Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 32
í garðinum fyrir utan kóngshöllina sat Stella litla og grét. Innan úr hallarsölunum ómuðu dillandi danslög út i garðinn. Þar inni var glaumur og gleði. Stella gat ekki notið sin þarna inni, þó að hún mætti vera þar eins og hinar hirðmeyjarnar. Hún hafði laumazt út, og sat þarna á gömlum mosa- grónum bekk, og tárin streymdu eitt af öðru niður kinnar hennar. En allt i einu leit hún upp, og frammi fyrir henni stóð gömul og ljót tröllkona. — Þú grætur, fagra barn, sagði tröllkonan. Stella varð mjög hrædd, og reyndi að forða sér, en kerlingin greip i kjólinn hennar og hélt henni fastri. — Heldur þú, að ég viti ekki vegna hvers þú grætur, sagði hún. Þú grætur vegna þess, að ungi konungurinn vill ekki dansa við þig. — Hann sér mig ekki, kjökraði unga hirðmær- in. Hann dansar við all- ar hinar stúlkurnar. Þær troða sér lika fram fyrir mig, og hann veitir mér aldrei eftirtekt. Kerlingin var nú ibyggin og strauk höku sina. — Já, já, ég skil þetta allt saman. En hugsaðu þér nú, ef ég gæti hjálp- að þér, svo að þú fengir að dansa við unga, fallega konunginn. — Æ, gerðu það, sagði Stella biðjandi. Henni hafði litizt svo vel á kóngssoninn, og nú var hann orðinn konungur í rikinu. Kerling kinkaði spekingslega kollinum og sagði: — Vist get ég hjálpað þér. Ég skal gera það, ef ég fæ að gera perlur úr tárunum þinum. Þau eru óvana- lega stór og tær tárin þin. Gráttu ögn meira, við skulum sjá, hvernig það gengur. — Gera perlur úr tár- um minum? sagði Stella Bflavara- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla m a-: ChevroletNova ’66 Willys station ’55 VW rúgbrauð ’66 Opel Rekord ’66 Saab ’66 VW Variant ’66 Öxlar i aftaníkerrur til sölu frá kr. 4 þús. Það og annað er ódýrast hjá okkur. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 aila virka daga og 9—5 laugardaga. 3 hissa, en hún reyndi að gráta meira, en nú gat hún það ekki. — Við skulum nú sjá, sagði kerling. Svo tók hún úr vasa sinum gló- andi kolamola og brenndi Stellu á öxlina, en hún grét af sársauka, og stór tárin glitruðu i tunglsljósinu. — Þetta gengur ágæt- lega, tautaði kerling og tindi upp tárin i svuntu sina. — Þetta verða stórar og fallegar perl- ur, sem ég skarta með, þegar ég fer i trölladans. Ef þú vilt nú láta mig fá öll tárin þin, þá skal ég hjálpa þér. Stellu brá og sagði: — Þarftu að taka öll tárin min? Get ég þá aldrei grátið? — Nei, aldrei, sagði kerlingin. En hvað gerir það. Ég held að það sé ekki svo skemmtilegt að gráta! Stellu datt ósjálfrátt í hug, að það gæti verið voðalegt að geta aldrei grátið framar. En þá sagði gamla kerlingin: — Ég get lika hjálpað þér til að ná ást- um konungsins, og þá verður þú drottningin hans. — Taktu þá öll tárin min, sagði unga hirð- mærin. Nú hló gamla konan kuldahlátur.— Datt mér ekki i hug, sagði hún. Settu þig nú hérna á bekkinn aftur stúlka min. Stella gerði það, en tröllkonan brenndi hana með galdrakolamolan- um. Stúlkan grét af sársauka og tárin henn- ar féllu til jarðar glitr- andi. Að lokum sagði kerling: — Þá er þetta búið, og hér hef ég fulla Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VORUBlLA MEÐ DJOPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. .ríMUIA7V3050)&84844 Suniiudagur 27. júli 1975. Unga drottningin svuntu af perlum. Nú skal ég uppfylla það, sem ég lofaði þér. Fyrst skal ég gera þér festi úr nokkrum af perlunum. Sko þarna sérðu, sagði hún og setti perlufestina um háls Stellu litlu. — Áður gaztu grátið, en nú muntu aðeins getað hlegið. Festinni þinni týnir þú ekki, þvi að hnútinn er ekki hægt að leysa. Vertu nú kát yfir fallegu hálsfestinni þinni. Hún klæðir þig vel, sagði kerlingin og hvarf. Dansinn dunaði inni i höllinni. — Hver hlær svona dátt? sagði ungi kóngurinn allti einu. Við verðum að fá að sjá hver það er, sem hlær svona fallega, eins og hrynji perlur i kristalskál. Komdu, segi ég, hvað heitir þú? — Stella, svaraði litla stúlkan fagnandi, nú skildi hún, að tröllkonan hafði hjálpað henni, þvi að kóngurinn tók Stellu i fang sér og hóf að dansa við hana. Alla nóttina dönsuðu þau saman hrifin og glöð, og morguninn eftir gekk ungi konungurinn fyrir ekkjudrottninguna, móður sina, og tjáði henni, að hann ætlaði að taka hana Stellu litlu sér fyrir konu. Ekkjudrottningin varð undrandi yfir þessu. Ráðherrarnir létu segja sér þetta tvisvar, og olli þetta f jasi og umtali. En auðvitað réði konungur sjálfur ráða- hag sinum, og Stella varð nú fyrr en nokkurn varði orðin drottning i rikinu. Unga drottningin varð vinsæl. Allir dáðust að henni. Hrynjandi léttur hlátur hennar heyrðist oft og allt lék i lyndi fyrir ungu hjónunum. Svo bar það við i konungsgarði, að unga drottningin fæddi svein- barn. Það vakti mikinn fögnuð meðal allra landsmanna. Og enn leið eitt ár, — en þá var gleðin úti. Dauði og hörmungar steðjuðu að þjóðinni. Fjöldi fátækra og snauðra manna bar að hallargarði. Konungi var mjög annt um að reyna að veita hinu snauða fólki einhverja úrlausn. Sérstaklega tóku allir eftir þvi, að hinn ungi konungur og móðir hans sýndu þvi mikla hluttekningu, og oft sáust þau fella tár. — En unga drottningin grét ekki, en hún sat oft ein i stofu sinni, eins og hún vildi forðast að sjá hörmungarnar. Stund- um er hún sá eitthvað sorglegt kom fyrir að hún hló tryllingslegum hlátri. Fólkið fór að talæ illa um hana. Það sagði að hún væri tilfinninga- laus norn, og smám saman barst þessi orð- rómur til eyrna kon- ungs. Hann varð mjög óttasleginn yfir þeim helkulda, sem virtist hafa gagntekið hug konu sinnar. Eftir nokkurn tima, varð sjálfur konungur fyrir þeirri sorg, að missa móður sina. Hann var svo miður sin, að hann gat naumast farið úr herberginu, þar sem lik móður hans stóð uppi. En unga drottningin fékkst ekki til að lita þangað inn. Hún vissi sem var, að hún mundi ekki geta grátið, og sorg hennar mundi brjótast út i hamstola hlátri. Að siðustu varð hún þó að fara þangað inn kvöldið áður en átti að jarðsetja gömlu drottninguna. En þegar Stella gekk fram að kistunni horfði konungur á hana með rannsakandi augnaráði, þar sem hún stóð með stirnað, fölt andlit, en felldi ekki tár. — Sorg min og þegna minna virðist ekki koma þér við sagði hann. En þá fékk sorgin og angistin fullt vald yfir hinni ógæfusömu drottn- ingu, og tilfinningar hennar brutust út í villtum, tröllslegum hlátri. — Burt!, hrópaði konungurinn, ég þoli ekki að sjá þig framar. Stella hlýddi manni sinum. Hún hentist upp i herbergið sitt, gekk þar örvingluð fram og til baka og sleit af öllum kröftum i hálsbandið sitt íagra, sem hún hafði keypt svo dýru verði. Þannig leið langur timi, að konungurinn þoldi ekki að sjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.