Fréttablaðið - 02.05.2005, Side 1

Fréttablaðið - 02.05.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Petra Spielvogel, mezzózópran og píanóleikari, heldur útskriftartónleika frá tónlistardeild Listaháskólans í Íslensku óperunni klukk- an 20.00. DAGURINN Í DAG 2. maí 2005 – 110. tölublað – 5. árgangur ALMENNINGUR HITTI EINKA- VÆÐINGARNEFND Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon, fulltrúar Almennings ehf., fóru á fund einkavæðingarnefndar í við- skiptaráðuneytinu í gærmorgun og afhentu þar umboð frá 1.800 einstaklingum um að fá afhent gögn framkvæmdanefndarinnar og Morgan Stanley um sölu Símans. Sjá síðu 2 DÓMSTÓLL DÆMIR GEGN VIRK- UM LÍFEYRISRÉTTINDUM Skerðing á lífeyri fyrrverandi starfsmanns Seðlabank- ans fer fyrir Hæstarétt á næstunni. Í lög- fræðiáliti um eftirlaun ráðherra, þingmanna og dómara er varað við skerðingu á eftir- launaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Sjá síðu 2 TUGMILLJÓNIR Í LEIT AÐ VERU- STAÐ LAXA Veiðimálastofnun ætlar að afhjúpa leyndardóminn um verustað laxa í úthöfunum. Tækjavæddum gönguseiðum verður sleppt í vor. Rannsóknin kostar 70 til 80 milljónir króna. Sjá síðu 4 KRÖFUGÖNGUR OG CASTRO- RÆÐUR Milljónir manna úti um allan heim héldu í gær alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins hátíðlegan með margvíslegum hætti. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 ● fasteignir ● hús Heimsveldiskók og kaffi Tómas R. Einarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 76% 20-49 ára fólks á sv- horninu lesa Fréttablaðið á fimmtudögum.* Náðu til fólksins sem er að leggja drög að víðtækri neyslu helgarinnar. *Gallup febrúar 2005 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÍRAK, AP Uppreisnarmenn í Írak héldu í gær áfram árásum til að bjóða nýmyndaðri ríkisstjórn landsins birginn. Tuttugu Írakar, flestir Kúrdar, biðu bana og minnst 30 særðust síðdegis í bíl- sprengjutilræði í útför í Kirkuk í norðurhluta landsins. Fyrr um daginn höfðu að sögn lögreglu að minnsta kosti tíu Írakar látið líf- ið og á þriðja tug særst í sprengju- og skotárásum. Þá gerðist það einnig í gær að hermenn handtóku menn suður af Bagdad, sem grunaðir eru um að hafa verið viðriðnir brottnám Margaret Hassan, bresks hjálp- arstarfsmanns, sem talin er hafa verið myrt í fyrra. Við handtök- una fundust munir sem líklegt er talið að hafi tilheyrt Hassan. Enn fremur var birt mynd- band sem sýnir ástralskan gísl biðja um að bandaríska herliðið yfirgefi Írak, ella verði hann tekinn af lífi. Að minnsta kosti 110 manns hafa látið lífið í árásum uppreisn- armanna í Írak síðan á föstudag, en sýnt þykir að þessi hrina árása sé hugsuð af hálfu upp- reisnarmanna til að sýna að ný- mynduð ríkisstjórn Íraks sé því verkefni ekki vaxin að koma á friði og reglu í landinu. ■ ● sagði vei í staðinn fyrir jey Guðmundur Þór Kárason: ▲ SÍÐA 34 Ljær Sigga sæta rödd sína VEÐRIÐ Í DAG ÞAÐ MÁ REIKNA MEÐ EINHVERJ- UM VINDI víða á landinu í dag, jafnvel strekkingi og úrkomu vestanlands. Sjá síðu 4 VIÐSKIPTI Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Ís- lands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlend- um uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 millj- arða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almenn- ings. Hagnaður Mosaic fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 millj- arða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum miss- erum verið að sækja fram á al- þjóðamarkaði og rekur nú verslanir víða um heim undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles. Derek Lovelock, forstjóri Mosa- ic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. „Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin.“ Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viður- kenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skrán- ingu Mosaic fyrir júnílok. - hh Bresk tískukeðja vill í íslenska kauphöll Breska tískuvörukeðjan Mosaic hyggur á hlutafjárútboð til fagfjárfesta og almennings og skráningar í Kauphöll Íslands. Mosaic yrði meðal tíu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Afnám stimpilgjalda: Óréttlátur skattur STJÓRNMÁL Pétur Blöndal, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að ná samstöðu meðal þingflokka um að frumvarp Margrét Frímannsdóttur um af- nám stimpilgjalds við endurfjár- mögnun lána verði lögfest fyrir sumarfrí Alþingis, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég er mjög glöð með þetta og ég hef trú á því að Pétur nái frum- varpinu í gegn því hann er mjög fylginn sér. Ég vil náttúrlega að stimpilgjöld verði afnumin í heild sinni því það er mikil kjarabót fyrir bæði fjölskyldur og fyrir- tæki. Stimpilgjöld eru hrikalega óréttlátur skattur en þetta er spor í rétta átt,“ segir Margrét. - lkg Átökin í Írak: Tugir Íraka falla í tilræðum 1. MAÍ Fjölmennt var í 1. maí göngunni í miðbæ Reykjavíkur í gær. Jafnt ungir sem aldnir lögðu leið sína í miðbæinn til að berjast fyrir hinum ýmsu hitamálum í þjóðfélaginu. Á myndinni sést Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem hélt ávarp á útifundi verkalýðsins á Ingólfstorgi eftir gönguna. Í ávarpi sínu hvatti Ögmundur verkalýðinn til að snúa vörn í sókn gegn auðmönnum landsins. Sjá síðu 14. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SPRENGT Í BAGDAD Vegfarendur í Bagdad skoða flak banda- rísks herbíls sem sprengdur var í gær. SNIGLAR Á STJÁ Eins og sjá má var fjölbreytni fáka og knapa mikil í hópakstrinum. Hópakstur bifhjólamanna: Vorinu fagnað BIFHJÓL Sniglar, Bifhjólasamtök lýðveldisins, stóðu sem endranær fyrir hópakstri bifhjólamanna um Reykjavík á fyrsta maí. Um 300 vélfákaknapar mættu niður á Granda um miðjan daginn og héldu í halarófu sem leið lá austur í gegnum borgina og víðar um höfuðborgarsvæðið. Með hóp- akstrinum vilja Sniglarnir meðal annars minna bílaökumenn á að nú er bifhjólavertíðin hafin eftir vetrardvalann. Íslenskum bifhjólaeigendum fer sífjölgandi. Það sem af er þessu ári hafa hátt í sex hundruð hjól verið flutt til landsins. - aa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.