Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 20 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Ævintýraland Kringlunnar Rekstrarfulltrúi Ævintýraland Kringlunnar óskar eftir rekstrar- fulltrúa. Um er að ræða 100% starf sem felur í sér starfsmannaumráð og daglegan rekstur. Ráðið verður í starfið sem allra fyrst. Menntun í uppeldisfræðum er æskileg. Upplýsingar um menntun og starfsferil ásamt mynd sendist til: Rekstrarfélags Kringlunnar b.t. Ævintýraland Kringlunni 4-12 103 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Góðan dag! Í dag er sunnudagur 10. apríl, 100. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.13 13.29 20.47 AKUREYRI 7.50 13.23 18.57 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Filippía Ingibjörg Elísdóttir er fata- hönnuður sem síðustu tíu árin hefur eingöngu fengist við gerð leikbúninga. Hún segir leikhúsið vera bakteríu og búningahönnun líka. Filippía er á verkstæði Þjóðleikhússins þegar hún er ónáðuð. Hún er að skapa búninga fyrir leikrit Birgis Sigurðssonar, Dínamít, sem er kraftmikið nýtt verk og verður frumsýnt um aðra helgi. „Við ákváðum að velja fremur látlausa leið í búningum að þessu sinni,“ segir hún. „Aðalatriði við þá eru form og litir en ekk- ert óþarfa skraut. Næstum án smáatriða. – Dofnuð minning – ákveðinn tómleiki.“ Það er ýmislegt sem kveikir hugmynd- irnar hjá Filippíu. „Ég byrja oftast að vinna út frá tónlist og er oft með sömu tónlistina á, út allt ferlið, bara fyrir mig. Þessi vinna er eins og púsluspil. Maður byrjar einhvers staðar og heldur svo áfram að raða.“ Hún kveðst vinna náið með leikstjóra og sviðsmyndahönnuði og líka vera í góðu sambandi við leikarana. „Það er ekkert yndislegra en að sjá leikara blása lífi í karakterinn og vera hluti af því krafta- verki,“ segir hún. Auk vinnunnar fyrir Dínamít er Fil- ippía að undirbúa verkefni á eigin vegum fyrir opnun Listahátíðar. „Þetta er óður til kindarinnar sem verður frumsýndur við opnunina og á svo eftir að þróast í margar aðrar áttir.“ segir hún býsna dul- arfull. Að lokum er hún spurð hvort hún geti skilið vinnuna við sig. „Nei, maður er náttúrlega alltaf með hugann við þetta. Ég væri samt ekkert í þessu nema af því að ég elska þessa vinnu. Þetta er ástríða.“ gun@frettabladid.is Búningahönnun er baktería „Búningarnir í Dínamíti verða næstum ósýnilegir en þó órjúfanlegur hluti af heildinni, eins og grunnstef í tón- verki,“ segir Filippía. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Ný reynsla á hverjum degi bls. 2 Vaktavinna og heilsufar bls. 2 Lyfjatæknar bls. bls. 2 Bifröst breytti lífi mínu bls. 8 atvinna@frettabladid.is Veiðieftirlit Fiskistofu verður að stórum hluta flutt út á land. Stofnuð verða fjögur ný útibú; í Vestmannaeyjum, á Höfn, í Stykkishólmi og Grindavík, og bætt við fjórum nýjum stöðu- gildum. Þeir sem starfa við eftir- litið eru nú 35 og búa á höfuð- borgarsvæðinu. Ferðaþjónustan hér á landi er heldur á uppleið yfir háveturinn. Að minnsta kosti fjölgaði gistin- óttum á hótelum í febrú- ar um 2,5% frá sama mánuði í fyrra, eða úr 53.650 í 55.010. Mest fjölgaði gistinóttunum á Norðurlandi eða um 28% en á Austurlandi fækkaði þeim um 56% og það er ekki alveg í takt við framkvæmdafjör- ið í þeim landshluta. Ferðaþjónustubændur bera sig vel ef marka má fréttir af aðal- fundi þeirra sem haldinn var ný- lega á Hótel Heklu á Skeiðum. Þeir segja útlitið gott fyrir sum- arið og ferðamannatímabilið alltaf að lengjast fram á vorið og fram eftir hausti. Félagsmenn Samtaka iðnaðar- ins eru almennt svartsýnni á framvindu í efnhagslífinu fyr- ir iðnaðinn í landinu en þeir voru fyrir ári síðan ef marka má niðurstöðu Gallup-könn- unar sem gerð var meðal þeirra í febrúar í ár og í febrúar í fyrra. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu Rafmagnsverkfræðingur Leikskólastjóri Æskulýðs- og íþróttafulltrúi kennarar Mjólkurfræðingur Barþjónar Ræstingastjóri Sumarstörf Verkamenn Störf í vöruhóteli Snyrtifræðingur Verkstjóri Sölufulltrúar Rafmagnsfræðingur Ræstingar Rekstrarfulltrúi Lagermaður Verkefnastjóri Aðstoðarleikskólastjóri Störf í mötuneyti Sölumaður Skólastjórar Ráðgjafar Bókari STÖRF Í BOÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.