Tíminn - 30.07.1975, Page 1

Tíminn - 30.07.1975, Page 1
Landvélarhf NÆSTA ÁREIÐANLEGT AÐ KAPALLINN TILHEYRIR VARNARLIÐINU SEGIR EINAR ÁGÚSTSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA ■1 1,1 BH-Reykjavik. — Ég var seinast i morgun að kanna þetta kapalmál. bá var ókomin frá varnarliðinu skýrsla, sem ég er að biða eftir, en við teljum næsta áreiðanlegt að kapallinn tilheyri búnaði varnarliðsins sagði Einar Agústs- son, utanrlkisráðherra i viðtali við Timann i gær, er hann var inntur eftir kapalmálinu, sem Timinn sagði frá á forsiðu i gær- morgun. 7000 Reykvíkingar eiga fé hjá ríkinu 15 ARA DALVÍK- INGUR LÉZT í UMFERÐ- ARSLYSI gébé Rvik — Banaslys varð á Ualvik um miðjan dag á mánu- dag, er vörubifreið ók yfir fimmtán ára Dalviking, sem tal- inn er hafa látizt samstundis. Nafn piltsins er ekki hægt að birta, þar sem ekki hefur náðst til alira aðstandenda. Slysið, sem skeði rétt um klukkan þrjú, varð með þeim hætti, að á Sunnubraut, sem er gata i byggingu var verið að vinna með vörubifreiðum. Ein þeirra var að aka afturábak út i götuna með uppfyllingarefni. 1 götunni var götubrunnur þar sem tveir piltar voru að vinna. Annar þeirra var niðri I brunninum en hinn sat á brún hans. Skipti það engum togum að vörubifreiðin ók yfir piltinn þar sem hann sat. Er talið að bifreiðarstjórinn hafi ekki vitað um piltana né heldur séð þá i spegli bifreiðar sinnar. Gsal-Reykjavik — Samkvæmt upplýsingum sem Timinn aflaði sér hjá Gjaldheimtunni i Reykja- vík i gær, eru 6-7000 Reykvikingar sem eiga fé inni hjá hinu opin- bera, samtals að fjárhæð u.þ.b. 160 milljónir kr. bað fólk sem hér um ræöir hefúr annað hvort greitt of mikið I fyrirframgreiðslu þessa árs, — eða að álögð gjöld þessa fólks eru lægri en þær barnabætur sem þeim eru reiknaðar, og er þá sá mismunur greiddur út. beir sem hafa greitt umfram álögð gjöld samkvæmt álagn- ingarseðli eiga von á glaðningi frá rikinu i formi ávisunar um þessi mánaðamót, — og fá þeir inneign sina að fullu greidda strax. öðru máli gegnir hins veg- ar um þá sem eiga inni hjá hinu opinbera barnabætur, þvi endur- greiðsla barnabóta skiptist á nokkra mánuði. Fyrsti gjalddagi á endurgreiðslu barnabóta er nú um þessi mánaðarmót, annar Islaust var fyrir Horn i gær, þegar flugvél Landhelgisgæzlunnar fór I Iskönnunar flug, en þá var þessi mynd tekin og er Horn fjærst á myndinni. gjalddaginn er á timabilinu frá 1.- 15. október n.k., þriðji á timabil- inu frá 1.-15. nóvember n.k. og sá fjórði og siðasti á sama timabili i desembermánuði. Guðmundur Vignir Jósefs- son, gjaldheimtustjóri upplýsti okkur um þaö i gær, aö þeir sem fá 12.000 kr. eða meira i barna- bætur myndu fá bæturnar greidd- ar á öllum gjalddögunum, þ.e.a.s. fjórðung upphæðarinnar hverju sinni,. Hins vegar myndu þeir sem fá 12.000 kr. eða minna i barnabætur fá upphæðina greidda i einu lagi nú um þessi mánaðamót. Barnabætur eiga samkvæmt lögum að ganga til greiðslu opin- berra gjalda I þessari forgangs- röð: tekjuskatts sem lagður er á á greiðsluárinu, annarra þing- gjalda, sem lagðar eru á á greiðsluárinu, ógoldinna þing- gjalda frá fyrri árum, þ.e.a.s. skulda, útsvars sem lagt er á á greiðsluárinu og aðstöðugjalds sem lagt er á á greiðsluárinu. —• Ef barnabæturnar eru hærri en gjöld þau sem hér hafa verið upp talin er sá mismunur greiddur út. Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri sagði að endur- greiðslan væri oröin það umfangsmikil að vænlegast hefði þótt að senda endurgreiðslurnar heim til fólksins i ávisun, i stað þess að beina öllum fjöldanum i afgreiðslu gjaldheimtunnar. Sagði gjaldheimtustjóri að vand- ræöi hefðu skapazt i fyrra af þessum sökum, en þá voru fleiri Reykvikingar sem áttu fé inni hjá rikinu en i ár. Fjárhæðin sem r íkið greiðir út til Reykvikinga i ár er þó mun hærri en i fyrra. Utanríkisráðherra: Beiðni EBE um landhelgissamn- ing ekki sinnt — sjö þjóðir leita eftir veiðiheimildum innan 200-mílnanna ráðherra sagði i viðtali við Tim- ann i gær, að engin afstaða hefði verið tekin gagnvart beiðnum A-bjóðverja, Pólverja og Sovét- manna en að sér væri kunnugt um, að þær yrðu endurnýjaðar, þar sem nýja fiskveiðilögsagan snerti mjög hagsmuni þessara þjóða, sem veiða á milli 50 og 200 milum frá ströndum ts- lands. Varðandi Efnahagsbandalag- ið kvaðst utanrikisráðherra hafa haft fregnir af þvi, að það myndi hafa i hyggju að leita eftir sérsamningum, en þeim yrði ekki sinnt. BH-Reykjavik. — brjár þjóðir hafa formlega óskað eftir við- ræðum um hugsanlega samn- inga um veiðiheimild innan fiskveiðilögsögu islands, eftir að hún heíur verið færð út I 200 milur, og eru þessar þjóðir Bretar, Vestur-bjóðverjar og Belgar. Einig hefur færeyska lögþingið samþykkt að leita eftir samningum við íslendinga — og loks hafa legið fyrir bciðnir um veiðiheimild frá Austur-bjóðverjum, Pólverjum og Sovétmönnum. Einar Agústsson, utanrikis- Heyskapur almennt mánuði á eftir miðað við meðalár Gsal—Reykjavik. — Heyskapur hefur að mestu legið niðri um allt land I cina tiu daga, og er gras viðast hvar úr sér sprottið. Aö sögn Agnars Guðnasonar, ráöu- nauts hjá Búnaðarfélaginu er heyskapur almennt nú mánuði á eftir miöað við meðalár og sagði Agnar að gera mætti ráð fyrir minna mjólkurmagni i haust, sakir þess hve háarsprctta væri litil þegar sláttur hæfist jafnseint og nú. Agnar sagði að i undangenginni óþurrkatið hefðu bændur átt um tvo kosti að velja hvað heyskap áhrærði, annars vegar að slá grasið og láta það hrekjast eða biða með að slá og fá grasið of- vaxið og trénað. „Rigningar- sumarið 1955 gerðum við at- huganir á þessu hjá Búnaöar- félaginu", sagði Agnar, ,,og tók- um sýnishorn, bæði af hröktu og úr sér sprottnu heyi. 1 ljós kom að mjög litill munur var á næringar- gildi heysins. Eldri bændur hafa þó viljað halda þvi fram, að betra sé að gefa kúnum hrakið hey en úr sér sprottið og trénað, þvi úr sér sprottið hey sé illmeltan- legra”. Agnar kvaðst telja, að alls stað- ar á landinu væri grasspretta með ágætum, en tilfinnanlega vantaði nú þurrk til þess að bænd- ur gætu hirt. Sagði Agnar að slætti væri hvergi lokið á landinu en hann kvaðst telja að Eyfirð- ingar væru lengst komnir i heyskap. „Allur heyskapur er nú um mánuði á eftir miðað við meðalár”, sagði Agnar. Agnar sagði að þegar vel áraði byrjuðu bændur að slá um miðjan júni, en i ár hefði sláttur almennt ekki hafizt fyrr en um miðjan júli, þótt einstaka bændur hefðu byrj- að nokkru fyrr. „bað er stór galli samfara þvi að sláttur hefst seint, þvi háarspretta verður þá litil sem engin, og það er vitað, að bændur treysta á endurvöxtinn til beitar, bæði fyrir nautgripi og sauðfé. bað má reikna með minna mjólkurmagni i haust af þessum sökum," sagði Agnar Guðnason að lokum. burrkur var á vestanverðu landinu i gær en að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings má þó búast við að þykkni upp á vestanverðu landinu i dag. A Norðurlandi var svalt veður i gær og þurrkalitið og á Austuriandi er skýjað, þannig að þurrkurinn i þeim iandshlutum ætlar að láta eitthvað biða eftir sér, — og raun- ar má segja sömu sögu um Suð- austurlandið, en þar hefur gengið á með skúrum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.