Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 60
28 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús við nýja götu á milli Klyfjasels og Lækjarsels í Breiðholti, sem hlotið hefur nafnið Lambasel. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði og er gatnagerðargjald innifalið í því. Um er að ræða lóðir fyrir einnar og tveggja hæða hús af tveimur stærðum: • 12 lóðir fyrir hús allt að 184 ferm. að stærð á einni hæð (kr. 3,5 millj.) • 5 lóðir fyrir hús allt að 240 ferm. að stærð á einni hæð (kr. 4,6 millj.) • 13 lóðir fyrir hús allt að 240 ferm. á 1 – 2 hæðum (kr. 4,6 millj.) Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar og deiliskipulagsskilmálar fást á skrifstofu Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 3. hæð. Þessi gögn er einnig að finna á heimasíðu Framkvæmdasviðs, www.rvk.is/fs undir málaflokknum „lóðir”. Frekari upplýsingar um lóðirnar fást á heimasíðunni og á skrifstofu Framkvæmdasviðs í síma 563 2310. Umsækjendur um lóðirnar þurfa m.a. að uppfylla eftirtalin skilyrði: • Vera ekki í vanskilum með opinber gjöld. • Standast greiðslumat fyrir 25 mkr. húsbyggingu. • Hafa átt lögheimili í Reykjavík í a.m.k. eitt ár talið frá ársbyrjun 2000 og að hafa ekki á sama tímabili fengið úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg. Hver umsækjandi getur sótt um eina lóð. Hjón og sambýlisfólk teljast vera einn umsækjandi í þessu sambandi. Dregið verður úr innsendum umsóknum og verður haft samband við þá, sem þær umsóknir eiga, um val á lóðum. Athugið, að aðeins þeir sem dregnir verða út þurfa að skila gögnum sem sýna að þeir uppfylli framangreind skilyrði. Umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum, undirrituðum af umsækjanda eða umboðsmanni hans, skal skila til skrifstofu Framkvæmdasviðs, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl. 16:15 fimmtudaginn 7. apríl nk. Reykjavíkurborg LAMBASEL lóðir til úthlutunar í grónu hverfi HANDBOLTI Það var aðeins eitt lið á vellinum þegar Haukar tóku á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sigur í DHL-deild kvenna. Haukastúlkur tóku frumkvæðið strax í upphafi og gáfu það aldrei eftir. Þegar upp var staðið unnu Haukastúlkur stórsigur, 35-21, og var sigurinn síst of stór. Hanna Guðrún Stefánsdóttir átti stórleik fyrir Hauka og skoraði tíu mörk og Ramune Pekarskyte var ekki mikið síðri með níu mörk. Anastasia Patsiou var ágæt hjá ÍBV sem og mark- vörðurinn Florentina Grecu. Aðrir leikmenn ÍBV áttu hreint út sagt skelfilegan dag. Hrika- legt var að sjá til Eyjaliðsins í leiknum en liðsheildin er ná- kvæmlega engin og leikur liðsins byggist eingöngu á einstaklings- framtaki. „Við spiluðum mjög vel, vörn- in small og eftirleikurinn var til- tölulega auðveldur,“ sagði sigur- reifur þjálfari Hauka, Guðmund- ur Karlsson. „Þessi munur er ekki marktækur á liðunum. Ég tel að ÍBV sé með besta mann- skapinn í deildinni og að við séum með besta liðið og við sýnd- um það svo sannarlega í dag.“ henry@frettabladid.is Haukastelpur hófu handboltaveisluna á Ásvöllum: Pökkuðu ÍBV saman BIKARINN Á LOFT Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, sést hér með bikarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PALLI SAMEINAÐIR LYFTUM VÉR Haukamennirnir Vignir Svavarsson og Halldór Ingólfsson sjást hér lyfta bikarnum í sameiningu á loft en Haukarnir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigri á ÍR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PALLI Haukar meistarar Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sér heimavallar- rétt út úrslitakeppnina í gær þegar þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum sigri á ný- krýndum bikarmeisturum ÍR, 31-29. HANDBOLTI Haukar sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn og nægði því jafntefli til þess að verða deildarmeistarar. Þeir gerðu gott betur og unnu leikinn eftir magnaða frammistöðu í síð- ari hálfleik. ÍR-ingar leiddu í leikhléi, 14- 17, en góð vörn og betri mark- varsla lagði grunninn að forskoti þeirra. Vörn ÍR-inga hélt ekki í síðari hálfleik en vörn heima- manna batnaði mikið og fyrir vik- ið datt Birkir Ívar Guðmundsson í mikið stuð og varði 23 skot í leikn- um. Haukarnir byggðu upp ágæt- is forskot og voru með vænlega stöðu þegar tíu mínútur lifðu leiks, 25-22. Það forskot létu þeir aldrei af hendi. Þrátt fyrir fína baráttu tókst ÍR aldrei að ógna Haukum almennilega og heima- menn fögnuðu vel í leikslok. „Við vorum aldrei öruggir með okkur enda ekki hægt þegar ÍR- ingar eru annars vegar. Þeir gefast aldrei upp,“ sagði Haukamaðurinn Þórir Ólafsson, sem fór á kostum i leiknum og skoraði 13 mörk í öll- um regnbogans litum. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa heimavallarréttinn og það sýndi sig í úrslitakeppninni í fyrra. Við erum að styrkjast með hverjum leik og það munar mikið um að fá Ásgeir Örn aftur á fulla ferð.“ ÍR-ingar féllu úr öðru sæti í það þriðja með tapinu þar sem ÍBV lagði HK í Digranesi. „Við erum ekki orðnir saddir þótt við höfum unnið bikarinn. Þetta lið vill vinna meira og við munum mæta mjög grimmir til leiks í úr- slitakeppninni,“ sagði Júlíus Jón- asson, þjálfari ÍR. henry@frettabladid.is ÍS tryggði sér oddaleik gegn Keflavík í úrslitakeppni kvennakörfunnar: Stúdínur ekki á leiðinni í sumarfrí KÖRFUBOLTI Stúdínur tryggðu sér oddaleik gegn Keflavík í undanúr- slitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta með 21 stigs sigri, 75- 54, í öðrum leik liðanna í Kennara- háskólanum í gær. Það var ljóst frá byrjun að ÍS var ekki á leiðinni í sumarfrí, liðið vann fyrsta leikhluta með 18 stig- um og hélt Íslandsmeisturunum í aðeins þremur stigum fyrstu 10 mínúturnar. Keflavíkurliðið átti nokkur áhlaup það sem eftir lifði leiks en munurinn var aldrei minni en níu stig og endaði leikurinn með sannfærandi sigri. Signý Hermannsdóttir hélt áfram yfirburðum sínum inni í teig hjá ÍS, skoraði 23 stig, tók 16 fráköst, varði 8 skot og gaf 6 stoðsendingar, en Signý hefur meðal annars varið 19 skot í fyrstu tveimur leikjum einvígis- ins. Þórunn Bjarnadóttir átti líka mjög góðan leik, skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, og Alda Leif Jóns- dóttir var traust með 15 stig. Þá áttu þær Erna Rún Magnúsdóttir, Hafdís Helgadóttir og Stella Rún Kristjándóttir allar góða spretti. Angel Mason skoraði reyndar að- eins 5 stig fyrir ÍS en hún hélt Birnu Valgarðsdóttur stigalausri og frákastalausri í leiknum. Hjá Keflavík var Alex Stewart yfirburðamanneskja með 24 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og Anna María Sveinsdóttir var lík- ust sjálfri sér með 12 stig og 9 frá- köst en aðrar voru nánast óþekkj- anlegar. Þetta var þvi erfiður dag- ur fyrir Sverri Þór Sverrisson, þjálfara liðsins, sem var nýkom- inn úr Keflavík þar sem hann tap- aði sem leikmaður fyrsta leik undanúrslitanna gegn ÍR. ■ SVAKATÖLUR HJÁ SIGNÝ Signý Hermannsdóttir hefur skorað 19,5 stig, tekið 16,5 frá- köst, varið 9,5 skot og gefið 5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum gegn Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.