Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 29
Sunmulagur 27. júli 1975. TÍMINN 29 TÍMINN HEIMSÆKIR RAUFARHÖFN Texti og myndir: Jónas Guðmundsson ■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■MBsoKaKa^gswi: SAGA ÚR BYGGÐASTEFNUNNI fiskikössum um 138 milljónir króna. Hann er smlðaður i Japan og hlaut nafnið RAUÐINÚPUR. Skuttogarinn hafði geysileg á- hrif á atvinnulifið. Þó tel ég, að sú hugarfarsbreyting, sem fylgdi skipinu hafi ekki verið siður merkileg. Að visu höfum við ekki verið svo lánsamir að geta mann- að þetta skip með heimamönnum. Það sem skeður er að atvinnu- leysið hverfur og vinnan verður samfelld, og menn verða bjart- sýnir aftur eftir mörg og ömurleg vonbrigðaár. Þessa breytingu má greina i mörgu. Menn reisa hér hús — ný hús) ráðast i framkvæmdir, og allir eru upplitsdjarfari en þeir voru. Staðurinn hefur fengið nýja tiltrú á peningaveltu. Næg vinna á Raufarhöfn — Þótt skuttogarinn, eða afli hans valdi þessum straumhvörf- um, þá er trilluútvegurinn lika með miklum blóma. Segja má, að trilluútgerðin sé lika nauðsynleg. Trillubátarnir veiða á sumrin, og þá bætist afli þeirra við afla tog- arans. Þá er lika meiri vinnu- kraftur á staðnum en á veturna, þegar unglingarnir eru i skóla. Þar sem trillufiskurinn bætist á á sumrin, þá hafa unglingar getað fengið næga vinnu i fiski á sumr- in, en það er liklega meira en sagt verður um alla staði þessa lands. Unglingarni'r vinna þvi i sumar- hrotunni. — Hvað fiskar togarinn mikið á ári? — Það er svona i meðallagi. Fyrsta árið varhann meðum 2400 tonn. Það var heldur litið. í fyrra var hann svo með 2200 tonn, en þá var afli almennt minni á þessu svæði. Þá er þess að geta, að RAUÐINÚPUR á yfirleitt miklu lengra að sækja á togaramið en aðrir togarar, og fer þvi mikill timiiaðsigla aðog frá miðunum. Við teljum ekki óeðlilegt,að þetta skip sé með 10% minni afla af þessum sökum, borið saman við togara frá Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Það tekur til dæmis næstum tvo sólarhringa að sigla á Vestfjarðamið. 100 manns i fiskvinnu — Hvað vinna margir við fisk- iðnaðinn? — Það er erfitt að segja ná- kvæmlega til um það. Um 50-60 manns starfa við frystihúsið allt árið. Þegar unglingarnir koma til starfa á sumrin, þá er starfs- mannafjöldinn i húsinu um 100 manns. Þá er það skipshöfnin á togaranum og trillubátasjómenn. Þannig að þetta er býsna fjöl- mennurhópur, sem hérstarfar að fiskvinnslu. Milljónatugir eru greiddir i vinnulaun og bjartsýni rikir. Við teljum að við séum núna búnir að sigrast á mestu erfiðleikunum, og erum ekki lenguf háðir einni sild-, arverksmiðju til þess að draga fram lffið. — En sildarverksmiðjan. Hvað um hana? — Hún bræðir loðnu og útgang. Þeir mættu gjarnan hugsa betur um hana, t.d. mætti mála hana, þvi að hún er nú ekki nein sérstök bæjarprýði, þar sem hún ris upp i miðju þorpinu, sagði Karl Ágústsson að lokum. JG Myndin er frá Raufarhöfn ogsýnir hluta af nýjum íbúðarhverfum, sem þar er nú verið aö reisa — á stað, sem nærri hafði farizt I kröm og volæði, þegar slldin hún sást ekki lengur. Efri myndin er úr sama hverfi. Frá Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn. Með tilkomu nýja hringvegarins og þeirri auknu umferð, er þá kom til sögunnar, hefur ferðamapna- straumurinn aukist verulega á Norð- Austurlandi, en þetta var lands hluti, sem menn lögðu ekki leið sina á nema I brýnustu erindum. Það er vlða fagurt á Melrakkasléttu og á Axarfirði. A Raufarhöfn hefur nú verið opnað mjög vandað 40 herbergja hótel, sem er opið allt árið (aðhluta) og veitir dýrmæta þjónustu allan ársins hring. Myndin cr úr borðsalnum (hluta). Hótelstjóri á Norðurljósi er Jónas Sigurðsson, sem er lærður af finu hótelunum fyrir Sunnan og frá Noröurlöndum og Ameriku. JR MANNFELAGINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.