Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 30. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 82 ELLEFTI KAFLI. Loginn lýsti upp sprunguna og reykurinn smaug inn í hana vegna golunnar. Rambo hikaði andartak/ en smeygði svo rifflinum milli buxna og beltiS/ greip um kyndilinn og þrengdi sér inn. Grjótið undir honum var háltaf bleyfuog þvi hallaði niður á við. Hann þrýsti bak- inu þétt upp að öðrum veggnum til að hlifa rif junum við óþarfa nuddi og árekstrum á hinn vegginn. Því lengra sem hann fór og innar í sprunguna þeim mun lægra varð undir loft. Loks kom þar, að í gulleitri birtu kyndilsins sá hann að rakt grjótið í lofti og veggjum enda í holu, sem lá beint niður. Hann hélt blysínu yfir hol- unni, en birtan lýsti aðeins hluta hennar, sívíkkandi trekt niður i grjótið. Hann tók skothylki úr riff linum og lét það falla niður. Þegar það féll til botns var hann búinn að telja upp að þrem. Veikt málmhljóðið bergmálaði. Þrjár sekúndur. Það var ekki svo djúpt. Hann þreifaði f yrir sér^neð öðrum fætinum niður í holuna og hinn f ór á eftir. Hægt og varlega lét hann sig síga niður. Þegar hann var siginn niður undir bringubein rákust rifin í brúnina og hann komst ekki lengra niður án mikilla þján- inga. Hann starði á reykinn frá endanum við sprungu- innganginn. Reykurinn erti nasir hans og nú heyrðist hávaði f raman úr námunni. Hróp, sem bárust alla leið til hans. Þeir voru nú þegar á leiðinni. Rambo andaði djúpt að sér og smeygði sér áf ram niður í holuna. Hann svitn- aði, lokaði augunum, tróðst og slapp loks niður. Hann fékk gífurlegan krampa í brjóstkassann og var nærri fallinn niður. Það mátti ekki gerast. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um hvað var fyrir neðan. Höf uð hans var enn upp úr holunni og hann reyndi af mætti að styðja sig með höndum og olnbogum á brúninni meðan hann leitaði eftir festu með fótunum. Trektin var hál og slétt. Enn lét hann sig síga svolitið, en fann hvergi syllu né sprungu, sem dygði sem fótfesta. Þungi líkama hans reyndi mjög á rif beinin og þau skárust í hann. Ógreinileg hróp mannanna heyrðust í námunni. Augu Rambos voru vot vegna reyksins. Hann var um það bil að sleppa takinu og láta sig falla niður upp á von og óvon. Vonandi endaði hann ekki brotinn niðri á stórgrýti. En þá snertu fætur hans skyndilega eitthvað mjóttog ávalt, sem var svipað viðkomu og tré. Efsti hluti stiga. Auðvitað úr námunni, hugsaði hann. Það hlýtur að vera. Náunginn sem vann við námuna hlýtur að hafa leitað fyrir sér hér. Hann tyllti fæti á efsta hluta stigans. Hann svignaði en hélt þó. Þá sté hann gætilega á annáð þrepið. Það brotnaði og hann hrapaði gegnum næstu tvö þrep áður en hann stoppaði. Ómurinn af fallinu dundi þunglega og honum brá við. Þegar hljóð- ið dó út hlustaði hann eftir hrópum mannanna en heyrði ekkert til þeirra. Þegar hann slakaði á svignaði þrepið, sem hélt honum. Þar sem hann óttaðist að hrapa af því til botns lýsti hann í skyndi niður fyrir sig með kyndlin- um til að sjá hvað tæki við. Fjórum skrefum neðar var slétt gólfið. Vatnið hlýtur að steypast hér niður þegar rignir, hugsaði hann með sér. Þess vegna er grjótið svona slétt og veðrað. Hann steig fæti á botninn, skjálfandi og leit í kringum sig. Það var aðeins um eina leið að velja — enn aðra sprungu, nokkru víðari, sem einnig hallaði niður á við. Gamaltgref stóð upp við einn vegginn. Viðurinn var fú- in©, skítugur og undinn í rakanum en járnið ryðgað. í bjarma kyndilsins sá hann skugga skaftsins .flökta á veggnum. Hann f urðaði sig á því hvers vegna námumað- urinn hefði skilið verkfæri sín eftir hér, en ekki í efri ganginum. En þegar hann beygði innar í göngunum fann hann manninn, eða öllu heldur það sem eftir var af hon- um. í óranslitri birtunni var beinagrindin ámóta við- bjóðsleg og aðkoman að fyrsta hermanninum, sem Rambo kom að, stórslösuðum og sundurtættum. Rambo fann remmubragð uppi í sér. Sem snöggvast hörfaði hann undan, en gekk svo í átt að beinagrindinni. Þrátt fyrir drungalegan bjarmann á beinunum var hann viss um að þau væru gráleit eins og leirinn umhverfis þau. Sjálf varbeinagrindin öll á sínum stað og hvorki brotin né horfin bein. Ekki var að sjá nokkur ummerki, sem bent gætu til dauðaorsakarinnar. Það var engu líkara en mað- urinn hefði lagzt til svefns og aldrei vaknað á ný. Ef til vill var það hjartaslag. Eitraðgas? Rambo þefaði kringum sig kvíðafullur, en hann fann engan annan þef en frá vatnsrakanum. Hann fann ekki til svima né ógleði. Ekkert bólaði á einkennum gaseitrunar. Hver var þá dauðaorsök mannsins? Afturnötraði Ramboaf enn einu skjálftakastinu. Hon- um leið illa að horfa á þessa snyrtilegu beinaröð. Hann steig yfir þau í flýti og vildi komast á brott sem fyrst. Hann gekk lengra inn eftir sprungunni, en kom þá skyndilega að stað, þar sem hún klofnaði í tvo ganga. Hvor var sá rétti? Það kom nú á daginn, að hugmynd hans um að nota reykinn frá bálinu sér til hjálpar var *Vagninn, er Tímavélin, eina von GEIRA TIL AÐ KOMAST ÁFTUR HÉIM D R E K I K U B B U R Ántii^gi í Já-á- hvar er með þig9 ^maðurmn sem j V f bjargaði mér? ^Hann er farinn, hann ætti) að fá orðu fyrir þetta!^ íÍllÍ iliil MIÐVIKUDAGUR 38. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl. 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Silja Aðalsteinsdóttir lessöguna „Sverrir vill ekki fara heim” eftir Olgu Wik- ström (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Agnes Giebel, Giesela Litz, Hermann Prey og Pro Arte kórinn i Luzern syngja með Pro Arte hljómsveitinni i Munchen „Missa brevis” i A-dúr eftir Bach, Kurt Redel stjórnar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: John Williams og Rafael Puyana leika Sónötu nr. 1 fyrir gitar og sembal eftir Rudolf Straube/ André Pepin, Ray- mond Leppard og Claude Viala leika Sónötu nr. 2 i F-dúr fyrir flautu, sembal og selló eftir Michel Blavet/ Hljómsveit undir stjórn Lee Schaenen leikur Sinfóniu i C-dúr op. 21 eftir Boccher- ini/ André Gertler og kammersveitin i Zurich leika Konsert i A-dúr fyrir fiðlu og kammersveit eftir Giuseppe Tartini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. TilkynniYigar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningár. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „í Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason. örn Eiðsson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Marilyn Horne syngur ariur eftir Rossini og Meyerbeer. Hljómsveit Konunglegu óperunnar i Covent Garden leikur með, Henry Lewis stjórnar. Filharmoniusveit- in i Vin leikur þætti úr ball- ettinum „Giselle” eftir Adam, Herbert von Karajan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „óska- draumurinn” eftir Janb Gundersen. Svala Valai- marsdóttir les þýðingu sina. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmáium. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Kammertónlist. Sextett fyrir pianó og blásara eftir Francis Poulenc. Sextett tóniistarháskólans I Frank- furt leikur. (Hljóðritun frá útvarpinu i Frankfurt). 20.20 Sumarvaka.a. tJr ritum Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli. Þórður Tómasson i Skógum les annan lestur. b. Tveir á tali. Valgeir Sig- urðsson ræðir við Asólf Pálsson á Asólfsátöðum i Þjórsárdal. 21.00 Landsleikur I knatt- spyrnu: tslendingar — Sovétmenn. Jón Ásgeirsson lýsir siðari hálfleik á Laug- ardalsvelli. 21.45 Kórsöngur. Einsöngv- arakórinn syngur islensk þjóðlög i útsetningu Jóns Asgeirssonar, sem jafn- framt stjórnar flutningi. Félagar úr Sinfóniuhljóm- sveit íslands leika með. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér”. Martin Be- heim- Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (11). 22.35 Orð og tónlist. Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.20 Fréttir i stuttu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.