Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 2
2 2. maí 2005 MÁNUDAGUR Almenningur hitti einkavæðingarnefnd: Kröfurnar ítrekaðar í bréfi EINKAVÆÐING Forsvarsmenn Al- mennings ehf., félags um kaup al- mennings á Landssíma Íslands, skrifuðu einkavæðingarnefnd bréf í gærkvöld og ítrekuðu kröfu sína um að fá upplýsingar til að geta metið og tekið upplýsta af- stöðu við gerð tilboða í Símann. Orri Vigfússon, fulltrúi Al- mennings ehf., segir að aðeins sé óskað eftir þeim upplýsingum sem nauðsynlegar séu. Ekkert svar hafi verið gefið en búast megi við að það liggi fyrir eftir fund einkavæðingarnefndar á miðvikudag. Agnes Bragadóttir og Orri Vig- fússon, fulltrúar Almennings ehf., fóru á fund nefndarinnar í við- skiptaráðuneytinu í gærmorgun og afhentu þar umboð frá 1.800 einstaklingum um að fá afhent gögn framkvæmdanefndarinnar og Morgan Stanley um sölu Sím- ans. „Við buðum upp á samvinnu með hvaða hætti þetta verður gert, á rafrænan hátt eða annan. Svo ræddum við líka tímapress- una,“ segir Orri. - ghs Umboðsmaður Alþingis um útflutning á hrefnukjöti: Ráðuneytið hafði ekki vald ÚTFLUTNINGUR Umhverfisráðuneyt- ið hafði ekki vald til að fjalla efn- islega um fyrirhugaðan útflutning á hrefnukjöti til Kína og verður að meta afturköllun þess á leyfi til útflutnings á hrefnukjöti frá 2004 með hliðsjón af því. Dómstólar eiga að skera úr um gildi leyfisins og afturköllun þess, sem og um hugsanlega skaðabótaskyldu rík- isins verði leitað eftir því. Þetta er niðurstaða umboðs- manns Alþingis í framhaldi af kvörtunum yfir ákvörðunum um- hverfisráðuneytisins. Hann telur jafnframt að um- hverfisráðuneytið hafi veitt rang- ar leiðbeiningar um það hvert ætti að snúa sér til að fá upplýs- ingar um það hvort leyfi þyrfti til útflutnings á hrefnukjöti og að dómstólar verði að skera úr um hvort ríkið beri skaðabótaábyrgð í ljósi þessa. Þá telur hann að um- hverfisráðuneytinu hafi tekist illa til um stjórnsýslu í málinu. Umboðsmaður beinir því til um- hverfisráðherra að taka tillit til gagnrýni á stjórnsýslu umhverfis- ráðuneytisins og vekur athygli sjáv- arútvegsráðherra á álitinu. - ghs Dómstóll dæmir gegn virkum lífeyrisréttindum Skerðing á lífeyri fyrrverandi starfsmanns Seðlabankans fer fyrir Hæstarétt á næstunni. Í lögfræðiáliti um eftirlaun ráðherra, þingmanna og dómara er varað við skerðingu á eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. LÍFEYRISMÁL Nokkrir af fyrrver- andi starfsmönnum Seðlabankans hafa reynt að fá skerðingu á líf- eyrisréttindum sínum hnekkt með dómi en án árangurs. Seðlabank- inn og Lífeyrissjóður banka- manna hafa í fleiri en einu máli verið sýknaðir bæði í undirrétti og Hæstarétti. Málið má rekja til ársins 1998, en þá tók við ný reglugerð um líf- eyrisréttindi starfsmanna Lands- bankans og Seðlabankans í tengsl- um við einkavæðingu Landsbank- ans. Með reglugerðinni var meðal annars afnumin svokölluð eftir- mannsregla, en hún kveður á um að eftirlaun miðist við launa- hækkanir eftirmanns í starfi í stað þess að miðast við verðtrygg- ingar af öðrum toga. Fjöldi starfsmanna Seðlabank- ans, sem nú þiggja eftirlaun sam- kvæmt nýju reglugerðinni, telja að um svik á ráðningarsamningi sé að ræða, enda hafi í áratugi verið vísað til hagstæðra lífeyris- trygginga í samningum um kaup og kjör. Einnig feli skerðingin í sér brot á eignarrétti, sem varinn er í stjórnarskránni. Loks geti verið um brot á jafnræðisreglu að ræða þar sem eitt sé látið gilda um þá en annað um aðra banka- starfsmenn. Sigurður Örn Einarsson, fyrr- verandi yfirmaður aðalskrifstofu Seðlabankans, tapaði skaðabóta- máli á hendur bankanum vegna skerðingarinnar í Hæstarétti í fyrra. Mál Jóhanns T. Ingjalds- sonar, fyrrverandi aðalbókara Seðlabankans, gegn Lífeyrissjóði bankastarfsmanna hefur nú verið þingfest í Hæstarétti. Sjóðurinn var sýknaður af kröfum hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í des- ember síðastliðnum. Jóhann hóf töku lífeyris þegar árið 1991 og hafði því notið eignar sinnar í sjóðnum í sjö ár þegar til skerð- ingar kom með nýrri reglu- gerð. Dómurinn taldi að virk lífeyris- taka samkvæmt eldri reglum skipti ekki máli þar sem úttekt á skuldbindingum sjóðsins miðaðist við nýju reglurnar en ekki eldri skuldbindingar. Í nýju lögfræðiáliti Karls Axelssonar og Lilju Jónasdóttur um eftirlaunaréttindi ráðherra, þingmanna og dómara er varað við því að hrófla við eftirlauna- réttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Hæstaréttur hefur einnig áréttað í máli frá árinu 2002 að heimild til að skerða virk lífeyrisréttindi sé þröng. Umrædd skerðing lífeyrisrétt- inda frá árinu 1998 nær til fjölda fyrrverandi starfsmanna Seðla- bankans og getur í fyllingu tímans numið tugum eða jafnvel hundruð milljónum króna. Bílstjórar sömu bifreiðar: Grunaðir um ölvun LÖGREGLA Klukkan hálfsjö að morgni sunnudags barst lögregl- unni í Kópavogi tilkynning um hugsanlega ölvaðan ökumann bif- reiðar sem á Breiðholtsbraut við Nýbýlaveg. Þegar lögreglan nálg- aðist bílinn ók bifreiðin af stað. Lögreglan stöðvaði þá bifreiðina og kom í ljós að bílstjórinn hafði verið farþegi í annarri bifreið og boðist til að keyra bílinn fyrir um- ræddan ökumann. Ekki vildi bet- ur til en svo að þeir eru báðir grunaðir um ölvun við akstur. ■ Könnun IMG Gallup: Stjórnin með minnihluta KÖNNUN Ríkisstjórnin missir meirihlutafylgi samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup sem sagt var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær, en stuðningur við stjórnina mælist 49 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er með 37 prósenta fylgi og fylgi Fram- sóknarflokksins er tíu prósent. Samfylkingin er með tæplega 32 prósenta fylgi og endurheimtir þrjú prósentustig sem hún tapaði í mars. Fylgi Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs er nær óbreytt; 15,5 prósent. Frjálslyndi flokkurinn er í sókn með sex pró- senta fylgi. Svörin byggjast á símakönnun sem gerð var 31. mars til 27. apríl. - lkg Fjórtán ára stúlka: Ók út af vegi LÖGREGLA Lögreglan í Kópavogi fékk aðfaranótt sunnudags upp- lýsingar um bifreið sem hafði ver- ið ekið út af í Álfabakka. Ökumað- urinn reyndist vera fjórtán ára gömul stúlka og hafði hún stolið bifreiðinni frá heimili sínu. Með henni í för var jafnaldra hennar. Þegar stúlkan ók úr Breiðholti í Mjóddina keyrði hún á móti ein- stefnu í Álfabakka. Þar fór bif- reiðin fram af háu barði við enda götunnar og niður talsverðan halla þar sem hún lenti í grjóti. Bifreiðin valt þó ekki og hvoruga stúlkuna sakaði. Stúlkan sem sat við stýri er grunuð um ölvun við akstur og kemur málið til afgreiðslu félagsmálayfirvalda því stúlkan er ósakhæf. ■ Höfnin á Reyðarfirði: Kaupir lóðsbát FJARÐABYGGÐ Allar líkur eru á því að bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð kaupi lóðsbát í lok næsta árs og kemur báturinn þá til landsins árið 2007, um svipað leyti og höfn- in verður fullbyggð og frágengin. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig kaupin verði fjármögnuð. Sveitarfélagið sé afar skuldugt eins og staðan sé í dag og á undanþágu frá félags- málaráðuneytinu. Ljóst sé þó að auknar lántökur þurfi að einhverju leyti. - ghs SPURNING DAGSINS Hlynur, er hægt að panta spá hjá þér? „Ef málefnið er brýnt og kallar á skjót og greið svör má fólk hringja í mig. Ég er reyndar mjög dýr – tek 5.000 þýsk mörk fyrir hvern spádóm.“ Hlynur Áskelsson, öðru nafni Ceres 4, þykir afar sannspár í textasmíðum sínum. Hann söng lagið Stoke er djók og spáði þannig fyrir um endalok Stoke-veldisins sem nú er orðið að veruleika. Hann spáði einnig fyrir um fangelsisvist Árna Johnsen svo dæmi sé tekið en spádómana er hægt að sjá á heimasíðu hans, ceres4.com. ■ BJÖRGUN SEÐLABANKI ÍSLANDS Mál nokkurra fyrrum starfsmanna Seðla- bankans fer fyrir Hæstarétt á næstunni, en þeir segja breytingar á lífeyrisréttind- um vera svik á ráðningasamningi. UNDIRSKRIFTALISTAR AFHENTIR Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon, full- trúar Almennings, héldu á fund einkavæð- ingarnefndar í viðskiptaráðuneytinu í gær- morgun. Þar afhentu þau umboð sín til að fá afhent nauðsynleg gögn til að geta gert tilboð í Símann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR UNGUR DRENGUR SLASAÐIST Drengur fæddur 1989 slasaðist á æfingu með unglingadeild björg- unarsveitarinnar Sæbjargar á Ólafsvík. Þyrla sótti hann klukk- an hálffimm í gær og flutti hann á slysadeild. Slysið atvikaðist þannig að drengurinn lenti á milli báts og innsiglingabauju. Hann er fótbrotinn og með einhver sár á fótlegg og handlegg. HREFNUKJÖT TIL KÍNA Umhverfisráðuneytið sýndi lélega stjórnsýslu og hafði ekki vald til að fjalla um fyrirhugað- an útflutning á hrefnukjöti til Kína, hvað þá að afturkalla leyfi til útflutningsins. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÁREKSTUR Ekið var á kyrrstæða bifreið við Vinaminni á Suður- götu 17 í Keflavíki í gær. Bifreið- in sem ekið var á var rauður Cadillac og voru nokkrar skemmdir á vinstra frambretti hennar. Mun þetta hafa gerst á milli klukkan 15 og 17 en enn er ekki vitað um tjónsvald. johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.