Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 110. júli 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: hórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Ilelgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500- — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Mikið afrek Samkvæmt seinustu skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar i Paris (OECD) eru nú um 15 milljónir atvinnuleysingja i þeim löndum, sem eru aðilar að stofnuninni. Hér er um að ræða mestu iðnaðarlönd heims eins og Bandarikin, Jap- an og Efnahagsbandalagslöndin. Aðeins eitt þátt- tökurikið hefur sama og ekkert atvinnuleysi. Þetta land er ísland. Atvinnuleysið i þessum löndum rekur að miklu leyti rætur sinar til hækkunarinnar á oliuverðinu og annarra verðhækkana, sem fóru i kjölfar henn- ar. öll hafa þau þó sloppið betur i þessum efnum en Island. Ekkert þessara landa er háð eins mikl- um innflutningi og ísland. Mörg þessara landa hafa lika fengið hlut sinn meira og minna bættan með verðhækkunum á ýms- um útflutningsvörum sinum. Þetta gildir hins vegar ekki nema að litlu leyti um ís- land. Sjávarútvegurinn er aðalútflutningsat- vinnuvegur íslendinga, en kreppan nú hefur ekki leikið aðra atvinnugrein verr en sjávarútveginn. Um þetta má nú t.d. lesa i dönskum og norskum blöðum, þar sem fullyrt er, að sjávarútvegurinn hafi aldrei átt að striða við meiri erfiðleika siðan á kreppuárunum milli 1930—1940. Verðið á afurðum hans hefur fallið, en allur framleiðslukostnaðurinn stórhækkað. Erfiðleikar sjávarútvegsins valda ekki nema takmörkuðum erfiðleikum i þessum löndum, þvi að þau styðjast við margar aðrar mikilvægar atvinnugreinar, sem hafa sloppið bet- ur. Hér veltur hins vegar þjóðarafkoman langmest á sjávarútveginum. Af framangreindum ástæðum hefur hin alþjóðlega viðskiptakreppa nú ekki leikið neina þjóð innan OECD jafn grálega og Islend- inga. Þó eru Islendingar eina þjóðin innan OECD, sem hefur tekizt að bægja atvinnuleysinu frá dyr- um sinum. Bæði vinstri stjórnin og núverandi rikisstjórn eiga heiður af þvi, að þessi árangur hefur náðst. Að ráði Ólafs Jóhannessonar brást vinstri stjórnin fljótt við, þegar fyrirsjáanlegt var á siðastliðnu vori, að atvinnuörygginu var stefnt i hættu. Stjórn- in lagði til að kaupgjaldsvisitalan yrði bundin og ekki leyfðar meiri kaupgjaldshækkanir að sinni en 20%. Illu heilli hindraði stjórnarandstaðan þetta, og varð ólafur Jóhannesson þvi að rjúfa þing og setti vinstri stjórnin siðan bráðabirgðalög um visitölubindinguna. Eftir kosningarnar viður- kenndu allir flokkar, að efnahagsástandið væri orðið svo erfitt, að a.m.k. 15% gengisfelling væri ó- hjákvæmileg. Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn mynduðu siðan rikisstjórn, eftir að myndun nýrrar vinstri stjórnar hafði strandað á sameiginlegum óvilja Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins. Hin nýja rikisstjórn lækkaði sið- an gengið, en setti jafnframt, að ráði Ólafs Jó- hannessonar, lög um láglaunabætur. Aftur varð rikisstjórnin að lækka gengið á siðastliðnum vetri. Jafnhliða þvi, sem rekstur útflutningsins hefur verið tryggður á þennan hátt, hefur stjórnin reynt að halda uppi miklum framkvæmdum. Þannig hefur tekizt að tryggja næga atvinnu. Ráðstöfunum þessum hefur óhjákvæmilega fylgt nokkur kjaraskerðing, en hún hefur verið fram- kvæmd þannig, að hún hefur orðið tiltölulega minnst hjá láglaunastéttunum. Þess vegna búa ís- lendingar nú yfirleitt við betri kjör en flestar aðrar þjóðir, ásamt þvi, að þeir hafa, næga atvinnu. Þetta er vissulega mikið afrek, þegar tekið er tillit til hinna erfiðu kringumstæðna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Vestrænir leiðtogar ræða efnahagsmól Atvinnuteysið veldur þeim mestum óhyggjum Xavier Ortoli, formaöur stjórnarnefndar Efnahagsbandalags- ins og Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna ÞÓTT leiðtogafundurinn i Hel- sinki dragi nú að sér mesta at- hygli, hafa fundarhöld vest- rænna þjóðarleiðtoga ekki sið- ur vakið athygli að undan- förnu. Þau eru glögg merki þess, að batnandi sambúð milli austurs og vesturs i Evrópu, hefur ekki orðið neitt til þess að veikja vestrænt samstarf, nema siður sé. Vestrænum þjóðum er ljóst, að samstarf þeirra er jafn nauðsynlegt eftir sem áður. í siðustu viku fóru þeir báðir til Bonn, Giscard d’Estaing Frakklandsforseti og Harold Wilson forsætisráðherra Bret- lands. Þeir áttu þar viðræður við Helmut Schmidt kanslara. Almennt er álitið að helzta umræðuefni þeirra hafi verið að ræða um atvinnuleysið i löndum Efnahagsbandalags- ins og sameiginlegar ráðstaf- anir til að reyna að draga úr þvi. Atvinnuleysi helzt enn mikið i löndum Efnahags- bandalagsins og hefur jafnvel haldið áfram að aukast í sum- um þeirra. Þannig er tala at- vinnuleysingja nú komin yfir eina milljón i Bretlandi, og hefur aldrei verið þar eins mikið atvinnuleysi siðan á kreppuárunum milli 1930 til 1940. Þetta veldur að sjálf- sögðu miklum ugg þar i landi og hefur átt sinn þátt i þvi, að leiðtogar verkalýössamtak- anna hafa talið rétt að draga úr kröfum sinum og að sætta sig við þá stefnu rikisstjórnar- innar, að kaup megi ekki hækka meira en um sex sterlingspund á viku næstu 12 mánuðina. Um helgina kom svo Gerald Ford Bandarikjaforseti til Bonn og átti itarlegar viðræð- ur við Helmut Schmidt kansl- ara. Talið er að viðræður þeirra hafi snúizt aðallega um samstarf á sviði efnahagsmál- anna og þá fyrst og fremst um sameiginlegar aðgerðir til að draga úr atvinnuleysinu jafnt austan hafs og vestan. Aður en Ford fór frá Bonn lýsti hann þvi yfir, að Bandarikin teldu það mikilvægt, að Efnahags- bandalagið efldist sem mest og að samstarf væri vaxandi milli þess og Bandarikjanna. ÞAÐ gerðist svo i siðustu viku, að stjórnarnefnd Efnahags- bandalagsins lagði fram til- lögur, þar sem skorað er á öll Efnahagsbandalagslöndin, nema Bretland og Irland, að hefjast handa um ráðstafanir, sem hafi það að markmiði að draga úr atvinnuleysinu. Ráð- stafanir þessar eiga að vera fólgnar i þvi, að auka opinber- ar framkvæmdir, t.d. á sviði Kumor utan- rikisráðherra ttaliu samgöngumála, umhverfis- mála, ibúðabygginga o.s.frv. Þá skulu gerðar ráðstafanir til að auka kaupmáttinn, einkum þó hjá láglaunastéttunum, og örva eftirspurn eftir vörum á þann hátt. Siðast en ekki sizt, skal svo reynt að örva fjár- festingu og framtak atvinnu- fyrirtækja með auknum lán- um og lækkun vaxta. Saman- lagt á þetta allt að geta orðið til að draga úr atvinnuleysinu. Rétt er talið að undanþyggja Breta og Ira slikum aðgerðum að sinni, sökum erfiðra fjár- hagsaðstæðna, en þeir eiga beint og óbeint að geta notið góðs af þessum aðgerðum i öðrum löndum Efnahags- bandalagsins. Lagt er til, að löndin reyni sem mest að samræma þessar aðgerðir sinar með það fyrir augum að þær geti haft áhrif innan allra Efnahagsbanda- lagslandanna. Þá er lögð á- herzla á, að þau auki samstarf sitt út á við, m.a. varðandi að- stoð við þróunarlöndin, en slik aðstoð gæti á margan hátt orð- ið til að örva atvinnu innan Efnahagsbandalagsins, t.d. ef þróunarlöndunum væru veitt hagstæð lán til vörukaupa. Lögð er áherzla á, að styrkja einkum þau þróunarlönd, sem hafa orðið mest fyrir barðinu á hækkun oliuverðsins. TILLÖGUR þessar þykja bera merki um að vænta megi nánara samstarfs Efnahags- bandalagslandanna og þvi muni Efnahagsbandalagið efl- - ast og styrkjast i náinni fram- tið. Úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar i Bretlandi virð- ist hafa haft mjög jákvæð á- hrif á starfsemi þess. Þetta sést m.a. á þvi, að á nýloknum utanrikisráðherrafundi bandalagsins var ákveðið að veita þingi bandalagsins aukið valdsvið, einkum i sambandi við fjárlög bandalagsins. Þá náðist samkomul. um viðræð- ur við ýms riki i öörum heims- álfum um viðskipti þeirra og Efnahagsbandalagsins. Loks náðist samkomulag um sam- eiginlega afstöðu Efnahags- bandalagsins á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna, sem kemur samán i byrjun september og mun fyrst og fremst fjalla um nýsköpun efnahagsmála i heiminum. Mariano Rumor, utanrikis- ráðherra ftaliu verður þar aðaltalsmaður Efnahags- bandalagsins. Allt þykir þetta benda til, að Efnahagsbandalagið sé mjög að styrkjast i sessi og áhrif þess muni eflast. Þá virðist mega vænta nánara samstarfs þess og Bandarikjanna. Þ.Þ. 3* i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.