Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 67
The Used fór að láta að sér kveða fyrir nokkrum árum og vakti sam- nefndur frumburður hljómsveit- arinnar verðskuldaða athygli. Sá sem þetta ritar varð þess heiðurs aðnjótandi að geta barið hljóm- sveitina augum, nánast daglega, fyrir þremur árum síðan þar sem leiðir íslensku sveitarinnar Quarashi og The Used lágu sam- an. Þar fór ekki á milli mála að þar voru á ferðinni drengir sem ætluðu sér alla leið. In Love and Death er í popp- aðri kantinum miðað við fyrri verk The Used og ég er ekki frá því að það fari hljómsveitinni betur að hægja aðeins á hama- ganginum. Gamla góða keyrslan er allsráðandi í Take It Away en það heyrist strax í lögum á borð við I Caught Fire og Let It Bleed að melódían er aðal hljómsveitar- innar þó svo að hörðum köflum sé laumað inn þegar það á við. Gítarleikarinn Quinn Allman gæti hæglega slegið í gegn fyrir færni sína en hann er afar smekk- legur í öllum sínum aðgerðum eins og í Yesterday's Feelings. Hrynparið er heldur ekki af verri endanum og gefur Allman ekkert eftir í útfærslum sem margar hverjar virðast hafa verið hugsað- ar í þaula. Söngvarinn Bert McCracken (sem er einna frægastur fyrir að hafa átt stutt ástarsamband við Kelly Os- bourne) á hins vegar til að vera of amerískur og (skrítið að segja það) of góður ef eitthvað er. Upp- tökustjórnin hefði mátt vera að- eins hrárri því útkoman á In Love and Death er fullslípuð og erfitt fyrir hljómsveitina að leika slíkt eftir á tónleikum sem er alltaf mjög vafasamt. Lagasmíðin er engu að síður skref í rétta átt frá síðustu plötu, hér má finna mörg frábær lög og færni The Used fer ekkert á milli mála. Smári Jósepsson Menn farnir að mýkjast THE USED IN LOVE AND DEATH NIÐURSTAÐA: In Love And Death er fullslípuð og erfitt fyrir hljómsveitina að leika slíkt eftir á tónleikum. Lagasmíðin er engu að síður skref í rétta átt frá síðustu plötu og fer færni The Used ekkert á milli mála. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Djassunnendur ættu endilega að bregða sér á Grand Rokk í kvöld, á svonefnt Hvíldarsdagskvöld sem þar er haldið annan hvern sunnu- dag. Þar verða stanslausar sýningar á djasskvikmyndum frá klukkan 20 og fram eftir kvöldi. Sýnar verða heimildarmyndir og tónleikaupptökur, meðal annars frá mögnuðum tónleikum þar sem sannkallaður stjörnukvintett vottar Charlie Parker virðingu sína á ógleymanlegan hátt. Kvöldið hefst á því að sýndur verður sjöundi hlutinn úr hinni vönduðu heimildarþáttaröð „Jazz“, en þar er lifandi og forvitnileg saga djasstónlistarinnar rakin á mjög að- gengilegan hátt fyrir hinn almenna áhorfanda. Þessi þáttur fjallar um snillingana Dizzy Gillespie og Charlie Parker. Síðan verður sýnd mynd með söngvum nokkurra af helstu söng- konum djass- og blúsgeirans, svo sem Billie Holliday, Bessie Smith og Sarah Vaughan. Að því búnu tekur við áttundi þátturinn úr heimildaröðinni Jazz, þar sem athyglinni er beint að þeim krafti sem djassinn hefur gefið ein- staklingum í baráttunni gegn ein- ræðishugmyndum og múgmenn- ingu nasista í Þýskalandi. Um ellefuleytið verða sýnd þrjú af flottustu og athyglisverðustu djassatriðum kvikmyndasögunnar, en kvöldinu lýkur með upptöku frá tónleikum sem haldnir voru til heið- urs Charlie Parker í Cannes í Frakk- landi árið 1990. Flytjendur eiga það sammerkt að hafa leikið með hljóm- sveit Parkers á fyrri tíð. Aðgangur að Hvíldardagskvöld- unum á Grand Rokk er jafnan ókeypis. ■ ■ TÓNLISTARBÍÓ Sjóðandi djass á tjaldinu CHARLIE PARKER Kvikmyndir með sjóðandi heitri djasstónlist verða sýndar á Hvíldar- dagskvöldi á Grand Rokk, eins og jafnan annan hvern sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.