Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 27. júli 1975. .Menntaskólinn gamli i Reykjavik. Litum á nokkur gömul hús við Lækjargötu i Reykjavik. Hátt ber Menntaskólann og húsið á Amtmannsstig 1, bæði byggð á einhverjum fegursta stað i bæn- um. Myndin á póstkortinu sýnir skólahúsið einhverntima á gas- lýsingartimabilinu 1910-1921. Þetta veglega hús var reist úr völdum viði á árunum 1845-1846, kallað Lærði skólinn eða Latinu- skólinn, og var fyrsti rektor Sveinbjörn Egilsson. Nemendur voru 60 fyrsta veturinn, þar af bjuggu 40 i heimavist skólans. Húsið þótti um langt skeið bera af flestum byggingum i bænum. Hinn 1. júni 1845 kom Alþingi hið nýja saman i fyrsta sinn og þá i hátiöasal skólans. Þar var og þjóðfundurinn haldinn 1851. Var Alþingi haldið á fjórða tug ára i skólahúsinu, eöa til 1891, er al- þingishúsið reis af grunni. Skól- inn var settur i fyrsta sinn i hús- inu 1. okt. 1846. Þröngbýlt hefur verið, þvi aö auk Alþingis fékk Menntaskólinn i Reykjavík 16. mai 1975 ' * Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 9 LXXXIV prestaskóiinn inni i húsinu á ár- unum 1847-1851, eina litla kennslustofu og svefnpláss fyrir 10 nemendur. Á þjóðhátiðinni bjó konungur og fylgdarlið hans i skólanum, þvi að annað boðlegt pláss var ekki til. Nú hefur mennta- skólanum fjölgað, en nær 200 manns voru brautskráðir frá hinum sögufræga gamla skóla vorið 1975. Skammt norðan við Mennta- skólann var árið 1838 byggt annað alkunnugt hús, þar sem nú heitir Amtmannsstigur 1. Það hús reisti Stefán Gunn- laugsson bæjar- og landfógeti, en hann er m.a. kunnur fyrir baráttu sina að hefja islenzka tungu til vegs og virðingar, en um þetta leyti var Reykjavik hálfdanskur bær og allar opin- berar tilkynningar birtar á dönsku. Hús Stefáns lá ekki að neinni götu og varð hann sjálfur að kosta stig heim að húsinu (embættisbústaðnum) og brú yfir lækinn framundan. Húsið þótti mjög veglegt og hvergi var þá jafnhátt undir loft i stofum og þar. Árið 1858 keypti Martin Smith kaupmaður húsið. Hann lét stækka það mikið norður á bóginn og setja á það kvist. Voru þá i þvi 9 herbergi. Húsið er úr múrsteinsbindingi og helluþaki á súð. Guðmundur Björnsson landlæknir keypti húsið 1897, og 1905 lét hann lengja gamla húsið til suðurs með turnlaga viðbót og fékk það þá núverandi svip. Miðhluti hússins, þ.e. hiö gamla hús landfógeta, er nú 137 ára, noröurhlutinn 117 og suöurhlut- inn sjötugur. Andspænis við Lækjargötu vekur athygli langt og fremur lágt hús, rauðbrúnt á lit með bláu þaki og reykháfum nr. 4 við götuna. Sýnist ekki hátt i loftinu nú við hliðina á stórbyggingunni Nýja Bió til hægri, þar sem Loftleiðir (Flugleiðir) hefur af- greiðslu niðri. Hótel Borg i bak- sýn. Húsið byggði þýzkur timburmaður, G. Ahrentz að nafni, árið 1852, og bjó þar i fjögur ár. Þá keypti Helgi Thordarsen biskup húsið og bjó þar til dauðadags 1867. Þótti „biskupshúsið” lengi eitt mesta og virðulegasta höfðingjasetur á landinu. Eftir tið biskups var Jón Hjaltalin landlæknir þarna leigjandi i nokkur ár, en þjóð- hátiðarárið 1874 keypti Bjarni Bjarnason á Esjubergi húsið. Hjá honum leigði Benedikt Gröndal skáld með fjölskyldu sina 1875-1881, og hefur sjálfsagt ritað margt. Þar bjó Pétur, fað- ir Helga Pjéturss. Tengdasonur Bjarna, hinn hugsjónariki og framkvæmdasami kaupmaður Þorlákur Ó. Johsen flutti i húsið 1876. Kona hans Ingibjörg setti upp verzlun i heimahúsum og rak hana lengi af dugnaði. Hún bjó i húsinu til 1920 og nafnið „Verzlun Ingibjargar Johnsen” stóð á húsinu fram á sumar 1974. Nú er á húsið letrað ,,Hag- kaup”. Umhverfi Menntaskólans hef- ur breytzt; lóðir mjókkað en Lækjargata breikkuð, vira- virkihjól Ásmundar ber hátt. Gata kennd við gömlu brúna yf- irlækinn (Skólabrú). Upphleypt Islandskort hyiur gafl „land- fógetahússins”. Handan Lækjargötu blasir við „Kokk- húsiö” o.fl. alkunnar byggingar, Hótel Borg liklega sú yngsta. Amtmannsstigur 1, „Landfógetahúsið” 7/10. 1974 Við Lækjargötu, Reykjavik, 30/5. 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.