Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 27. júll 1975. HANNES WELSWEILEH... hefur sagt skilið við Borussia. Frá Borussia ii! Barcelona HANNES Welsweiler, hinn kunni knattspyrnuþjálfari frá Vestur v. Þýzkalandi, sem hefur náð frábærum árangri með V- Þýzkalandsmeistara Borussia Mönchengladbach undanfarin ár hefur tekið við stjórn spænska liðsins Barcelona. Þegar þaðvar Ijóst að Welsweiler færi til Spánar, gátu sumir ekki annað en bros- að, þvi að það er ekki langt siðan hann var spurður um, hvort hann myndi nokkurn tima yfirgefa Borussia Mönchengladbach? Hannes hló þá og svaraði: — Hvað, ég? — Þú hlýtur aö vera að grinast.... Ég er giftur Borussia!” Á þessu sést, að Hannes erfarinn að heimanog Udo Lattek, fyrrum þjálfari Bayern Munchen, hefur tekið við hús- bónda-hlutverkinu hjá Borussia. Udo Lattek lenti i smávandræð- um þegar hann réði sig til Borussia. Hann hafði stuttu áður ráðið sig sem þjálfara hjá Rot-Weiss Essen næsta keppnistimabil. Lattek þurfti þvi að segja starfi sinu lausu hjá Essen og borga félaginu 4 þús. pund Ur eigin vasa i skaðabætur fyrir samningsrof. Lattek, sem á heiðurinn af velgengni Bayern Miinchen i' Evrópu- keppninni undanfarinár,er nú aftur byrjaður að glima við verkefni i keppninni — nU stjórnar hann V-Þýskalandsmeisturum Borussia Mönchengladbach, sem mætirSW Innsbruck frá Austurriki i fyrstu umferð i Evrópukeppni meistaraliða. Afþakkar 260 þúsund punda árstilboð frá CRUYFF VILL FARA TIL ÍTALÍU KNATTSPYRNUSNILLINGUH- INN frá Hollandi Johann CRUYFF hefur afþakkað 260 þús. punda tilboö, sem spænska liðið Barvelona hefur boðið honum fyrir að leika eitt keppnistímabil til viðbótar með félaginu. Samn- ingur Cruyff við Barcelona renn- ur út í april 1976, en cins og menn muna þá keypti Barcelona Cruyff frá Ajax fyrir tveimur árum á 922 þús. pund, og hefur Cruyff haft 158 þús. pund i árstekjur hjá félaginu. Jóhann Cruyff hefur til- kynnt að hann vilji fara til Italiu eða Frakklands þegar ssamning- ur hans við Barcelona rennur út. Cruyff biður eftir þvi hvað verður á ítaliu — hvort Italir hleypi erlendum knattspyrnu- mönnum aftur til ítaliu til að lifga upp á knattspyrnuna þar, sem er nú i miklum öldudal. En Cruyff er reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa ttölum að endurvekja áhuga ttala á knattspyrnunni. Franska stórliðið St. Germaine frá Paris hefur mikinn áhuga á að kaupa Cruyff og er það tilbúið að ræða við Barcelona. Cruyff fékk 31 þús. pund fyrir að leika 2 vin- áttuleiki með St. Germaine fyrir íþróttir " IIPiillIIIIIIIlBlll ISIIIÍIIIB IRilll HilllllLlilíillil ml stuttu. Cruyff var mjög hrifinn af dvöl sinni i Paris — og einnig kona hans — þau sögðust vel geta hugsað sér að búa i Paris i fram- tiðinni. Evrópumeistarar Bayern Munchen, og þrjú lið frá Hollandi — þar á meðal Ajax — hafa sýnt áhuga á að kaupa Cruyff, sem dvelst nú fyrir utan Barcelona, þar sem hann tekur lifinu með ró. Cruyff hefur engan áhuga á að leika meira á Spáni, eftir að samningurinn við Barcelona rennur út i april 1976. Hann er mjög óánægður með dómarana á Spáni, og einnig hvernig knattspyrnan á Spáni er leikin — þar sem leikmenn leika bæði fast og ruddalega. Þá er hann ekki hrifinn af framkomu áhorfenda, sem reka ávallt upp fagnaðar- hróp, ef hann verður fyrir sparki á leikvelli. — „öskur þeirra þá, má helzt likja við öskur áhorf- enda á nautaatá — þegar nautabaninn fellir'nautið”, sagði Cruyff. Þá er Cruyff mjög óánægður með framkomu forráðamanna Barcelona i garð vinar hans Rinu Michels, fyrrum þjálfara Ajax, sem var rekinn frá félaginu, þar sem Barcelona vann engan titil undir hans stjórn sl. keppnistima- bil. Cruyff, sem fyrirliði Barce- lona-liðsins, kallaði 24 leikmenn liðsins á fund, þar sem þeir ákváðu að mótmæla brottrekstri Michels. En þau mótmæli höfðu engin áhrif á forráðamenn Barce- lona. Cruyff hefur átt við slæman augnsjúkdóm að striða, sem , hann fékk stuttu eftir leik Barce- lona gegn Leeds i Evrópukeppni meistaraliða. Hann lá i 7 vikur i rúminu tilað fá sig góðan. Nú er hann búinn að ná sér fullkomlega eftir augnsjúkdóminn. ,,Varsf þú að flauta, kjáni' ítalir á höttunum eftir fræg knattspyrnustjörnum Miklar líkur eru nú á, aö italir létti því banni, sem hefur ríkt gagnvart er- lendum knattspyrnumönn- um á italíu undanfarin ár, eða allt frá 1966. — Þá settu italir bann við kaup- um á erlendum leikmönn- um til ítalíu, eftir að italir höfðu tapað óvænt (0:1) fyrir Norður-Kóreu í HM- keppninni í Englandi, sem heimsfrægt varð. Þetta bann átti að vera stærsti liðurinn í að byggja upp góð félagslið á italíu, sem byggð væru eingöngu á itölskum knattspyrnu- stjörnum, sem myndu siðan byggja upp sterkt og gott landslið. Bannið á erlendum knattspyrnumönnum á ttaliu hef- ur algjörlega misheppnazt — eng- ar nýjar knattspyrnustjörnur hafa skotið upp kollinum á Italiu á undanförnum árum, og það er staðreynd að itölsk félagslið eru ekki eins góð i dag og þau voru fyrir bannið, sem sett var á er- lenda knattspyrnumenn — þau hafa dregizt aftur úr. Það hefur sést bezt á árangri italskra liða i Evrópukeppnunum undanfarin ár. ttalir hafa fylgzt með þróun- inni á Spáni — en Spánverjar af- léttu banni á erlenda leikmenn fyrir tveimur árum, með mjög góðum árangri. Til Spánar komu leikmenn frá Brasiiiu, Argentfnu, Peru, Hollandi, Júgóslaviu og V- Þýzkalandi. — Leikmenn eins og Johann Cruyff, Paul Breitner, Jo- hann Neeskens, Argentinu- maðurinn Ayala og Gunter Netzerhafa lagt sitt af mörkum til að koma spænskri knattspyrnu aftur á heimsmælikvarða og áhorfendur til að koma aftur á knattspyrnuvellina. Stóru félögin á ttaliu eru fylgj- andi þvi, að banninu á erlenda leikmenn verði aflétt á ttaliu, en litlu og fátæku félögin eru á móti þvi að banninu verði aflétt. Það er vitað má, að ttalir verða að gera stórbreytingar á knattspyrnu- málum sinum, til að fá knattspyrnuunnendur til að sækja knattspyrnuleiki i eins rikum mæli og undanfarin ár — en áhorfendafjöldinn á knattspyrnu- leikjum á ttaliu fer nú ört minnk- andi. Gott dæmi um það er, að að- eins 2.311 áhorfendur komu til að sjá hið fræga félag Inter Milan leika gegn Vicenza á San Siro- leikvellinum i Milan i 1. deildar- keppninni. Það er minnsti áhorfendahópur sem hefur séð / M#* / : SAN SIRO-leikvangurinn I Miiano var nær tómur þegar Inter Milan lék gegn Vicenza. Hérá myndinni sjást leikmenn liðanna hlaupa inn á hinn stóra leikvang — auðir áhorfendapallarnir biöstu við þeim. Englendingarnir Colin Todd efstir heimaleik Inter Milan-liðsins frá upphafi — enda árangur liðsins undanafarin ár ekki upp á marga fiska. Með liðinu leika nú engar stórstjörnur, sem að jafnaði myndu draga að áhrofendur. Frægu félögin á ttaliu gera sér nú grein fyrir þvi hvað er að gerast enda vilja þau nú fá er- lenda knattspyrnumenn aftur inn á markaðinn á Italiu. Með þvi að fá erlendar knattspyrnustjörnur inn i itölsku knattspyrnuna, telja forráðamenn félagana, að þeir fái áhorfendur til að koma aftur á knattspyrnuleiki. Itölsku félögin hafa mikla peninga milli hand- anna — t.d. hafa ttaliu- meistararnir Juventus yfir að ráða 2 milljóna punda, til að kaupa nýja leikmenn, þá væntan- lega erlendis. Itölsku félögin eru nú tilbúin til að kaupa erlenda leikmenn, og eru sum liðin nú á höttunum eftir frægum knattspyrnuköppum i Evrópu. Efstir á listanum eru leikmenn eins og Mick Channon, Southampton, Maolcolm McDon- ald, Newcastle, Colin Todd, Derby. Þessir ensku leikmenn hafa sýnt takmarkaðan áhuga,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.