Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 27.07.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 27. júll 1975. TÍMINN .39 Framhaldssaga FYRIR IBÖRN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn hann sá, að hann var að minnsta kosti kominn út fyrir eldana. Hann skreið enn spöikorn, áður en hann þyrði að risa á fætur. Þvi næst tók hann til fótanna og hljóp eins hratt og hann gat. Fór hann nú krók til að forðast meginliðið, sem lá i herbúðum á sjálfum veginum. Þegar hann var kominn heilu og höldnu fram hjá þvi, hélt hann beina leið inn i skóginn, þar sem hann hafði verið með Rikka daginn áður. Rétt áður en hann kom að skógarjaðrin- um, hafði ann nærri þvi anað i fangið á út- verði einum, sem settur hafði verið til að gæta skógar- stigsins. Þessir menn höfðu ekki kynnt neina elda, og i myrkrinu sá Alan ekki, hvar þeir lágu endilangir á jörðinni. En hann heyrði hrotur og flýtti sér svo mikið að vikja til hliðar, að hann hrasaði um smávaxinn þyrnirunn og slengdist ofan á þyrnana. Sumir varðmannanna voru vakandi og heyrðu, er hann féll. — Hvað var þetta? sagði einn þeirra. — Það var ekki annað en kanina, sagði annar. Það úir og grúir af þeim á þess- um slóðum. — Þetta var of mikill hávaði til þess að það gæti verið kanina, svaraði sáfyrri.— Ég ætla að athuga, hvað hér er um að vera. O Skólahús dregið dilk á eftir sér þegar börn eru ómótuö og næm fyrir ýmsum hlutum. Hríseyingar standa fyrir sínu og rúmlega það — Nú getur þú sem aðkomu- maður etv. dæmt um betur en margir aörir hvernig Hriseyingar lifa og starfa?— — „Hér snýst eðlilega allt um aðalatvinnuveg og lifsbjörg Hris- eyinga, fiskinn, en i þvi efni sker bærinn sig á engan hátt frá öðrum svipuðum stöðum. En ég leyfi mérað efast um að annars staðar beri jafn mikiö á dugnaði og ósér- hlifni eins og hér i Hrisey. Þá held ég að tæplega finnist jafn margt fólk, á jafn litlu svæði sem er jafn vel stætt, enda geta eyjabúar veitt sér nær allt sem fæst fyrir peninga. Hins vegar má ekki taka orð min svo að hér sé eingöngu unnið, áhugi fyrir þvi sem er að gerast i veröldinni umhverfis er mikill og almennur. Þannig hafa heilu hóparnir fariö inná Akur- eyri til að sjá leiksýningar og ef- ast ég um að jafn mikið hlutfall Akureyringa hafi séð sum leikrit- in þar i bæ og þegar Hriseyingar taka sig til. Þá er starfandi hér málfundafélag með miklum blóma. Þar kom fram að mun fleiri en maður gerði sér grein fyrir i fyrstu hafa virkilega mikla hæfileika til að tjá sigi hið eina sem vantaði var að fá hingað hæf- an leiðbeinanda. 1 þvi skyni kom Þóroddur Jóns- • son framkvæmdastjóri UMSE og varð hann undrandi á áhuga fólks, málfari þess og góðu is- lenzku máli. Þarna voru 30 manns þegar flest var og heppnuðust fundir prýðilega á alian hátt. Hér i Hrisey er akurinn, en það eina sem vantar er að hann sé plægður og hingað komi til dæmis . leikflokkar reglulega eða stjórn- málamenn, en þeir eru alveg kapituli út af fyrir sig. Það er rétt fyrir kosningar að við sjáum framan i þá og er þar jafnt á komið með alla flokka. Nei, það er staðreynd að hérna er hugs- andi fólk.. sem vill fræðast og kynnast bvi menningarlifi sem er til staðar, en það er eins og meginlandsibúarnir hafi gersam- lega steingleymt tilveru Hrisey- inga. Ég vildi til dæmis benda á vetrarmánuðina þegar minni at- vinna er, þá er upplagt fyrir menningarfrömuði að koma hingað, samkomuhúsið er til, og það fullboðlegt, fólkið er til, en hiö eina sem vantar er að einhver stigi uppá pallinn, sagði Berg - sveinn að lokum og var þar með rokinn i frystihúsið. o Nú-tíminn eiginlega ekki margt annað en þaö sem lýtur að tónlist. Ég fæ mikið út úr þvi að spila, — jafnvel á dansstöðum, þar sem við leikum fyrir dauðadrukkið fólk. Þá lokar maður bara aug- unum og hugsar um það, að veriö sé að leika fyrir fólk,sem er aö hlusta. Ég held að það sé draumur allra tónlistarmanna að leika fyrir fólk, sem kemur eingöngu til að hlusta, — þvi að þá er maður að gefa. Það er litið gert að þvi að klappa hér heima, — en það er kannski bara vegna þess að fólkinu finnst þetta lélegt... Björgvin sagði að þeir i Pelican hefðu lært mikið af Bandarikjaförinni. „Þetta er geypileg reynsla, sérstaklega hljómleikarnir i North Adams, sem er ábyggilega ein stærsta stund i minu tónlistarlifi. — Að lokum Björgvin. Getur þú imyndað þér sjálfan þig á aldrinum 40-50 ára standandi uppi á sviði með popphljóm- sveit? — Ja, — hvað er John Lennon orðinn gamall eða Ginger Baker. Hann er áreiðanlega orðinn fertugur. Popptónlistin á eftir að halda áfram að þróast, og ég vona bara að ég geti fylgt þróuninni, — fylgzt með nútimanum og kannski orðið aðeins á undan honum. Það væri góð tilfinning. Fimmtugur segir þú? Ég vona að þegar ég verð fimmtugur geti ég enn samið og leikið tónlist. Björgvin er hættur að tala og við hættir að skrifa. Nú-timi nn kann honum beztu þakkir og sendir sinar bestu kveðjur til Pelican með von um að björtustu fyrirheit þeirra megi rætast á komandi timum. — Gsal. SERTILBOÐ afsiáttur af öilum tjöldum og tjaldhimnum meðan birgðir endast DOMUS, Laugavegi 91 Auglýsitf i Tímanum INNANLANDSFERÐ iiMiiiiiii Sumarferðir Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsóknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar i sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Fyrirhuguð er i sept. 10—15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við flokksskrifstofuna. Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Simi: 24480. Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavik, sunnudaginn 17. ágúst. Ekiö um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar- hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum. Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verkfræð- ings. Nánar auglýst siðar. Steinullar og glerullar EINANGRUN fyrirligg jandi bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 16 — Simi 3-86-40 JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyr- vinsælasta og öruggasta glerull areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappír með. Hagkvæmasta einarigrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville ! alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. J|i;iipIg»í£iiii^F£||l b/feH JÖN LOFTSSON HF. WIb Hringbrout 121 . Sfmi 10-600 Enn ein sending heyhleðsluvagna d sérlega hag- stæðu verði — Vartdlátir bændur velja heyhleðslu- vagna frá EL 41 - 18 rúmm EL 70 - 24 rúmm Gerið góð kaup og eignist um j i— __ Welger heyhleðsluvagn strax IE KhCS I Þurrkurinn bíður ekki! SIMI B15QQ 'ÁRMÚLAH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.