Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 62
17. apríl 2005 SUNNUDAGUR Ágætu viðskiptavinir! Fjöltækni ehf opnar á nýjum stað 18. apríl að Súðarvogi 14, gengið inn að vestanverðu. FJÖLTÆKNI ehf Auðunn á spjöld sögunnar Íslandsmótið í kraftlyftingum, sem háð var á Grand Hotel í gær, olli engum vonbrigðum og metin féllu í hrönnum eins og búist hafði verið við. KRAFTLYFTINGAR Kópavogströllið Auðunn Jónsson náði sögulegum árangri á mótinu í gær, þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að lyfta yfir 1.100 kílóum í sam- anlögðu og sigraði með glæsibrag, eftir sögulegt einvígi við hinn kornunga Benedikt Magnússon. Benedikt sagði fyrir mótið að Auðunn myndi þurfa á öllu sínu besta til að sigra og það kom á daginn, því Auðunn náði hámarks- árangri í öllum greinum og setti glæsilegt Íslandsmet í einni rosalegustu keppni þessarar tegundar í manna minnum. Norðurlandamet hjá báðum Auðunn setti tóninn á mótinu með því að slá eigið Íslandsmet í hnébeygju í fyrstu tilraun og með því var ljóst hvert stefndi. Hann hætti ekki fyrr en hann hafði bætt Norðurlandametið í greininni og lyfti best 432,5 kílógrömmum. Í bekkpressunni heppnaðist fyrsta lyftan hans ekki sem skyldi, en hann hristi af sér slenið og snar- aði upp 300 kílóum, fyrstur Ís- lendinga. Benedikt var ekki langt undan í fyrstu greinunum og var að bæta sig vel. Þá var aðeins réttstöðu- lyftan eftir og þar vippaði Bene- dikt upp 410 kílóum í fyrstu lyftu sinni og bætti með því eigið Ís- landsmet um 10 kíló. Þá voru næst á stöngina 425 kíló, sem hefðu tryggt honum heimsmetið í grein- inni, en upp vildi stöngin ekki að þessu sinni. Frábært mót Það var því Auðunn Jónsson sem hafði sigur í þungavigtinni með því að lyfta 1.117,5 kílóum í samanlögðu. Benedikt hafnaði í öðru sæti og tók 1.090 kíló, sem er mikil bæting hjá honum, og þriðji varð Kristinn Óskar Haraldsson með 960 kíló í samanlögðu. Þetta er besti árangur sem náðst hefur á Íslandsmóti frá upphafi og var það vel við hæfi á 20 ára afmæli Kraftlyftingasambandsins. Auð- unn Jónsson var himinlifandi með árangurinn á mótinu. „Það var allt að ganga upp hjá mér og ég kom sjálfum mér á óvart í hnébeygjunni. Það var líka gott að ná loksins í 300 kílóin í bekknum og þetta mót var bara frábært í alla staði. Það er gaman að hafa þessa góðu samkeppni, troðfullt hús af fólki og frábæra stemmingu,“ sagði Auðunn, sem náði öðrum besta árangri allra tíma í samanlögðu á mótinu í gær. Benedikt Magnússon var dálítið súr að keppni lokinni í gær, eftir að heimsmetstilraun hans mistókst, en sagðist þó geta unað við árangurinn. „Ég hefði auðvitað viljað slá heimsmetið, því ég veit ég get það. Ég get aftur á móti ekki kvartað yfir því að setja Íslands- og Norðurlandamet og bæta mig um 90 kíló í samanlögðu,“ sagði hið unga heljarmenni. baldur@frettabladid.is KÓPAVOGSTRÖLLIÐ TEKUR Á ÞVÍ Auðunn Jónsson var maður dagsins á Íslands- mótinu í kraftlyftingum í gær. Hér sést hann tryggja sér sæti í sögubókunum sem eini Íslendingurinn sem hefur lyft yfir 1.100 í samanlögðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.