 og undir- búa landslið Rúmenfu fyrir heimsmeistarakeppnina i Argentínu 1978. Samningur Kovacs við Frakka rennur út i desember n.k. og þá eru miklar likur á þvi, að hann snúi aftur heim til Rúmeniu og taki við stjórn landsliðs Ilúmena. VALSARAR fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni við Vik- inga i 1. dildarkeppninni i knatt- spyrnu, en leikurinn var háður á Laugardalsvellinum I gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Vals 2:1 og verða þau stig að teljast frekar ódýr. BENE ENN I FULLU FJÖRI FERENC Bene, hinn snjalli knattspyrnukappi frá Ungverja- landi, lék sinn 75 landsleik fyrir Ungverjaland fyrir stuttu. Þrátt fyrir þennan piikla landsleikja- fjölda, þá á Bene langt i land, til að ná landsleikjametinu i Ung- verjalandi — 100 landsleikir, sem Boszik á. Til gamans má geta þess, að Puskas lék 84 landsleiki fyrir Ungverjaland, áður en hann flúði þaðan til Spánar 1956 — eftir innrás Rússa inn I Ungverjaland. Leikur Reykjavikurliðanna var fremur sviplitill, en þó áttu bæði liðin ágætismarktækifæri, sem þó ekki nýttust. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, en Valsmenn voru þó öllu meira með boltann. Skap- aðistoft hætta við Vikingsmarkið, en Valsmenn fundu þó ekki boð- leiðina i netið, fyrr en Atli Eð- valdsson skoraði. Við markið færðist heldur meira lif i leik Valsmanna, sem skömmu siðar bættu við sinu öðru marki og var þar að verki markakóngurinn Hermann Gunnarsson^ og er markið fyrsta mark hans á þessu Knattspyrnudagur í Kópavogi: keppnistimabili. 1 hálfleik var þvi staðan 2:0 Val i hag. Siðari hálfleikur var mun skemmtilegri á að horfa og sóttu Vikingar mjög stift. Var siðari hálfleikurinn nær einstefna að marki Valsmanna, sem þjöppuðu sér saman i vörninni og bægðu hverri Vikingshættu af annarri frá markinu. Hvorki vörnin né markvörður Valsmanna réð þó við fallegan skallabolta Róberts Agnarssonar um miðjan siðari hálfleik, sem hafnaði i neta- möskvunum. Vikingar efldust við markið og allt fram til loka leiksins höfðu Vikingar öll tögl og hagldir i leiknum, en þrátt fyrir góðan vilja og keppnishörku vildi bolt- inn ekki i netið. Það verður þvi að segjast, að þessi tvö stig.sem Val- ur fór með heim að Hlið.trend.i i gærkvöldi hafi verið aí ódýrari gerðinni. MÖMMURNAR I HJOLREIÐUM Housemann til Anderlecht? SA orðrómur er nú uppi I Belgiu, að Anderlecht hafi borgað I kring- um 3000 þús. pund fyrir HM-stjörnuna frá Argentinu RENE HOUSEMAN (21 árs) þrátt fyrir að orðrómurinn sé mjög stcrkur þá þrætir Ander- lecht fyrir þetta. KEPPA Á morgun efnir unga fóikið I Knattspyrnudeild Breiðabliks til knattspyrnudags á nýja grasvell- inum við Fifuhvamm I Kópavogi. Fara þar fram nokkrir stuttir knattspyrnuleikir, með öðrum hættien venja er, þvi þarna leika yngri flokkar Breiðabliks við sér- staklcga erfiða andstæðinga þar sem eru feður þeirra!. Þá verður einnig leikur i kvennaflokki og I hléum á milli leikjanna og I hálfleik verður ýmislegt til skemmtunar svo sem keppni I hjólreiðum, þar sem mæður knattspyrnumannanna reyna með sér, fjölbreytileg keppni i torfæruhlaupi með þátt- töku þjálfara og stjórnarmanna o.s.frv. Samhliða leikjunum gefst áhorfendum kostur á að reyna sig, gegn vægu gjaldi, við ýmsar þrautir, þar sem góður árangur gefur góð verðlaun. Knattspyrnudagurinn er að þessu sinni fjáröflunardagur fyrir yngri flokka Breiðabliks, og væntir unga fólkið þess, að sem flestir velunnarar þeirra mæti, og taki þátt i gamni og alvöru leik- manna Breiðabliks. ERLENDUR ÞJALFARI ÆFIR BLAKLANDSLÍÐIÐ? Liðið er byrjað að undirbúa sig fyrir undankeppni Olympíuleikanna, sem fer fram á Italíu FJÓRTÁN manna landsliðshópur I blaki hefur verið valinn til undirbúnings fyrir þátttöku I undankeppni Olympiuleikanna, sem fer fram á ttaliu I janúar. Æfingar eru þegar hafnar, en þar sem hópurinn er dreifður um landsbyggðina hefjast sameigin- legar æfingar ekki fyrr en i byrj- un september. Nú er unnið að þvi að fá hingað til lands erlendan þjálfara til að undirbúa landsliðið og mun hann þá væntanlega þjálfa einnig hjá félagsliðum. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til æfinga með blaklands- liðinu: Anton Bjarnason UMFL Torfi R. Kristjánsson Stiganda Halldór Jónsson tS Indriöi Arnórsson ÍS Helgi Harðarson ÍS Július B. Kristinsson tS Guðmundur E. Pálsson Þrótti Valdemar Jónasson Þrótti Gunnar Árnason Þrótti Gestur Bárðarson Vikingi Elias Nielsson Vikingi Páll Ölafsson Vikingi Sigfús Haraldsson IMA Óskar Hallgrimsson UBK Mörg verkefni biða landsliösins i vetur, en Englendingr koma hingað i heimsókn i okt. eða nóvember og leika þeir hér 2 leiki. Þá koma Færeyingar hingað i desember og leika 2 leiki. Lands- liöið tekur siðan þátt I undan- keppni OL á ttaliu I janúar og þá mun þa ð einnig fara til Englands og leika tvo landsleiki gegn Eng- lendingum. Samningar standa yfir við Skota um landsleiki hér heima i mai 1976. A þessu sést aí blaklandsliðið fær nóg að gera á næsta keppnistimabili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.