Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 10
Í sömu viku og útvarpsráðsmenn B- og D-lista sátu að samráði um að mæla með þeim umsækjanda um stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins sem síst þótti hæfur sat menningar- málanefnd Reykjavíkur á fundi og ræddi verklagsreglur við ráðningu forstöðumanna menningarstofnana. Ólíkt hafast menn að. Meirihluti menningarmálanefndar vill setja bæði sjálfum sér og sviðsstjóra málaflokksins skorður sem eiga að tryggja málefnalega niðurstöðu í ráðningu forstöðumanna. Reyndar tel ég að minnihluti D-lista sé svip- aðs sinnis í borgarhluta stjórnmál- anna þótt fulltrúar sama lista hegði sér með allt öðrum hætti þegar þeir eru í meirihluta. Í stuttu máli vill menningarmálanefnd borgarinnar setja sviðsstjóra sínum og sjálfu sér reglur sem leiða til þess að ekki verði ráðinn forstöðumaður menn- ingarstofnunar nema að undan- gengnu skilgreindu ferli, með rök- stuðningi og pólitískri ábyrgð sem á endanum er ráðsins. Frávik frá meginreglunni um að hinn hæfasti skuli ráðinn verða því aldrei nema afleiðingar séu öllum ljósar. Aldrei er hægt að fullkomna slíkt ferli, einatt kunna að koma upp deilur. En við viljum geta tekið ákvörðun byggða á rökum. Reglurnar eru m.a. þessar: -Auglýsing um starf sé skýr, og ekki sé hægt að finna upp réttlæt- ingu fyrir ráðningu með eftiráfundnum rökum. Þetta er vandasamt verk og verður að ræð- ast á vettvangi þess ráðs sem að lok- um ræður forstöðumann í menning- arstofnun. Eigi að leggja megin- áherslu á rekstrarlega hæfni í stað faglegrar getu verði það að koma fram í auglýsingu. -Að allar umsóknir fái hlutlægt mat þar sem þær eru fyrst flokkað- ar af fólki sem kann til verka. (Til dæmis ekki eins og þegar Finnur Ingólfsson var skipaður Seðla- bankastjóri og Davíð Oddsson lýsti yfir að ekki hefði þurft að opna um- slög annarra umsækjenda.) -Að þeir sem líklegir þykja eftir fyrstu umferð fái viðtöl, og þau við- töl séu tekin af teymi sem hefur ólíkan bakgrunn og þekkingu, og helst af fólki af báðum kynjum. Við sjáum fyrir okkur 3-4 manna teymi, bæði innan úr stjórnsýslu borgar- innr og utan. Haldin sé kerfisbund- in skráning um kosti og galla hvers og eins. -Að þetta teymi gefi rökstutt álit um hæfni, lýsi hvern það telur hæf- astan og geri sérstaklega grein fyrir því til ráðsins ef ágreiningur er. -Að sviðsstóri málaflokksins geri tillögu um ráðningu með skír- skotun til þessarar vinnu. -Að ráðið taki ekki lokaákvörðun nema allt þetta liggi fyrir og sé knúið til að rökstyðja sérstaklega niðurstöðu sem fer í bága við fag- legt mat teymis og/eða sviðsstjóra. Svipað verkferli gildir nú hjá menntaráði borgarinnar við ráðn- ingu skólastjóra og hefur reynst farsælt. Ráðningar af þessu tagi eru alltaf háðar mati. Það mat kann að vera auðvelt og er það oft, öðrum stundum á mörkum ef margir hæfir umsækjendur sækja. En í slíkum tilvikum er þá hægt að taka ákvörð- un með góðri samvisku, gagnstætt því sem hægt er að hugsa sér að hafi verið tilfellið með útvarpsráðs- meirihlutann á dögunum. ■ Núverandi forsætisráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, er sérkennilegur stjórnmálamaður. Einn í hópi ör- fárra Íslendinga lýsti hann því yfir eftir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum í nóvember að það væri gott fyrir íslensku þjóðina að George Bush skyldi vera endur- kjörinn. Væntanlega gott fyrir heimsbyggðina líka. Ekki rökstuddi hann þetta frekar en helst mátti á honum skilja að mótframbjóðandi Bush, John Kerry, væri svo illa læs að hann gæti tæpast sett sig inn í varnarmálefni Íslands og Banda- ríkjanna en sem kunnugt er hafa þau mál verið í umræðunni að und- anförnu. Svo auðséð var til hvers refirnir voru skornir. Á NATO-fundi í Brussel nú ný- lega lét forsætisráðherrann hafa eftir sér í Morgunblaðinu að hann hefði á fundinum „aldrei orðið var við neina persónulega andúð eða pirring í máli manna í garð Banda- ríkjaforseta“. Auðheyrt var að hon- um létti mikið við það. Þar er hann greinilega á annarri skoðun en tug- þúsundir Evrópubúa sem flykktust hvarvetna út á götur við heimsókn Bush og mótmæltu kröftuglega, sökuðu hann m.a. um að vera skað- valdur mannréttinda í heiminum. En líklega er þessi afstaða ráðherr- ans í rökréttu framhaldi af ákvörð- un hans og Davíðs Oddssonar að tengja nafn Íslands við hina ólög- mætu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak, sem ráðherranum hefur gengið erfiðlega að útskýra fyrir þjóðinni, svo ekki sé meira sagt. Raunar virðist svo sem áfram eigi að tengja Ísland við stríðsrekst- urinn í Írak, sem ekkert lát virðist vera á, þrátt fyrir nýafstaðnar kosn- ingar þar í landi en á fyrrnefndum NATO-fundi var ákveðið að Íslend- ingar leggi fram fjármagn til þjálf- unar á „öryggissveitum“ í Írak eins og það er nefnt og taki þátt í vopna- flutningum þangað. Skyldi það vera gert með samþykki ísl. þjóðarinnar? Hvaða breytingar hafa menn svo helst séð á stjórnarstefnunni síðan Halldór Ásgrímsson skipti sæti við Davíð Oddsson um miðjan septem- ber og situr þar nú að vísu í skjóli hans. Kannski helst þær að enn á að herða á einkavæðingunni og gefa Höfum opið alla páskahelgina Fjölbreyttur matseðill og kaffihlaðborð á páskadag Njóttu páskanna í friðsælu og fallegu umhverfi aðeins klukkustundar akstri frá Reykjavík Messað verður á Stóranúpi og á Ólafsvöllum um hátíðina Pantarnir í síma: 486 6174 og 486 6074 Hótel Freyja WWW.hotelfreyja.is Verið velkomin PÁSKAR 20. mars 2005 SUNNUDAGUR10 Pólitískar ráðningar og tilraunir til annars STEFÁN JÓN HAFSTEIN BORGARFULTRÚI UMRÆÐAN STARFSRÁÐNINGAR 299* 399 *Algengt verð í matvöruverslunum * ar gu s – 0 4- 05 60 Það er vitlaust gefið Það er „vitlaust gef- ið“ í ríkisstjórn Hall- dórs og Davíðs. Menn hafa rangt við í spilunum. Afleið- ingin verður misskipting. Það þarf að gefa upp á nýtt með nýjum mönnum við borðið. Því fyrr – þeim mun betra fyrir þjóðina. ,,ÓLAFUR ÞÓR HALLGRÍMSSON SÓKNARPRESTUR UMRÆÐAN UM RÍKISSTJÓRNINA RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Greinarhöfundur segir vitlaust gefið í ríkisstjórninni og afleiðingin sé misskipting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.