Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. júll 1975. 5 Er 105 ára og á lífstíðarfangelsisdóm yfirvofandi Ed Myers er 105 ára gamall og býr I Florida. Þótt karlinn sé oröinn gamall er eitthvað eftir af skapi hans, þvi að nýverið skaut hann einn af vinum sinum til bana , er þeir urðu ósáttir. Situr Ed nú i gæzluvarðhaldi og biður nú Jesú að milda hjarta dómarans, svo að hann taki létt á sök hans, en gamli Ed Myers á yfir höfði sér lifstiðarfangelsi fyrir morð. Kvennablómi og Það var i sólskininu á fimmtudaginn, að við hittum þær uppi á leikvellinum við Rofabæ. Við vorum svo sem búnir að frétta af þessum at- hafnasama starfshópi, sem á vegum bæjarins hefur starfað að þvf að fegra og prýða um- hverfi leikvalla borgarinnar með kústum sinum, penslum og auðvitað málningu. Og þarna voru þær sem sagt litadýrð önnum kafnar. Þrjár voru inni á vellinum að litprýða alls konar kassa og grindur, með heilan hóp aðdáenda i kringum sig, sem auðvitað voru að dást að verklagninni og litadýrðinni — og hlakka til að geta farið að ólmast i leiktækjunum ný- máluðum. Þrjár voru að maka á plank- verkið, eins og hann Tumi litli, sem hann Mark Twain kunni svo vel að segja frá, utan hvað þessar áttu engar glerkúlur eða dauðar rottur til að kaupa fram- hjáfarandi til að vinna verkið fyrir sig. Svo voru þær allar hver á sinn hátt. Hún Ingunn Bernótus- dóttir, ættuð úr Vestmannaeyj- um, hafði valið sér sandkassann að verkefni, og var ekkert ógur- lega hrifin af starfinu, þvi að Pinotexið ryki svo svakalega upp i höfuðið á henni. Þær Sól- rún Rögnvaldsdóttir og Aana Ragnheiður Vignir höfðu farið i finustu sloppa, sem ekki höfðu misst litinn við starfið, en endurspegluðu sólskinið i marg- vislegri litadýrð. Plankverksstúlkurnar voru ekkert ógurlega hrifnar af þvi, hvað málningin vildi slettast á þær. Þó væri þetta skárra en að raka, en það yrðu þær að gera, þegar ekki væri hægt að mála fyrir rigningu. Og við Timamenn sannfærð- umst um, að þær væru bara að plata, að þær hefðu ekkert gaman af þessu, þvi að óðar en við snerum i þær bakinu, voru þær farnar að hamast á plank- verkinu, rétt eins og tilveran væri bara Pinotex og sólskin, — þær Þorbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Ás- rún Rúdolfsdóttir — og þær eru allar i Réttarholtsskólanum á veturna og stunda púlvinnu á sumrin, eins og hér hefur verið frá sagt. Timamyndir: Róbert. I Gullbrjósta- haldari kostar 4000 dollara! Langar ykkur til að gefa unn- ustunni, eiginkonunni (eða ást- konunni) verðmæta og sérstaka gjöf, þá kaupið handa henni gullbrjóstahaldara! Hin fræga skartgripaverzlun i New York, — Tiffany’s — auglýsir þá á „aðeins” 4000 dollara, eða um 630.000.00 isl. krónur. ítalskur tizkuhönnuður, Elsa Peretti að nafni, teiknaði og stjórnaði gerð þessa djásns, en gullsmiðir urðu að vinna sjálft verkið. Fyrirsæt- an, sem sýndist nú hálfsorg- mædd á svipinn, segir að það sé alveg sérstaklega þægileg til- finning, að vera iklædd þessu plaggi. Það er ekki aðeins það, aðþaðer þægileg öryggiskennd, sem fylgir þvi, að bera þennan gullforða á sér, heldur er brjóstahaldarinn lika mjög þægilegur, og svo er svo spenn- andi að fara úrblússunni!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.