Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 6
6 17. apríl 2005 SUNNUDAGUR Skorað á sveitarfélög og íbúa á landsbyggðinni: Sveitarfélög eiga að kaupa í Símanum SVEITARSTJÓRNARMÁL „Sveitar- stjórnir landsins ættu að láta þau skilaboð ganga til íbúa sinna að ef þeir kaupi hlut í Símanum muni sveitarfélag viðkomandi setja sömu upphæð til slíkra hlutabréfakaupa.“ Þetta er mat Hauks Más Sig- urðssonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og núverandi varamanns í bæjarstjórn. „Með þessum hætti gætu sveitarfélögin bæði tryggt það að þeirra menn kæmu að stjórn- un og þar með tryggt að þjón- ustustig á landsbyggðinni minnki ekki og að við verðum ekki eftir á í uppbyggingu nýrr- ar tækni. Einnig er þetta arð- semisfjárfesting sem sveitar- félögin ættu að sjá sér hag í,“ segir Haukur. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðabæjar, hefur efasemdir um hugmynd- ina. „Ísafjarðarbær gerir ekki ráð fyrir slíkum fjárfestingum og ég efast um að önnur sveitar- félög geri það. Hins vegar er starfandi hér á Ísafirði eignar- haldsfélag sem bæjarstjórn kom á fót og stjórn þess gæti eflaust séð möguleika í slíkum fjárfestingum,“ sagði Birna. – jse Póst- og fjarskiptastofnunin: Farsímanotendum fjölgar á kostnað heimasímans FJARSKIPTAMÁL Símtölum í farsíma- kerfum símafyrirtækja hérlendis fjölgar jafnt og þétt á kostnað al- menna símkerfisins en notendur þess hafa ekki verið færri síðan 1997. Fjöldi smáskilaboða milli farsíma hefur þrefaldast á síðustu fjórum árum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Póst- og fjarskipta- stofnunar á fjarskiptamarkaðnum á síðasta ári. Kemur þar fram að þeim fjölgar hratt sem aðgang hafa að háhraðanettengingum hérlendis og eru nú um 50 þúsund manns með slíkar tengingar. Símtölum í fastanet fækkar mikið en símtölum í farsímanet- um fjölgar og sérstaklega er aukning svokallaðra smáskila- boða, SMS, mikil. Íslendingar sendu tæplega 160 milljón slík skilaboð á síðasta ári. Kostnaður hvers og eins er um tíu krónur og því högnuðust símafyrirtækin um 1,6 milljarða króna á smáskilaboð- um landsmanna. - aöe Lifa ekki af án breytinga Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóð- irnar og réttlætti umdeilt val sitt á nýjum sendiherra með því að hann væri besti maðurinn til að koma nauðsynlegum breytingum í gegn. BANDARÍKIN, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna var harðorð í garð Sameinuðu þjóðanna þegar hún ávarpaði fund Samtaka bandarískra ritstjóra fréttablaða. „Það er engin launung að Sam- einuðu þjóðirnar geta ekki lifað af sem áhrifamikið afl í alþjóðlegum stjórnmálum ef samtökin verða ekki skipulögð upp á nýtt, ef þau endurskipuleggja ekki stofnanir sínar, ef þau endurskipuleggja ekki yfirstjórn sína og stjórnunar- aðferðir,“ sagði Rice. Rice sagðist hafa valið John R. Bolton sem sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum sérstaklega til að þrýsta á um að samtökin gengju í endurnýjun líf- daga þannig að þau héldu vægi sínu á alþjóðavettvangi. Tilnefning Bolton hefur verið gagnrýnd harðlega þar sem hann hefur lengi verið meðal hörðustu gagnrýnenda Sameinuðu þjóð- anna. Eins mikilvæg stofnun og sam- tökin eru verður að segjast að sumt í fari þeirra er alls ekki svo mikilsvert,“ sagði Rice. „Allir gera sér grein fyrir því og við verðum að bæta úr því.“ Deilur Bandaríkjanna og for- ystu Sameinuðu þjóðanna hafa að undanförnu komið skýrast fram í átökum um hvernig staðið var að olíusölu Íraka fyrir innrásina í Írak. Hún átti að gera Írökum kleift að kaupa mat og lyf fyrir lands- menn en sýnt hefur verið fram á spillingu í tengslum við áætlun- ina. Bandarískir þingmenn hafa sótt hart að Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og hefur þess meðal annars verið krafist að hann léti af embætti. Hann sneri vörn í sókn í vikunni og sagði að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu hunsað olíusmygl frá Írak á síð- asta áratug síðustu aldar þegar það hentaði bandamönnum þeirra. Þar braut hann óskráða reglu því hingað til hafa helstu forystu- menn Sameinuðu þjóðanna forð- ast að fara niðrandi orðum um aðildarríki eða einstaklinga. ■ Ólöglegir starfsmenn: Verktaki fyrir dóm ÁKÆRA Ákæra á hendur Jóni Guð- mundssyni fyrir brot á lögum um útlendinga, atvinnuréttindi út- lendinga og almenn hegningarlög var þingfest hjá Héraðsdómi Suðurlands. Jón er ákærður fyrir að hafa nýtt starfskrafta þriggja Pólverja til byggingavinnu við nýtt hótel sem nú er að rísa á landi Drangs- hlíðar 1, Rangárþingi eystra, án þess að þeir hefðu tilskilin at- vinnuleyfi til að vinna hér. Einnig fyrir að hafa veist að rannsóknar- lögreglumanni og kastað í hann farsíma við yfirheyrslu á lög- reglustöðinni á Selfossi. - sgi BOTNPLATAN STEYPT Framkvæmdir við bílastæðishúsið á Lauga- vegi 21 eru nokkrum vikum á eftir áætlun. Bílastæðishús: Á eftir áætlun BORGARMÁL „Framkvæmdirnar eru aðeins á eftir áætlun en við stefnum ótrauð að því að opna sem fyrr á þessu ári,“ segir Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborg- ar, um bílastæðahús sem rísa á að Laugavegi 21. Vinna er hafin hjá verktakan- um við að steypa botnplötu húss- ins en alls verða bílastæði á þrem- ur hæðum. Á jarðhæð verða versl- anir og íbúðir þar fyrir ofan. Stef- án segir að þrátt fyrir að verkið hafi tafist um nokkrar vikur sé enn stefnt að því að opna húsið á árinu og telja megi líklegt að það markmið náist. - aöe Geimskot: Komnir á sporbaug KASAKSTAN, AP Þremur geimförum var skotið út í himingeiminn frá Baikonur í Kasakstan. Förinni var heitið í alþjóðlegu geimstöðina sem sveimar á sporbaug um jörðu. Geimfararnir þrír eru frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu og munu þeir leysa tvo geimfara af hólmi sem hafa dval- ið í stöðinni að undanförnu. Þremenningarnir munu sinna ýmsum störfum næsta hálfa árið. Meðal annars munu þeir veita bandarískum geimförum viðtöku en það verður fyrsta geimskot Bandaríkjamanna síðan geimferj- an Kólumbía sprakk fyrir tveimur árum. ■ Beint flug til Mexico við Karabíska hafið með Trans- Atlantic, 13 nætur og 14 dagar. Ótrúleg tilboðsverð Heillandi menning Maya indíána – pýramídar, óviðjafnanleg endalaus hvít strönd, kristaltær sjórinn, næst stærsta kóralrif heims, næturlíf, verslanir, skemmtigarðar, ævintýraferðir og þjóðgarður með fjölbreyttu dýralífi t.d.krókódílar, apar og jagúar. Verðdæmi Brottfarir: 25. maí uppselt 8. og 2.2. júní takmarkað sætamagn Carmen Inn 3 stjörnur 2ja manna herbergi 92.775 kr. Barn 0-2 ára 3.957 kr. Barn 2-11 ára 69.354 kr. Innifalið flug gisting , rúta til og frá flugvelli og flugvallar- skattar. Real Playa Del Carmen 4 stjörnur - Allt Innifalið 2 manna herbergi 114.800 kr Barn 0-2 ára 3.957 kr. Barn 2-11 ára 69.354 kr. Innifalið: Innifalið: Flug, skattar, gisting, rúta til og frá flugvelli, flug- vallarskattur. Allur matur og innlendir drykkir(áfengir/óáfengir). fjölbreytt skemmtidagskrá, kvöld- sýningar(show). Þá má nefna tennis, blak og siglingar. Flugsæti með sköttum 69.320 kr. , , , , , , , . . , . . . . . . . . . . . , . . . . . . , , , , . . , . , . Sími 588 8900 • www.transatlantic.is Hefði átt að vísa Inter Milan úr Evrópukeppnum næsta árs vegna óláta í leik liðsins við AC Milan? SPURNING DAGSINS Í DAG: Verður næsti páfi ítalskur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19,3% 80,7% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN AP M YN D SOYUZ-ELDFLAUGIN Það var fögur sjón að sjá flaugina bera við morgunhimininn í Kasakstan. RICE MEÐ SPÆNSKA UTANRÍKISRÁÐHERRANUM MIGUEL ANGEL MORATINOS Condoleezza Rice fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og sagði að í núverandi mynd yrðu þær áhrifa- og valdalausar í heimsstjórnmálum. ARÐSÖM SMÁSKILABOÐ Íslendingar sendu um 160 milljón smáskilaboð á síðasta ári en sending hvers og eins kostar milli níu og tíu krónur. Hótel Valhöll: Nokkrir áhugasamir VALHÖLL Þó nokkrir hafa sýnt rekstri Hótel Valhallar á Þingvöll- um áhuga, segir Guðmundur Guð- mundsson hjá Ríkiskaupum sem bjóða reksturinn út. Frestur til að senda inn umsókn rennur út á mánudag en um er að ræða veit- ingasölu yfir sumarmánuði og hugsanlega einhvern takmarkað- an rekstur á veturna. Engin starf- semi er í Valhöll sem stendur en veitingamaðurinn sem rekið hefur hótelið síðustu þrjú ár hætti þar sem hann sá engan rekstrar- grundvöll lengur fyrir staðnum. ■ SÍMINN Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Vestur- byggðar telur að sveitarstjórnir og íbúar á landsbyggðinni eigi að stilla saman strengi þegar komi að sölu Símans. Forseti bæjar- stjórnar Ísafjarðarbæjar telur ólíklegt að sveitarfélög muni taka beinan þátt í slíkum fjárfestingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.