Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 30. júli 1975. Léttklædd gengilbeina í Japan Allir hafa heyrt um „geishurn- ar” i Japan. Þær voru til augna- yndis og skemmtunar öldum saman á samkomustöðum og sérstökum veitingahúsum, sem voru kennd við þær. Þær voru I þjálfun frá barnæsku i þvi, hvernig ætti að snyrta sig, koma fram með yndisþokka, syngja og skemmta gestunum á allan hátt, og einnig að framreiða mat, te og vin sem bezt varð á kosið. Þessi geishu-hús eru enn til i Japan, og þykja mjög fin og eru eftirsótt af ferðamönnum, sem hafa nóga peninga, en margt hefur nú breytzt siðan I heimsstyrjöldinni og með her- setu Bandarikjamanna I land- inu árum saman. Slika gengil- beinu sem þessa hér á myndinni hefði ekki verið hægt að sjá I Japán fyrir nokkrum árum, en tímarnir breytast og mennirnir með. Myndin af þessari létt- klæddu gengilbeinu var tekin i japönsku borginni Kobe, og var tekið fram I myndatextanum, að stúlkan væri japönsk, en hefði augsýnilega látið gera skurðaðgerð á sér til að breyta skásettum augum sinum, og lát- ið lita hár sitt rautt, til að fá á sig meira vestrænan svip, þvi að nú keppast fin veitingahús i Japan um að hafa útlendar stúlkur i sinni þjónustu. Sagt er að Japönum finnist mikið varið i að láta t.d. norræna, ljóshærða stúlku rétta sér tebollann sinn eða saki-glasið. Talið er að um það bil 8000 útlendar stúlkur vinni i Japan á veitingahúsum, sem barstúlkur og skemmti- kraftar. Aðallega eru það bandariskar, þyzkar og skandi- naviskar stúlkur, sem hafa komið sem ferðamenn i landið. Þær vinna helzt i stórborgunum Tokyo, Ginza, Azabu og Akasaka,-og flestar vinna ólög- lega, þvi að þær hafa ekki vinnuleyfi i Japan, en sagt er að veitingahúsaeigendur reyni að múta eftirlitsmönnum út- lendingaeftirlitsins til að taka ekki hart á þvi, þó að stúlkurnar vinni nokkra mánuði hjá þeim, — og græða allir á samkomu- laginu! Mest þykir varið i háar, ljóshærðar, norrænar stúlkur, og fá þær stundum i kaup og þjórfé um 300 til 500 dollara á kvöldi. Það eru ekki nema allra- finustu veitingastaðirnir, sem hafa ráð á svona dýrum stúlk- um, en margir fara að eins og þeir þarna i Kobe, og láta japönsku stúlkurnar lita á sér hárið, og reyna að gera sig út- lendingslegar. - Heldurðu ekki að við ættum að Þá veröa tengdamæðurnar færri. segja þeim frá,að það er bannað með lögum að brenna drasl i görðum? DENNI DÆMALAUSI „Það er ekkert að. Ég setti bara svolitla tómatsósu I hunda- matinn hans.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.