Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 30. júll 1975. ÞANKAR Á ÞJÓÐHÁTIÐ Dr. Hallgrímur Helgason: AD TIGNA ARF FEDRANNA, TREYSTA TUNGUNNI OG TRÚA Á LANDID Ræða flutt á þjóðhátíð Selfossbúa 17. júní sl. Á langdvölum minum erlend- is hefi ég orðið þess áskynja, að tsland er mikils metið sem gömul menningarlind. I mið- Evrópu var það viða draumur manna að hafa einu sinni séð þetta forna, leyndardómsfulla goðsagnaland. 1 Kanada, næst stærsta landi heims, dáðust menn að langvarandi, frjóu samhengi tungu og bókmennta. Vissulega hlýnaði manni við slik ummæli. Goðsögn og bók- menntir voru lykill að leyndar- dómi íslands i augum út- lendinga. Nú er goðsögn upphaf sögu og ljóðgerð upphaf bók- mennta. Hvort tveggja mætist, goðsögn og ljóðgerð, i Eddu þeirri, sem kennd er við klerk i Rangárþingi t Eddu hans er lagður hyrningarsteinn að sagn- fræði og skáldlist. Fáar þjóðir eiga þess kost að byrja tilveru sina á nýnumdu landi svo glæsilega, með ljóðum um guði sina, heilræði þeirra, lif og örlög. Þetta er vissulega vis- ir að voldugri menningu. En menning er fjölþætt fyrirbæri og fleira er menning en ritfestar hugsanir. Bændamenning Mannvinurinn mikli, Albert Schweitzer, segir samkvæmt reynslu sinni i Afriku, að menn- ing hefjist á handverki. Hjá okkur beinist þessi grein menningar frekar aö handiðn heimilis en stóriðn bygginga, þvi að torfengið er efni i varan- lega húsamið og brúargerð. Menning mótast hér sem annars staðar af lifsskilyrðum. Hér réð bóndinn ferðinni. Stutt er siðan við vorum hreint bændaþjóðfélag, og bændur okkar voru hjarðmenn og veiöimenn, enda höfðu þeir oft búferlaskipti. Nú er óðum veriö að vélvæða þetta sam- félagsform. Kröfur til lifsgæða verða æ meiri. Um leið gengur á gamlar tekjulindir, nýjar verða þá að skapast. Upp risa verk- smiðjur og iðjuver, enda þótt ekki sé fullrannsakaö, hvort landsins gæði megi betur nýt- ast, einkum til stórum meiri matvælaframleiðslu handa hungurmorða heimi, þar sem 10.000 menn deyja úr sulti dag hvern allt árið um kring. Samkvæmt höfuðatvinnuskil- yrðum lands til búskapar á sveitabýlum var menning okkar bændamenning. Menningar- bragur gat verið að listilega fléttuðu hrosshársreipi bónda ekki siður en að haglega kveð- inni ferskeytlu eða vel smiðuð- um fjalaketti. Bóndinn var sjálfum sér nógur nema i föium á kornvöru, siöar ennfremur á kaffi og sykri og járnvöru. Lifið var erfitt, en fólkið varð um leið harðgert, fært um að striða i ströngu við óblið náttúruskil- yrði. Tæknivæöing Þannig er búið hér við land- námsaðstæður i þúsund ár, allt fram að siðari heimsstyrjöld, þar sem farast 52 milljónir manna. Hrikaleg átök færa ís- land i brennipunkt. Hernám hefst 1940 og herseta heldur áfram æ siðan. Málrófsmikið andóf gegn Dönum gleymist von bráðar en fær lokaútrás við lýð- veldistöku 1944. Eftir lok siðari heimsstyrjald- ar má segja, að þáttaskil hefjist i sögu lands. Það er sem nú verði að veruleika hvatning Einars Benediktssonar, „bóka- draumnum, böguglaumnum breyt i vöku og starf.” Umskipti eru ótrúleg. Amboð eru lögð fyrir róða. Bilar og traktorar annast hlutverk hesta. Skurð- grafa og mokstrarvél útrýma skóflu. Ein vél vinnur margra manna verk. Heimilisfólki á sveitabæ fækkar en vélum f jölg- ar. Tækni heldur innreið sina i landið. Lifskjör batna og vel- megun eykst um leið og ræktun lands tekur stórfelldum stakka- skiptum og hagnýting fiskimiða er tryggð með mikilvirkum veiðiskipum. Kola og oliulampi hverfa úr sögunni með almennri raflýsingu. Tað, mór og kol úr- eldast við notkun iaröhita. Vel er nú búið að landsins fólki. Skóiar sjá æsku fyrir hæfi- legri menntun, sjúkrahús ann- ast heilsuveila og almennt tryggingakerfi styrkir óvinnu- færa. Stökkið frá moldargólfi, menntunarleysi, lækningaskorti og öryggisleysi elli og örorku er feiknanlega stórt. Fæstir gera sér grein fyrir gjörbreytingu þessari, einkum þeir sem ekki hafa reynt tvenna tima. Ættjarðarást En svo mjög sem viö fögnum öllum verklegum framförum, megum við aldrei einblina um of á meðal og gleyma takmarki. Ættjarðarást er úr sér gengin, segja máske margir. Samt sem áður hefir hún veriö sá afl- brunnur, sem knúið hefir til dáöa marga okkar beztu menn. Máttur ættjarðarástar brýzt fram i kvæðum Jónasar, mynd- um Kjarvals og söngvum Helga Helgasonar. Thorvaldsen, Niels Finsen og Vilhjámur Stefánsson báru i brjósti eilifa þakksemd fyrir islenzkan uppruna sinn, þótt þeir lifðu erlendis, alveg eins og konungur allra islenzkra skáldbænda, Stephan G. Stephansson, og Vestur- tslendingar i Kanada eru allir stoltir af ættstofni sinum. t kapphlaupi eftir ytri gæðum og stundarlegum ávinningi vill okkur oft gleymast, hvað það er sem i rauninni gefur lífi manns varanlegt gildi. Margt er gling- ur sem glepur og tál sem tælir. Nauðsynjar eru fáar en fánýti fjölmargt, og enginn verður Dr. Haligrimur Helgason hólpinn sem neyzludýr I alls- nægtasamfélagi. Andi manns þarfnast verkefna og sálin nær- ingar. Iðjulaus andi og van- nærð sál rata ekki leið til fulls þroska eða sannrar ánægju. Lífsþægindakapphlaup Þjóðhátiö er tilefni til ihugun- ar, tilraun til uppfyllingar. Hún á að vera annað og meira en bara pylsur og popp. Það ætti að vera annarra daga ráðslag. Hún á að gefa tilefni til þess að virkja anda og sál til frama fyrir föðurland. Hún á að vera heitstrenging um að efla hag ættjarðar. Hún á að vera úttekt á afstöðu okkar til átthaga, ræktarsemi við móðurmál, holl- ustu við eigin þjóð. Andleg vel- ferð og sálarheill einstaklinga jafnt sem heilla þjóða byggist á þvi, að þessir frumþættir þjóð- legrar tilveru séu virtir og veg- samaðir. Mönnum hættir til þess að einbeita of miklu að efnalegri velferð. Þeir gleyma þvi, að hún á að vera aðeins umgjörð þess, sem inni fyrir býr. Þetta viðhorf verður almennra i stórri borg en dreifðri byggð. Borg er brenni- depill siðtækni, sveit er brenni- depill náttúru. Borg hýsir hóp- sál, sveit einstaklingssál. Borg- in dreifir huga manns, sveitin safnar honum saman. Andstæður eru ótal-margar, bæði við dagleg störf og i tómstundum. Náin snerting við islenzka náttúru hlýtur að leiða fram önnur viðbrögð við mann- legum hugðarefnum og vanda- málum en amstur á asfalti. Forn menning Islands var bændamenning, og ennþá lifir hún meðal okkgr. Nægir að benda á Helga á Hrafnkels- stöðum sem einn valinn fulltrúa hennar, þótt höfuðstöðvar þeirr- ar framhaldsmenningar hafi nú flutzt til þéttbýlis. 600 ára sjálfstæðis- barátta Árnesinga En menntun hjartans, sem of sjaldan er nafni nefnd, hún þrifst bezt i faðmi islenzkrar náttúru, en ekki með múgi á malbiki. Þessi menntun hjart- ans er meira en þroskun kaldrar skynsemi og söfnun þekkingar. Hún leggur rækt við alla þá eiginleika, sem gera manninn að boðbera kærleikans og tals- manni hárra hugsjóna. Árnesingar hafa á umliðnum öldum sýnt, að þeir stóðu framarlega i fylkingu lands- manna, til þess að tryggja frelsi og krefjast réttlætis. 1 Arnesingaskrá árið 1375 kveða sýslubúar skýrt á: „Lögmenn viljum vér jafnan hafa þá eina, er I lögréttu eru samþykktir af almúga með réttu þingtaki, ef þeir halda lög við þegnana.” — Arnesingar geta þvi á þessu ári hreyknir haldið hátiölegt 600- ára-afmæli þessara einarðlegu mótmæla gegn erlendu skatt- heimtuvaldi. — Rúmum hundr- að árum siðar, 1496, bindast ibú- ar þessarar sýslu enn samtök- um og gera Ashildarmýrarsam- þykkt gegn órétti og yfirgangi. I báðum þessum Arnesinga- skrám er réttlætisþrá aflvaki, umhyggja fyrir velferð lands- manna, samfara ást á heima- byggð. Þetta mætti kalla stjórnarfarslega ættjarðarást. Að tigna, treysta og trúa á landið Þess eru mörg dæmi, að svip- uð ættjarðarást er enn lifandi á okkar blessaða landi, ekki sizt hjá þvi fólki, sem erjar okkar jörð og sækir sjó. Góður Islendingur er sá, sem ann sinni ættjörð, vill henni hið bezta og tileinkar henni það æðsta, sem hann á, vinnu sina við hvers kyns ræktun, sköpun og upp- byggingu og þar með hug sinn, hönd og hjarta. Það er ei til efs, að styrkust stoð i þvi aldrei dvinandi átaki rennur undan rifjum dreifbýlis, þar sem fólkið er i stöðugu sam- býli við islenzka náttúru i bliðu og striðu, talar hreinasta mál og temur sér bezta siði. Þótt villu- gjarnt sé á vegi veraldar-auðs, þá verður jafnan þyngst á met- um hjá öllum góðum Islending- um sú háa þrieflda hugsjón ætt- jarðarástar að tigna arf feðr- anna, treysta tungunni og trúa á landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.