Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 20. mars 2005 13                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            greina komi að kaupa fyrirtæki annað hvort í Evrópu eða Banda- ríkjunum. „Hins vegar er miklu erfiðara að fá félög í Evrópu. Þar er viðskiptaumhverfið stirðara en hreyfanleikinn er meiri í Banda- ríkjunum,“ segir hann. Áhersla Össurar á að styrkja stoðirnar með því að auka áherslu á stuðningstækin er til marks um hvernig fyrirtækið er að breytast. „Við erum að breyta okkur í að verða fyrirtæki í heil- brigðisiðnaði. Hér á Íslandi erum við stoðtækjaframleiðandi en er- lendis erum við bara fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum,“ segir hann. Hann segist sjá fyrir sér að eftir fimm ár verði Össur miklu stærra fyrirtæki en í dag þótt hann vilji ekki spá neinu um hversu mikill vöxturinn verði. „Við munum byggja á tækni og nýjungum í tækni og ég held að framtíðin hjá okkur sé mjög björt,“ segir Jón Sigurðsson. thkjart@frettabladid.is STEFNIR Á ENN MEIRI VÖXT Jón er bjartsýnn á framtíðina hjá Össuri og spáir því að fyrirtækið verði miklu stærra eftir fimm ár. Eigið fé í húsnæði margfaldast Þeir sem hafa keypt húsnæði hafa margfaldað eign sína en vandinn er að erfitt er að leysa hagnaðinn út. Mikil hækkun á húsnæðisverði veldur því að þeir sem fjárfest hafa í húsnæði á síðustu árum hafa margfaldað eign sína. Í Hálf fimm fréttum KB banka á föstudag kom fram að miðað við níutíu prósent skuld- setningu hefur fjárfesting í fjölbýli skilað þrjú hundruð prósenta hækkun á eigin fé á síðasta ári. Þar sem skuldir vegna íbúðakaupa hækka ekkert við verðhækkanir rennur öll hækk- unin til eigandans sjálfs. Sá sem til dæmis keypti íbúð á fimmtán milljónir fyrir einu ári og tók til þess níutíu pró- sent lán getur nú selt íbúðina á tæpar tuttugu milljónir, endur- greitt lánið og átt ríflega sex milljónir eftir. Þannig hefur ein og hálf milljón fjórfaldast. Hafi einhver keypt þrjátíu milljón króna einbýlishús fyrir ári á níutíu prósent lánum gæti sá hinn sami selt húsið í dag og átt eftir ríflega sextán milljónir króna. Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningar- deildar KB banka, segir að þróunin hér á landi sé í þá átt að fasteignaverð hafi sífellt meiri áhrif á einkaneyslu. Hann segir að margir nýti sér veðrými til þess að fjármagna neysluna en hættan sé hins vegar sú að þegar fast- eignaverð lækki gangi áhrifin jafnvel ennþá hraðar í öfuga átt. „Það verður að hafa í huga að þetta er ekki innleysanlegur hagnaður. Menn þurfa stað til að búa á og það er ekki svo auðvelt nema þeir flytji aftur í foreldra- hús eða séu svo ólánsamir að fá fría vistun á einhverri stofnun á vegum ríkisins,“ segir Þórður. Að mati KB banka munu hækkanir að líkindum halda áfram út þetta ár enda hefur fasteignamarkaðurinn verið í mikilli uppsveiflu í upphafi árs og verð hækkaði um tíu prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þetta hefur einnig áhrif á verðbólgumælingar og segir Þórður að þetta geti haft þau áhrif að verð- bólga mælist há út allt árið. thkjart@frettabladid.is ÞÓRÐUR PÁLSSON Forstöðumaður greiningardeildar KB banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.