Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 8
Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi – öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tæki- færi til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbænd- um; það mátti hvorki ferð- ast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði. Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðn- un íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðu- lega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæm- lega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og ann- an. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nán- ast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en al- mennt þekktist í löndunum í kring – að jafnaði um fjórðungur lands- manna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubók- um. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barn- eignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinn- ar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borð- um meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistar- böndunum sem héldu aftur af ís- lenskri þjóð í gamla daga, nálg- umst við óðfluga kröfuna um önn- ur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa sam- an – og vinnumaður nútím- ans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úr- lausnarefni efnaðri sam- félaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja hús- bændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast tak- marka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nú- tímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönn- um sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum mið- alda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrir- myndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðn- uðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér – og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeð- ur okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mann- legur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt – og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi. M argir hafa oft sett samasemmerki á milli reykinga ogveitingastaða, og það hafi einhvern veginn tilheyrtheimsókn á veitingastað að reykja. Reykjarkófið þar hefur líka oft verið yfirþyrmandi og starfsfólkinu vorkunn að þurfa að vinna í slíku lofti, hvort sem um veitingastarfsmenn, tónlistarmenn eða aðra starfsmenn veitingastaða hefur verið að ræða. Á undanförnum árum hefur heldur rofað til á veitinga- stöðunum og á sumum þeirra er nú orðið hreint og frískt loft. Þetta á við veitingahús bæði hér á landi og erlendis. Reyndar eru sumar þjóðir komnar það langt að þar hafa reykingar verið bannaðar með öllu um nokkurn tíma og er ekki vitað annað en að það bann hafi verið virt. Nú hafa Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi lagt fram til- lögu um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmti- stöðum hér á landi eftir rúm tvö ár. Þetta er mjög virðingarvert framtak og eftirtektarvert að tillagan skuli koma frá veitinga- mönnum. Þegar grannt er skoðað kemur það þó ekki á óvart, því vandinn brennur fyrst og fremst á starfsfólki þeirra og líklega hafa þeir margir hverjir sorgleg dæmi um hvaða áhrif reyking- ar geta haft, bæði beinar og óbeinar. Erlendis hefur bann við reykingum verið í gildi í nokkrum löndum á undanförnum misserum og ekki vitað annað en að það hafi gengið eftir. Reykingabann hefur verið í gildi á veitinga- stöðum í Kaliforníu frá því 1998. Fyrir réttum tveimur árum tók slíkt bann síðan gildi í New York. Þetta frumkvæði Banda- ríkjamanna á áreiðanlega rætur að rekja til mikillar umræðu og málaferla þar í landi við tóbaksframleiðslufyrirtækin. Þar hafa miklir hagsmunir verið í húfi, en hvað sem fyrirtækin segja má rekja mikinn fjölda dauðsfalla á ári hverju til reykinga. Það hafa læknavísindin sýnt fram á. Írar og Norðmenn bönnuðu reykingar á öllum veitinga- og skemmtistöðum á síðasta ári og ekki er annað vitað en bannið hafi náð tilgangi sínum Hér á landi voru fyrst sett lög um bann við reykingum árið 1985 og síðan hafa þau lög nokkrum sinnum verið hert. Siv Frið- leifsdóttir og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram fumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum og víðar, og er það nú til meðferðar á Alþingi. Áður hafði heilbrigðisráðerra lýst áhuga sínum á slíku frumvarpi, en ákveðið að fresta því um sinn meðan reynsla nágrannaþjóða okkar væri metin. Nú virðist liggja í augum uppi að þeir þingmenn sem fylgjandi eru banni við reykingum á veitingastöðum samþykki frumvarp Sivjar, og það er vonandi meirihluti þingmanna. Það er ekki eftir neinu að bíða, og bannið ætti að koma til framkvæmda sem allra fyrst, það er óþarfi að bíða í tvö ár. ■ 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Veitingamenn hafa gert tillögu um bann við reykingum á stöðum sínum eftir tvö ár. Burt með reykinn FRÁ DEGI TIL DAGS Þetta er mjög virðingarverð tillaga veitingamanna um þetta mál og eftirtektarvert að hún skuli koma frá þeim. Þegar grannt er skoðað þarf það þó ekki að vera, því vandinn brennur fyrst og fremst á starfsfólki þeirra, og líklega hafa þeir margir hverjir sorgleg dæmi um hvaða áhrif reykingar geta haft, bæði beinar og óbeinar. ,, Að haldast á starfsmönnum Sagt var í fréttum í gær að þrír starfs- menn Tryggingamiðstöðvarinnar hefðu sagt upp störfum, þar á meðal Ágúst Ögmundsson aðstoðarforstjóri. Kemur þetta í kjölfar skipulagsbreyt- inga innan félagsins sem kynntar voru í byrjun mánaðar eftir að Óskar Magnússon tók við sem forstjóri þann 11. mars af Gunnari Felixssyni. Gunnar hafði þá verið for- stjóri í tæp 45 ár og því kannski ekki við öðru að búast en að einhverjar breytingar yrðu. Stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar er Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, sem einnig er formaður útvarpsráðs. Vandamál í starfsmannahaldi virðast því elta Gunnlaug Sævar uppi þessa dagana. Sömu línur í varaformanninn? Kosningabarátta Össurar og Ingi- bjargar Sólrúnar virðist vera að harðna. Það má til dæmis sjá á um- mælum og auknum fjölda lesenda- bréfa til styrktar öðru hvoru þeirra. Enginn vill enn opinberlega gefa það upp að varaformannsslagurinn sé hafinn, sérstaklega þar sem enginn vill opinberlega bjóða sig fram. Þó er það farið að spyrjast út að hvor for- mannsblokkin fyrir sig sé búin að finna sér kandidat í varaformanninn; að Björgvin G. Sigurðsson verði full- trúi Össurarliðsins og að Lúðvík Berg- vinsson verði fulltrúi Ingibjargarliðs- ins. Báðir koma þeir úr sama kjör- dæmi, Suðurlandi, og ekki óvanir smá innbyrðisátökum. Í síðustu al- þingiskosningum áttu Lúðvík og Mar- grét Frímannsdóttir ekki alltaf skap saman, en Björgvin hefur verið stuðningsmaður Margrétar. Ef þetta verða línurnar í varaformannsslagn- um er þó eftir meiru að slægjast en að vera varaformaður flokksins. Talið er að sá sem sigri geti tryggt sér efsta sæti flokksins í kjördæminu næstu áratugina, enda báðir tiltölulega ung- ir menn. svanborg@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON TEIKN IN G : H ELG I SIG U RÐ SSO N Vistarbönd nútímans Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Fil- ippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Ís- lands á árþúsundaskiptun- um og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér – og fíla frelsið. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og staðnað kerfi. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.