Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. júlí 1975. TÍMINN 9 erast i ðinum? sem lagt hefur verulegt fjármagn til starfsemi S.L. eins og að fram- an er getið. S.L. hefur þvi siður en svo heppnazt að byggja lagmetisiðn- aðinn upp, þ.e. þjappa verk- smiðjunum saman i eina sterka heild, auka fjölbreytni og gæði framleiðslutegundanna, byggja upp góða markaði erlendis fyrir islenzkt lagmeti og fá betri vinnsluhagræðingu i verk- smiðjunum- Fyrir rúmum 2 árum gerði S.L. samning við Georges S. Tomaszewski hjá Gastronomiske Institut i Kaupmannahöfn um að vinna að eftirfarandi verkefnum fyrir S.L.: a. Að hanna nýjar vörutegundir og mætti m.a. nefna: fiskisúpur, sild i sósum, fiskibollur i sósum og hörpudisk i sósum. b. Að gera endurbætur á upp- skriftum, notkun krydds og sósu- gerð i þeirri framleiðslu, sem þegar er i gangi. c. Að gera tillögur um nýtingu hráefnis, sem fram til þessa hefur ekki verið hýtt. Þetta fyrirtæki er að sögn S.L. eitt hið fremsta á svinu sviði, sem ráðgefandi fyrirtæki I matvæla- iðnaði og hefur starfað sem ráð- gjafi fyrir margar þekktustu lag- metisverksmiðjur i Norður- og Vestur-Evrópu. Fyrirtækið hefur auk sérfróðra manna i matvæla- iðnaði, yfirlit yfir markaðinn og kröfur hans. S.L. hefur tjáð mér, að þessu fyrirtæki hafi verið greiddar á þessum tveimur árum rúmar 14 milljónir króna. Það sem S.L. hefur fengið fyrir þessa háu upp- hæð eru 36 uppskriftir að nýjum vörutegundum, ásamt ýmsum tæknilegum upplýsingum. Hver hefur svo árangurinn orð- ið af þessari tilraunastarfsemi danska fyrirtækisins? Engin ný vörutegund hefur verið framleidd til útflutnings á þessu timabili. Forráðamenn Gastronomiske Institut hafa komið hingað nokkrum sinnum á ári og hefur þá stundum verið mikil auglýsingastarfsemi hjá S.L. i fjölmiðlum um ágæti þess- ara aðila og sýnishorna nýrra vörutegur.da, sem þeir hafa framleitt fyrir islenzkar lag- metisverksmiðjur. Ég hef tvisvar sjálfur verið viðstaddur slikar kynningar þeirra. Vörutegundir þær, sem þeir sýndu og lofuðu framleiðendum að bragða á, voru vissulega bragðgóðar og litu vel út, en voru flestar allt of dýrar i framleíðslu, ef samanburður er gerður við samsvarandi erlendar tegundir. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir lélegum árangri þessarar tilraunastarfsemi. Tilraunaframleiðsla á fiskisúp- um, fiskibollum, sildarflökum og hörpudisk i ýmsum sósum stóð til að byrja á fyrri hluta þessa árs, en ekkert hefur ennþá orðið úr þvi. Mér hefur verið tjáð, að sennilega verði eitthvað af þessu framleitt i haust. Það er stór- furðulegt, hvað sáralitið hefur komið út úr þessari tilraunastarf- semi Gastronomiske Institut, ef miðað er við það fjármagn, sem þvi hefur verið greitt, og eins hitt að þarna eiga að vera háþróaðir tæknimenn á þessu sviði. Ég vil á engan hátt gera litið úr hæfileikum tæknimanna þessa danska fyrirtækis, þar sem þeir hafa þegar lagfært 2 framleiðslu- tegundir, en þær eru niðursoðin þorskhrogn og kaviar. Ég held, að verksmiðjurnar hafi ekki verið tilbúnar til að taka á móti þeim nýju vörutegundum, sem þeir hafa stungið upp á og það sé ein ástæðan fyrir þvj að nær enginn árangur hafi orðið. Aðalábyrgð- ina á þessu ber að sjálfsögðu S.L., sem átti að marka stefnuna I þessu máli. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hafði áður með höndum til- raunastarfsemi fyrir lagmetis- iðnaðinn, sem var að sjálfsögðu fátækleg, enda var enga peninga að fá til slikrar tilraunastarfsemi. Þó held ég, að meiri sjáanlegur árangur hafi orðið að þeim til- raunum fyrir verksmiðjurnar, en sú sem nú er keypt háu verði erlendis frá. Þegar S.L hóf starf- semi sina benti ég forráðamönn- um hennar oft á það, að samtimis þvi að sölustarfsemin yrði byggð upp, þyrfti að framkvæma eftir- farandi: Að gera úttekt á núverandi ástandi allra lagmetisverksmiðja landsins, svo hægt verði að gera skipulagða áætlun um eftirfar- andi atriði: a. Kaup á nýjum vélum og tækjum, þar sem endurnýjunar væri þörf. b. Gera endurbætur á verk- smiðjubyggingunum og umhverfi þeirra, bæði er varðar hreinlæti og hollustu, breytingar er skapa aukna vinnuhagræðingu og nauð- synlegar viðbyggingar, þar sem komið yrði fyrir hráefnisgeymsl- um, kæli- og frystiklefum, þar sem þeirra væri þörf. c. Reyna að bæta úr tækni- menntunarskorti yfirmanna, sér- staklega verkstjóra verksmiðj- anna. d. Hvaða hráefnismöguleika viðkomandi verksmiðjur hafi. Þessu var ekkert sinnt. Engum ákveðnum aðila bar að lána til þessarar starfsemi, þó svo að Iðnþróunar- og Iðnlánasjóður hafi lánað óverulegt fjármagn til lag- metisverksmiðjanna. Þetta hefur orsakað það, að islenzkar verk- smiðjur hafa m.a. dregizt veru- lega aftur úr erlendum verk- smiðjum á sviði véla- og tækja- búnaðar og vinnsluhagræðingar, sem veldur svo þvi, að þær eiga nær enga möguleika á þvi að vera samkeppnisfærar með verð á framleiðslutegundum sinum á heimsmarkaðinum. S.L. byrjaði að selja strax þær vörutegundir verksmiðjanna, sem þær og ýmsir aðrir höfðu reynt að selja erlendis árum sam- an með frekar litlum árangri. Það átti að sjálfsögðu fyrst að staðla þessar vörutegundir og endurbæta, áður en S.L. byrjaði að reyna að selja þær < oindir sinu eigin vörumerki. Eftirlit með útflutningi lag- metis er i höndum Gerladeildar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins og hefur frá upphafi ekki verið nógu strangt. Aðalástæðan fyrir þvi er sú, að engin almennileg reglugerð er til fyrir útflutning á lagmeti. Ég var fenginn ásamt Gisla Hermannssyni, verkfræð- ingi til að semja uppkast að nýrri reglugerð I tið fyrrverandi iðn- aðarráðherra. Skiluðum við upp- kasti að slikri reglugerð um mitt ár 1973 til iðnaðarráðherra, en þessi reglugerð hefur aldrei séð dagsins ljós, sem liklega hefur orsakazt af þvi, að hún hafi verið allt of ströng. Núverandi iðnaðar- ráðherra hefur skipað tvo ágætis menn til að semja nýja reglugerð og er vonandi, að hún sjái dags- ljós sem allra fyrst. S.L. verður einnig að gera staðla yfir allar þær vöruteg- undir, sem seldar eru undir hennar eigin vörumerki. Þetta tvennt er forsenda fyrir þvi, að það skapist grundvöllur á meiri vöruvöndun og jafnari gæðum hjá lagmetisframleiðendum en nú er. Það eru engir möguleikar á þvi að byggja upp erlenda mark- aði og fá gott söluverð fyrir Islenzkt lagmeti, nema Islenzka framleiðslan sé alltaf fyrsta flokks. Þvi að úr lélegu hráefni fæst aðeins léleg fullunnin vara. S.L. kostaði miklu fé til að láta hanna nýjar umbúðir með sinu eigin vörumerki. Ég er ekki fag- maður á sviði umbúðatækni, en ég tel þó, að nokkrar áprentaðar dósir, eins og t.d. þorskhrogna- dósir, séu ekki liklegar til að selja vöruna. En það sem er alvar- legast er, að S.L. hefur safnað miklum birgðum af umbúðum hér og erlendis. S.L. hefur tjáð mér, að það sé að vermætum 50 milljónir kr. og sé ein ástæðan fyrir þessum miklu umbúða- birgðum sú, að oft sé 6 mánaða afgreiðslufrestur á ýmsum teg- undum umbúða og hafi þá orðið að panta umbúðir fyrir væntan- lega samninga, áður en þeir hafi verið undirritaðir. Sala hafi svo t.d. á kaviar stórkostlega minnkað eftir að umbúðirnar hafi verið keyptar. Þetta er þvi alvar- legra, þar sem mest af þessum umbúðum eru áprentaðar ákveðnum vörutegundum og sala nokkurra þeirra nær engin núna. Ég tel að sambandið á milli S.L. og verksmiðjanna sé langt frá þvi að vera nægjanlega gott. Dæmi um slikt mætti t.d. nefna, að framleiðandi skrifar S.L. bréf og óskar eftir upplýsingum um mögulegt verð og magn á þeim vörutegundum, sem hann fram- leiðir. Hann óskar eftir þvi að fá svar hið fyrsta, þar sem hann þurfi að kaupa hráefni, sem að- eins sé framleitt á ákveðnum tima ársins, eins og t.d. saltaðri sild og söituðum grásleppuhrogn- um. Hann biður eftir svari frá S.L. fleiri vikur eða mánuði og fær þá loks ákaflega óöruggar upplýsingar, bæði er varðar verð og framleiðslumagn. Þetta stafar örugglega ekki af þvi, að þaö hafi vantað starfsfólk til þessara starfa. Annað dæmi langaði mig til að nefna i þessu sambandi. S.L. hvetur kaviarframleiðendur á s.l. ári að draga ekki úr kaupum á söltuðum grásleppuhrognum, en þegar framleiðendur hafa keypt hrognin stórdregur úr sölu kaviars og urðu flestir þeirra að selja hluta af þeim úr landi i heil- um tunnum. Kaviarframleiðslan minnkar stöðugt og er áætluð hráefnisþörf Islenzkra verk- smiðja um 300 tunnur I ár, en 1973 voru lagðar niður um 600 tunnur, en 1600 tunnur á s.l. ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Eysteini Helgasyni, sölustjóra S.L., sem hann gaf „Sjávarfréttum”, 3 tbl. 1975. Alls verða saltaðar I ár sam- kvæmt siðustu áætlun um 12.000 tunnur af grásleppuhrognum, Svo ekki er stór hlutinn, sem fullunn- inn verður hér heima. Kaviar er aðeins eitt sláandi dæmi um þá miklu erfiðleika, sem eru nú i lagmetisiðnaðinum. Tollamúrar EBE valda okkur erfiðleikum um sölu lagmetis i þeim löndum, en hvers vegna er þá ekki lögð meiri áherzla á sölu til annarra landa og athuga betur möguleika á framleiðslu fyrir erlenda aðila undir þeirra eigin sölumerkjum. Slik framleiðsla er i nokkrum verksmiðjum hér á landi, en i smáum stil. S.L. getur að sjálfsögðu byggt upp eigið sölumerki smám sam- an, en semja verður við stóra söluhringi erlendis, sem ráða flestir yfir miklu fjármagni, og láta þá selja fyrir okkur, á meðan við fáum aukna reynslu og þekk- ingu á viðkomandi mörkuðum. Nauðsynleg auglýsingastarfsemi vegan sölu lagmetis kostar gifur- legt fé og mun meira, en þær mill- jónir, sem S.L. hefur undir hönd- um. Sala á nær öllum tegundum lag- metis er mjög óörugg i dag hjá S.L., nema frekast á sölu gaffal- bita til Sovétrikjanna,, en sú framleiðsla stendur engan veginn undir sér, þar sem hráefnið er allt fo dýrt miðað við söluverðmæti gaffalbitanna. Sovétrikin hafa þó nær alltaf verið okkar langstærsti kaupandi lagmetis og oft bjarg- vættur I kaupum á gaffalbitum. Nú er að vita, hvort mögulegt sé fyrir lagmetisverksmiðjurnar að kaupa saltaða sild, sem veidd verður hér við land I haust. Verði samsvarandi eða hærra verð á söltuðu sildinni I haust og var á rekntasildinni, sem söltuð var á Höfn I Hornafirði á s.l. ári, þá geta islenzkar lagmetisverk- smiðjur enga sild keypt, nema komitilnýr markaður fyrir niður- lagöa sild. Það er hörmulegt til þess að vita, að lagmetisiðnaður- inn okkar skuli vera orðinn svo bágborinn, að hann geti ekki keypt innlent hráefni fyrir fram- leislu sina vegna þess að það er allt of dýrt. Það er eitthvað að hjá okkur, þegar erlendar lagmetisverk- smiðjur geta keypt nær alla framleislu t.d. saltaðra grá- sleppuhrogna, frystra þorsk- hrogna, sykursaltaðra þorsk- hrogna og saltaðrar sildar á mun hærra verði, en islenzkar verk- smiðjur geta borgað fyrir þetta hráefni, auk útflutnings- og flutn- ingsgjalda. Engin heildarathugun hefur farið fram á þessu sviði á vegum S.L. eða hins opinbera, en þó er þetta mergurinn málsins. Við verðum að finna meinið i lag- metisiðnaðinum og fjarlægja það. Verði það ekki gert hið bráð- asta, mun S.L. eftir þau tvö ár, sem eftir eru af styrktartima rikisvaldsins, liða undir lok og lagmetisiðnaðurinn halda áfram að vera hornreka i islenzkum fiskiðnaði. Rannsóknir fiskifræðinga okkar leiða stöðugt i ljós, að flest- ar fisktegundir, sem veiddar eru við strendur landsins að veiðan- legt magn þeirra fer minnkandi, þannig að I framtiðinni verður að- eins leyft að veiða ákveðið hámarksmagn af hverri tegund. Það hlýtur þvi að vera augljóst, að fyllri nýting sjávaraflans er það, sem við Islendingar verðum að stefna að á komandi árum. Við skulum ekki alltaf láta aðrar þjóðir hirða arðinn af þvi mikla og áhættusama starfi, sem islenzk sjómannastétt lætur þjóðarbúinu i té. Við skulum þvi fullvinna sjálfir hráefni okkar og stórauka þannig verðmæti þeirra. Fiskiðnaðurinn er og verður sú atvinnugrein hér á landi, sem skapar grundvöllinn að þeim lifs- kjörum, sem við höfum búið við undanfarin ár. Þórlákshöfn. 26. júli 1975. tslenzkt lagmeti ætlað til út- flutnings. Abbas tomatsill Skotl fÖrvoro* kolh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.