Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Petra Spielvogel, mezzózópran og píanóleikari, heldur útskriftartónleika frá tónlistardeild Listaháskólans í Íslensku óperunni klukk- an 20.00. DAGURINN Í DAG 2. maí 2005 – 110. tölublað – 5. árgangur ALMENNINGUR HITTI EINKA- VÆÐINGARNEFND Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon, fulltrúar Almennings ehf., fóru á fund einkavæðingarnefndar í við- skiptaráðuneytinu í gærmorgun og afhentu þar umboð frá 1.800 einstaklingum um að fá afhent gögn framkvæmdanefndarinnar og Morgan Stanley um sölu Símans. Sjá síðu 2 DÓMSTÓLL DÆMIR GEGN VIRK- UM LÍFEYRISRÉTTINDUM Skerðing á lífeyri fyrrverandi starfsmanns Seðlabank- ans fer fyrir Hæstarétt á næstunni. Í lög- fræðiáliti um eftirlaun ráðherra, þingmanna og dómara er varað við skerðingu á eftir- launaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Sjá síðu 2 TUGMILLJÓNIR Í LEIT AÐ VERU- STAÐ LAXA Veiðimálastofnun ætlar að afhjúpa leyndardóminn um verustað laxa í úthöfunum. Tækjavæddum gönguseiðum verður sleppt í vor. Rannsóknin kostar 70 til 80 milljónir króna. Sjá síðu 4 KRÖFUGÖNGUR OG CASTRO- RÆÐUR Milljónir manna úti um allan heim héldu í gær alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins hátíðlegan með margvíslegum hætti. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 ● fasteignir ● hús Heimsveldiskók og kaffi Tómas R. Einarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 76% 20-49 ára fólks á sv- horninu lesa Fréttablaðið á fimmtudögum.* Náðu til fólksins sem er að leggja drög að víðtækri neyslu helgarinnar. *Gallup febrúar 2005 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÍRAK, AP Uppreisnarmenn í Írak héldu í gær áfram árásum til að bjóða nýmyndaðri ríkisstjórn landsins birginn. Tuttugu Írakar, flestir Kúrdar, biðu bana og minnst 30 særðust síðdegis í bíl- sprengjutilræði í útför í Kirkuk í norðurhluta landsins. Fyrr um daginn höfðu að sögn lögreglu að minnsta kosti tíu Írakar látið líf- ið og á þriðja tug særst í sprengju- og skotárásum. Þá gerðist það einnig í gær að hermenn handtóku menn suður af Bagdad, sem grunaðir eru um að hafa verið viðriðnir brottnám Margaret Hassan, bresks hjálp- arstarfsmanns, sem talin er hafa verið myrt í fyrra. Við handtök- una fundust munir sem líklegt er talið að hafi tilheyrt Hassan. Enn fremur var birt mynd- band sem sýnir ástralskan gísl biðja um að bandaríska herliðið yfirgefi Írak, ella verði hann tekinn af lífi. Að minnsta kosti 110 manns hafa látið lífið í árásum uppreisn- armanna í Írak síðan á föstudag, en sýnt þykir að þessi hrina árása sé hugsuð af hálfu upp- reisnarmanna til að sýna að ný- mynduð ríkisstjórn Íraks sé því verkefni ekki vaxin að koma á friði og reglu í landinu. ■ ● sagði vei í staðinn fyrir jey Guðmundur Þór Kárason: ▲ SÍÐA 34 Ljær Sigga sæta rödd sína VEÐRIÐ Í DAG ÞAÐ MÁ REIKNA MEÐ EINHVERJ- UM VINDI víða á landinu í dag, jafnvel strekkingi og úrkomu vestanlands. Sjá síðu 4 VIÐSKIPTI Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Ís- lands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlend- um uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 millj- arða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almenn- ings. Hagnaður Mosaic fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 millj- arða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum miss- erum verið að sækja fram á al- þjóðamarkaði og rekur nú verslanir víða um heim undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles. Derek Lovelock, forstjóri Mosa- ic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. „Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin.“ Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viður- kenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skrán- ingu Mosaic fyrir júnílok. - hh Bresk tískukeðja vill í íslenska kauphöll Breska tískuvörukeðjan Mosaic hyggur á hlutafjárútboð til fagfjárfesta og almennings og skráningar í Kauphöll Íslands. Mosaic yrði meðal tíu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Afnám stimpilgjalda: Óréttlátur skattur STJÓRNMÁL Pétur Blöndal, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að ná samstöðu meðal þingflokka um að frumvarp Margrét Frímannsdóttur um af- nám stimpilgjalds við endurfjár- mögnun lána verði lögfest fyrir sumarfrí Alþingis, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég er mjög glöð með þetta og ég hef trú á því að Pétur nái frum- varpinu í gegn því hann er mjög fylginn sér. Ég vil náttúrlega að stimpilgjöld verði afnumin í heild sinni því það er mikil kjarabót fyrir bæði fjölskyldur og fyrir- tæki. Stimpilgjöld eru hrikalega óréttlátur skattur en þetta er spor í rétta átt,“ segir Margrét. - lkg Átökin í Írak: Tugir Íraka falla í tilræðum 1. MAÍ Fjölmennt var í 1. maí göngunni í miðbæ Reykjavíkur í gær. Jafnt ungir sem aldnir lögðu leið sína í miðbæinn til að berjast fyrir hinum ýmsu hitamálum í þjóðfélaginu. Á myndinni sést Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem hélt ávarp á útifundi verkalýðsins á Ingólfstorgi eftir gönguna. Í ávarpi sínu hvatti Ögmundur verkalýðinn til að snúa vörn í sókn gegn auðmönnum landsins. Sjá síðu 14. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SPRENGT Í BAGDAD Vegfarendur í Bagdad skoða flak banda- rísks herbíls sem sprengdur var í gær. SNIGLAR Á STJÁ Eins og sjá má var fjölbreytni fáka og knapa mikil í hópakstrinum. Hópakstur bifhjólamanna: Vorinu fagnað BIFHJÓL Sniglar, Bifhjólasamtök lýðveldisins, stóðu sem endranær fyrir hópakstri bifhjólamanna um Reykjavík á fyrsta maí. Um 300 vélfákaknapar mættu niður á Granda um miðjan daginn og héldu í halarófu sem leið lá austur í gegnum borgina og víðar um höfuðborgarsvæðið. Með hóp- akstrinum vilja Sniglarnir meðal annars minna bílaökumenn á að nú er bifhjólavertíðin hafin eftir vetrardvalann. Íslenskum bifhjólaeigendum fer sífjölgandi. Það sem af er þessu ári hafa hátt í sex hundruð hjól verið flutt til landsins. - aa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.