Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. júll 1975. TÍMINN 5 Þýðing landbúnaðarins Sem kunnugt er, eru mjög skiptar skoðanir innan Sjálf- stæðisflokksins um þýðingu landbúnaðarins. Þannig hefur annað aðalmálgagn flokksins, Vlsir verið mjög neikvætt I garð landbúnaðarins. Aftur á móti hefur Mbl. reynt að bera I bætifláka fyrir skrif Visis, sbr. leiðari blaðsins I gær, en þár segir m.a.:.: „Samkvæmt opinberum heimildum framfærði land- húnaður á tslandi beint um 15.000 manns á sl. ári. Að auki var talið aðum 25.000 manns hefðu framfæri af viðskiptum og þjónustu við iandbúnaðinn og eru þá ekki meðtaldar þær fjölskyldur, sem byggja af- komu slna á skinna- og ullar- iðnaði. Segja má þvl með full- um rétti að ekki færri en 40.000 íslendingar byggi afkomu slna með einum eða öðrum hætti á tilvist landbúnaðar I þjóðar- húskapnum. Heildarverðm æti land- búnaðarafurða á verðlagsár- inu 1973-1974 (heildsöluverð) er talið hafa numið nálægt 11,6 milljörðum króna. Þar af var verð til bænda um 9.3 mill- jarðir króna. Hlutur land- búnaðarins I verðmætasköpun þjóðarbúsins er þvl verulegur. Útflutningur iðnaðarvara, sem unnar voru úr hráefnum MF Massey Ferguson MF -15 HEYBINDIVELAR nýjung á íslandi Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, víðs vegar um heiminn, hefur sannað gildi þeirra svo sem annarra framleiðsluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggð einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aðeins 12 talsins, þar af aðeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viðgerðamenn um land allt hafa fengið sérþjálfun í viöhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Kynnið ykkur hið hagstæöa verð og greiðsluskil- mála. Hafið samband við sölumenn okkar eða kaupfélögin. A/ SUÐURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK-SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS landbúnaðar, svo sem ull og skinnum, var áætiaður 2417 milljónir króna á sl. ári. Gjaldeyriseyðsla I þágu land- búnaðar á sl. ári nam um 2.260 m. kr. eða nokkru lægri upp- hæð en fékkst fyrir umræddar iðnaöarvörur.” Skilningur Þá segir I Mbl.: „Sjálfsagt er að stefna að aukinni hagkvæmni I fslenzk- um landbúnaði og gera hann þann veg i\r garði, að hann fallisem bezt að framtlðarvel- ferð þjóðarheildarinnar. Sllk viðleitni ber þó ekki árangur nema að henni sé staðið með skilningi á gildi landbúnaðar I þjóðar húska pnum . Illutur bændastéttarinnar I mótun is- lenzkrar menningar og varð- veizlu margháttaðra verð- mæta, sem ekki veröa mæld I krónum eða tölum, er og engu þýðingarminni nú en fyrr á árum jafnvel meiri nú en áð- ur.” Undir þessi orð skal tekið. Leitt er, að Visir skuli ekki vera sammála þessu. — a.þ. AUGLYSIÐ I TIMANUM Stórmót sunnlenzkra hestamanna Stórmót 1975 að Rangárbökkum laugardag- inn 9. ágúst og sunnudaginn 10. ágúst. Dagskrá: Laugardag 9. ágúst. Kl. 10.00 Kynbótadómnefnd starfar. Sunnudag 10. ágúst. Kl. 10.00 Undanrásir kappreiða. Kl. 13.00. Hópreið hestamanna. Ilelgistund, sr. Stefán Lárus- son. Mótið sett Magnús Finnbogason. Sýning kynbótahrossa, dómum lýst. Sýning og dómar gæðinga. Úrslit kappreiða. Verðlaunaafhending og mótslit. Verðlaunapeningar veittir þremur efstu hestum í hverjum flokki kynbótadóma, i báðum flokkum gæðinga og öllum hlaupagreinum. 1 kappreiðum verður keppt I 250 m skeiði, 1500 m stökki, 1500 m brokki, 800 m stökki og 350 m stökki. Ekkert þátttökugjaid kappreiðahrossa og peningaverðlaun sem sæmir Sórmóti, eða samtals 174 þúsund. Þátttaka kappreiðahrossa tilkynnist Magnúsi Finnbogasyni fyrir sunnudag 3. ágúst, en þátttaka kynbótahrossatilkynnist formönnum einhverra hestamannafélaganna. Geysir— Kópur — Ljúfur — Logi — Sindri — Sleipnir — Smári — Trausti. HÚSMÆÐUR á SKORA 1 Á Z STJORNVOLD — að endurskoða stjórnarskróna um jafnrétti Húsmæöur i Reykjavik, sem dvöldu nýlega i orlofi að Laugum i Dalasýslu taka undir eftir- farandi ályktun: Ráðstefna i tilefni alþjóðlega kvennaársins, haldin i júni 1975, beinir þeirri áskorun til islenzkra stjórnvalda, svo og til nefndar þeirrar, er alþingi hefur falið að endurskoða stjórnarskrá Islands, að sett verði i stjórnarskrána ákvæði um jafnrétti milli karla og kvenna, sbr. yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna 1967, um afnám misréttis gagnvart konum, en þar segir m.a.: Grundvallaratriði jafnréttis skal sett i stjórnarskrá eða tryggt á annan hátt með lögum. Héraðshátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði um verzlunarmannahelgina Föstudagur: Dansleikur kl. 10-2, BG og Ingi- björg. Laugardagur: Kl. 14: Hátíðin sett, Jóhannes Árnason sýslumaður. (þróttasýning pilta. Barnadansleikur. Hljómsveitin Þrymur leikur. Halli og Laddi koma í heimsókn.KI. 10-2 dans- leikur, BG og Ingibjörg. Sunnudagur: Kl. 10.30: Guðsþjónusta, séra Þór- arinn Þór prófastur. Kl. 14: Víðavangshlaup. Kappróður á Vatnsdalsvatni, sjóskíðasýning. Kl. 10-1: Dansleikur, Þrymur leikur. Kl. 1: Hátíðinni slitið með varðeldi og f lugeldasýningu. Neyzla áfengra drykkja er bönnuð! Vestfirðingar! Fjölmenniðá ykkar eigin héraðs- hátíð. Gestir hvaðan sem er af landinu velkomn- ir. iþróttasamtökin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.