Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 2
2 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR Átök í Nepal: Tugir skæruliða felldir NEPAL, AP Hermenn úr stjórnarher Nepals hrundu árás uppreisnar- manna á herstöð í fjallahéraði í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti fimmtíu uppreisn- armenn voru felldir í bardagan- um, að því er talsmenn hersins greindu frá í gær. Hundruð skæruliða gerðu árás á herstöðina á fimmtudagskvöld. Bardaginn stóð í tólf tíma að því er herinn upplýsti. Átta hermenn hlutu misalvarleg sár og voru þeir fluttir í þyrlu á sjúkrahús. Héraðið þar sem átökin urðu er að miklu leyti á valdi uppreisnar- manna sem segjast berjast í anda Maós formanns, en þeir vilja fella stjórn Gyandendras Nepal- konungs. Um síðustu helgi hvöttu uppreisnarmenn til allsherjar- verkfalls í mótmælaskyni við að konungur skyldi hafa tekið sér alræðisvald 1. febrúar. Konungur hefur sagt að sér hafi verið nauð- ugur einn kostur að taka fram fyrir hendurnar á stjórnmála- mönnunum, því þeim miðaði ekkert í að kveða niður uppreisn- ina. Um 500 manns sem mót- mæltu alræðisvaldi konungs voru handtekin í borgum Nepals í gær, að sögn fólks sem fylgist með þró- un mála í landinu. Yfir 10.000 manns hafa fallið í uppreisninni frá því að hún hófst árið 1996. ■ Hreiðar Eiríksson: Gætir friðar í Líberíu FRIÐARGÆSLA Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður á Akur- eyri, er á leið til Afríkuríkisins Líberíu til að sinna friðargæslu- störfum. Stefnt er að því að hann fari nú um næstu mánaðamót. „Þetta er sex mánaða samning- ur og veit ekki alveg í hverju starfið felst,“ segir Hreiðar. Hann hefur áður komið nálægt friðar- gæslu, en árið 2002 var hann við störf í Bosníu þar sem hann starf- aði í teymi gegn mansali. Þessu er þó ólíku saman að bera. Bæði var hann þá að starfa á vegum ís- lensku lögreglunnar, en nú verður hann heyra beint undir friðar- gæslu Sameinuðu þjóðanna. Þá segir Hreiðar að ekki sé hægt að líkja saman Bosníu fyrir þremur árum og Líberíu nú. Bæði sé menning landanna svo ólík, en einnig deilurnar. Hann verður ekki eini Íslend- ingurinn á svæðinu, því þegar starfar Snorri Magnússon lög- reglumaður við friðargæslu í Líberíu. Þá er Steinar Berg Björnsson nýlega farinn frá svæðinu, en hann hefur verið einn af æðstu stjórnendum frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna þar. Hreiðar segist ekki óttast það að vera að fara á ófriðarsvæði. „Eðli málsins samkvæmt er ekki friðargæsla á friðsamlegum svæðum. En ég lít á þetta eins og hvert annað starf. Ég er núna að lesa mér til um hvað hefur verið að gerast þarna.“ - ss Íran og Ísrael: Neitar handabandi ÍRAN, AP Mohammad Khatami Íransforseti harðneitaði því í gær að hann hefði tekist í hendur og spjallað við Moshe Katsav Ísra- elsforseta við jarðarför Jóhannes- ar Páls II páfa í Róm á föstudag. Eftir útförina hafði Katsav látið hafa eftir sér að hann hefði hitt og skipst á nokkrum orðum við Khatami og Bashar Assad, forseta Sýrlands, en Íran og Sýrland eru erkióvinir Ísraelsríkis. En í írönsk- um ríkisfjölmiðlum var í gær haft eftir Khatami að þótt Íran viður- kenndi „sið- og rökfræðilega“ ekki Ísraelsríki myndi Íran ekki hafa afskipti af friðarsamningaferli Ísraela og Palestínumanna. Ísrael og Íran hafa ekki haft nein diplómatísk samskipti síðan fyrir klerkabyltinguna árið 1979 og ýmis herská samtök andstæð- inga Ísraels hafa lengi notið stuðnings frá Íran. ■ Bílvelta í Kópavogi: Bíll hafnaði í húsagarði UMFERÐARSLYS Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi laust eftir há- degi á laugardag með þeim afleið- ingum að annar ökumannanna missti stjórn á bifreið sinni, sem þá rakst utan í nærliggjandi bíla áður en hún valt sjálf harkalega og hafnaði ofan í húsagarði við íbúðarhús á Ásbraut í Kópavogi. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Eftir skoð- un var hann yfirheyrður af lög- reglunni. Ökumann hinnar bif- reiðarinnar er lenti í árekstinum sakaði ekki. Bifreiðin sem valt skemmdist mikið í veltunni og er talin ónýt. - þlg Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 56.995 kr. á mann í tvíbýli með öllum sköttum Verðdæmi: Ný vídd í sólarlandaferðum á verði sem kemur á óvart! Vika í Alanya, Tyrklandi 7.-15. maí: Tyrkland Grikkl and Túnis Malta Kanaríeyjar Mallorca Króatía Búlgaria Rúmenía Egyptaland Taíland Ítalía draCretsaM udnuM !aninusívá aðref SPURNING DAGSINS Eyrún, er fjelagið ekki að slig- ast af verkefnum þessa dagana? „Jú, en við sinnum þessum skylduverk- um af einskærum áhuga og gleði.“ Eyrún Ingadóttir er kammerjómfrú Hins konung- lega fjelags. Mikið hefur verið um að vera hjá konungsfjölskyldum Evrópu upp á síðkastið. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÖLVAÐIR REYKVÍKINGAR Mikill erill var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Sex öku- menn voru teknir ölvaðir við aksturinn þegar morgnaði. BÖRN Á PLAYERS Lögreglunni í Kópavogi barst kvörtun í gær um að börn, allt niður í tíu ára gömul, sætu innanum reyk og bjórdrykkju á vínveitingastaðn- um Players. Samkvæmt lögum mega börn ekki fara inn á vín- veitingahús í fylgd með fullorðn- um nema þau séu orðin fimmtán ára gömul. Lögreglan fór á stað- inn og vísaði börnunum út. ■ LOTTÓ Lottótölurnar sem dregnar voru út í gær voru 2 – 3 – 13 – 27 – 32. Bónustalan var 17. Einn heppinn var með allar tölurnar fimm réttar og fékk 11,3 milljónir. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKEMMDARVERK Á AKRANESI Keyrt var utan í kyrrstæðan glæ- nýjan fólksbíl á mótum Kirkju- brautar og Merkigerðis á Akra- nesi á tímabilinu frá klukkan 21 á föstudagskvöld til 14.45 á laugar- dag, og stungið af frá verknaðin- um. Bíllinn er talsvert skemmd- ur. Lögregla hvetur vitni til að hafa samband eða sökudólginn að gefa sig fram. HRAÐAKSTUR Í BORGARNESI Alls voru sextán ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lög- reglunnar í Borgarnesi frá því seint á föstudagskvöld og aðfara- nótt laugardags. Sýndi hraðamæl- ir flestra ökumannanna hátt í 120 kílómetra hraða, þar sem há- markshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. GYANENDRA KONUNGUR Uppreisnarmenn í Nepal hafa í tæpan ára- tug háð vopnaða baráttu gegn konungs- stjórninni. Ísrael-Palestína: Drengir skotnir á Gaza PALESTÍNA, AP Ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra unglinga á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gær, með þeim afleiðingum að þrír ung- lingar létu lífið. Þetta er mannskæð- asta atvikið sem átt hefur sér stað á Gaza síðan lýst var yfir vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna fyrir tveimur mánuðum. Atvikið varð í Rafah-flótta- mannabúðunum, næst landamær- unum að Egyptalandi. Það bætir á spennuna sem orsakast hefur af áformaðri göngu herskárra gyð- inga á stað í Jerúsalem sem er helgur í augum trúaðra Palestínu- manna. ■ HREIÐAR EIRÍKSSON Er nú að fara til Líberíu til að sinna friðargæslu. Hann hefur áður starfað í Bosníu. Ástand slæmt á sjúkrahúsum Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að setjast í stól yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf um næstu mánaðamót. Hún hefur starfað að uppbyggingu í Afganistan. HEILBRIGÐISMÁL Pálína Ásgeirsdótt- ir verður fyrst íslenskra hjúkrun- arfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjón- ustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. „Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítala- stjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús,“ sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðing- ur, svæfingarhjúkrunarfræðing- ur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar. Jafn- framt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjón- ustu í Afganistan. „Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert,“ sagði Pálína. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðu- neytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið.“ Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítal- arnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hag- kvæm og góð miðað við þær að- stæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægileg- ir peningar fengjust í lágmarks- hjúkrunarþjónustu. „Nú söðla ég um,“ sagði Pálína. „Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi lönd- um. Ég verð í stuðnings- og mót- unarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki.“ jss@frettabladid.is PÁLÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR Hefur störf um mánaðamótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.